Fríða Björk nýr rektor Listaháskólans 10. apríl 2013 13:52 Fríða Björk Ingvarsdóttir. Fríða Björk Ingvarsdóttir hefur verið ráðin nýr rektor Listaháskóla Íslands. Hún tekur við embættinu 1. ágúst næstkomandi af Hjálmari H. Ragnarssyni sem hefur verið rektor frá stofnun og leitt fimmtán ára uppbyggingarferli æðri listmenntunar undir merkjum LHÍ. Fimmtán aðilar sóttu um stöðu rektors sem var auglýst í nóvember og rann umsóknarfrestur út í byrjun janúar 2013. Fríða Björk er með MA gráðu frá University of East Anglia í Norwich, í 19. og 20. aldar skáldsagnagerð en námið var samtvinnað deild háskólans í ritlist. Veigamikill þáttur í náminu var menningarfræðileg greining á skapandi listum og samhengi þeirra við umhverfið. Fríða Björk er með BA gráðu frá Háskóla Íslands í almennri bókmenntafræði og stundaði einnig nám til BA prófs í Centre Universitaire de Luxembourg. Fríða Björk hefur getið sér gott orð sem bókmennta- og menningarrýnir. Hún er rithöfundur, blaðamaður og þýðandi. Undanfarin ár hefur hún starfað sjálfstætt, meðal annars sem þýðandi og fyrirlesari, en einnig sem þáttagerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu. Hún hefur verið fastur gagnrýnandi Víðsjár á Rás 1 og í Kiljunni í Sjónvarpinu. Um þessar mundir er hún gestaumsjónarmaður í vikulegum þætti á Rás 1 Íslensk menning – getum við gert betur. Fríða Björk starfaði hjá Morgunblaðinu í tæp 10 ár (2000-2009) og gegndi þar ýmsum störfum. Hún var ritstjórnarfulltrúi menningar um árabil, einn af leiðarhöfundum blaðsins, pistla- og greinahöfundur. Einnig skrifaði hún bókmenntagagnrýni bæði um íslenskar bókmenntir og erlendar. Fríða Björk vann einnig sem sérfræðingur í þýðingardeild utanríkisráðuneytisins um skeið og kenndi við Háskóla Íslands á árunum 1997-2008. Fríða Björk er stjórnarformaður Gljúfrasteins – húss skáldsins, skipuð af menntamálaráðherra. Einnig á hún sæti í ráðgjafarnefnd um heiðurslaun Alþingis, og sem varmaður í samstarfshópi um skapandi greinar – hvort tveggja fyrir hönd menntamálaráðherra. Hún sat í stjórn Kjarvalsstofu í París frá 2009-2012 og var stjórnarformaður Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar frá 2006-2009. Fríða Björk vann einnig að uppbyggingu Vatnasafnsins í Stykkishólmi, sem fulltrúi bresku menningarstofnunarinnar Artangel og hefur síðan það opnaði haft umsjón með úthlutun styrkja til rithöfunda sem þar dveljast ár hvert. Fríða Björk er gift Hans Jóhannssyni hljóðfærasmiði og eiga þau tvö börn, Elínu Hansdóttur, myndlistarmann og Úlf Hansson, tónskáld. Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Fríða Björk Ingvarsdóttir hefur verið ráðin nýr rektor Listaháskóla Íslands. Hún tekur við embættinu 1. ágúst næstkomandi af Hjálmari H. Ragnarssyni sem hefur verið rektor frá stofnun og leitt fimmtán ára uppbyggingarferli æðri listmenntunar undir merkjum LHÍ. Fimmtán aðilar sóttu um stöðu rektors sem var auglýst í nóvember og rann umsóknarfrestur út í byrjun janúar 2013. Fríða Björk er með MA gráðu frá University of East Anglia í Norwich, í 19. og 20. aldar skáldsagnagerð en námið var samtvinnað deild háskólans í ritlist. Veigamikill þáttur í náminu var menningarfræðileg greining á skapandi listum og samhengi þeirra við umhverfið. Fríða Björk er með BA gráðu frá Háskóla Íslands í almennri bókmenntafræði og stundaði einnig nám til BA prófs í Centre Universitaire de Luxembourg. Fríða Björk hefur getið sér gott orð sem bókmennta- og menningarrýnir. Hún er rithöfundur, blaðamaður og þýðandi. Undanfarin ár hefur hún starfað sjálfstætt, meðal annars sem þýðandi og fyrirlesari, en einnig sem þáttagerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu. Hún hefur verið fastur gagnrýnandi Víðsjár á Rás 1 og í Kiljunni í Sjónvarpinu. Um þessar mundir er hún gestaumsjónarmaður í vikulegum þætti á Rás 1 Íslensk menning – getum við gert betur. Fríða Björk starfaði hjá Morgunblaðinu í tæp 10 ár (2000-2009) og gegndi þar ýmsum störfum. Hún var ritstjórnarfulltrúi menningar um árabil, einn af leiðarhöfundum blaðsins, pistla- og greinahöfundur. Einnig skrifaði hún bókmenntagagnrýni bæði um íslenskar bókmenntir og erlendar. Fríða Björk vann einnig sem sérfræðingur í þýðingardeild utanríkisráðuneytisins um skeið og kenndi við Háskóla Íslands á árunum 1997-2008. Fríða Björk er stjórnarformaður Gljúfrasteins – húss skáldsins, skipuð af menntamálaráðherra. Einnig á hún sæti í ráðgjafarnefnd um heiðurslaun Alþingis, og sem varmaður í samstarfshópi um skapandi greinar – hvort tveggja fyrir hönd menntamálaráðherra. Hún sat í stjórn Kjarvalsstofu í París frá 2009-2012 og var stjórnarformaður Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar frá 2006-2009. Fríða Björk vann einnig að uppbyggingu Vatnasafnsins í Stykkishólmi, sem fulltrúi bresku menningarstofnunarinnar Artangel og hefur síðan það opnaði haft umsjón með úthlutun styrkja til rithöfunda sem þar dveljast ár hvert. Fríða Björk er gift Hans Jóhannssyni hljóðfærasmiði og eiga þau tvö börn, Elínu Hansdóttur, myndlistarmann og Úlf Hansson, tónskáld.
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira