Innlent

Þrír fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur

Þrír ökumenn, sem allir voru einir í bílum sínum, voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri undri kvöld í gær, eftir harðan árekstur bíla þeirra í Öxnadal.

Enginn slasaðist alvarlega en tveir bílanna eru ónýtir og sá þriðji stórskemmdur.

Þetta gerðist þannig að einn bíllinn rann í hálku yfir á öfugan vegarhelming í veg fyrir hina tvo. Víða er hálka á vegum fyrir norðan og austan og sumstaðar á Vestfjörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×