Innlent

Íslensk börn eiga auðvelt með að leita til feðra sinna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Faðir og sonur á góðri stundu.
Faðir og sonur á góðri stundu. Mynd/ Getty.
Íslenskir feður eru í öðru sæti þegar borið er saman hversu auðvelt börn eiga með að leita til feðra sinna með hvers lags umleitanir. Hvergi er minni munur á feðrum og mæðrum og á Íslandi í þessu samhengi. Þetta sýnir ný skýrsla UNICEF, Velferð barna í efnameiri ríkjum. Einungis börn í Hollandi eiga auðveldara með að leita til feðra sinna en á Íslandi. Á Íslandi segjast tæplega 90% barna eiga auðvelt með að ræða við móður sína og tæplega 80% segja það sama um föður sinn.

Skýrsla UNICEF mælir velferð barna í 29 OECD-ríkjum. Mælikvarðinn í henni byggir á fimm sviðum, meðal annars efnislegri velferð barna, menntamálum og heilsufari, auk þess sem börnin sjálf eru spurð margvíslegra spurninga.

Með skýrslunni er leitast við að ná til varnarlausustu barnanna í þeim ríkjum sem hafa almennt náð tökum á vandamálunum sem blasa við öðrum börnum heimsins, svo sem ólæsi og barnadauða. Markmiðið er að ná til allra viðkvæmustu hópanna í efnameiri ríkjum og sjá til þess að ekkert barn sé skilið eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×