Innlent

Gunnar fær bætur þrátt fyrir brot í starfi

Gunnar Hilmarsson starfaði áður sem hönnuður hjá Andersen & Lauth.
Gunnar Hilmarsson starfaði áður sem hönnuður hjá Andersen & Lauth.
Fyrirtækið Andersen & Lauth hefur verið dæmt til að greiða Gunnari Hilmarssyni, fyrrverandi eiganda og hönnuði fyrirtækisins, tæpar tvær milljónir króna í vangoldin laun og orlof eftir að honum hafði verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu.

Í dómsorði kemur fram að Gunnar hafi hafið störf hjá fyrirtækinu í ágúst 2009 en verið sagt upp störfum frá og með 1. mars 2012. Uppsögnina hafi meðal annars mátt rekja til langvarandi samstarfsörðugleika og trúnaðarbrests milli hans og fyrirtækisins. Gunnar hafi ekki skilað verkefnum á réttum tíma, ekki mætt á boðaða fundi og unnið fyrir aðra aðila án leyfis. Hann hafi einnig skuldbundið fyrirtækið fjárhagslega án þess að hafa til þess heimild og fegrað efnahags- og rekstrarreikninga félagsins.

Samkvæmt ráðningarsamningi mátti Gunnar ekki vinna fyrir aðra á meðan hann starfaði fyrir Andersen & Lauth og ekki starfa á sama sviði sex mánuðum frá starfslokum.

Í dómnum kemur meðal annars fram að Gunnar hafi meðal annars tekið þátt í hönnunarsamkeppni um starfsmannabúninga WOW air ásamt því að hefjast handa við hönnun og framleiðslu fatnaðar undir eigin vörumerki á meðan hann var samningsbundinn fyrirtækinu. Dómurinn mat það hins vegar þannig að Gunnar hefði unnið fyrir Andersen & Lauth þar til í apríl 2012 og voru honum dæmdar bætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×