„Vitum ekki hvað við eigum af fornleifum“ Svavar Hávarðsson skrifar 11. apríl 2013 12:00 Við bæinn Akbraut hafa friðlýstar minjar orðið illa úti í uppblæstri. Innan um grjótið liggja beinaleifar frá 13. öld. Mynd/Ragnheiður Minjastofnun Íslands (MÍ), eins og fyrri stjórnsýslustofnanir um minjavörslu, hefur aldrei fengið nægilegt fjármagn frá ríkinu sem gerir henni kleift að uppfylla lögbundið hlutverk sitt. Á sama tíma bíða verkefni í hundruða vís er varða minjavörslu og skráningu fornleifa. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður MÍ, áætlar að fjárveiting til stofnunarinnar fyrir árið 2013 sé innan við helmingur þess sem nauðsynlegt væri. „Til að reka góða Minjastofnun veitir okkur ekkert af 150 milljónum til viðbótar [MÍ fær um 120 milljónir á fjárlögum 2013]. Það hefur alltaf verið þannig að við fáum minna fjármagn en nauðsynlegt er til að uppfylla lögbundnar skyldur okkar.“ Þau verkefni í minjavörslu sem sitja á hakanum vegna fjársveltis eru óteljandi, að sögn Kristínar. Fornleifaskráning er þar framarlega í röðinni. „Við vitum einfaldlega ekki hvað við eigum af fornleifum á Íslandi. Slík skráning er til dæmis forsenda þess að sveitarfélögin og framkvæmdaaðilar hafi nauðsynlegar upplýsingar. Svo þarf fjármagn í viðhald minjanna og frekari rannsóknir.“ Aðspurð um ástæður þess að minjaverndin hefur ekki borið meira úr býtum segir Kristín að lög um menningarminjar kveði á um að ríkið eigi að sjá um friðlýsta minjastaði og halda þeim við. „En þeir sem setjast niður og reikna kostnað á vegum ríkisins hafa ekki áttað sig á því hvert verksvið svona stofnunar er, og þeirra sem þar starfa. Það er mjög alvarlegt mál en ég trúi því að það standi til bóta. Það er ergilegt að vera í þessari stöðu þegar við gætum verið að vinna að fjölda spennandi verkefna um allt land; verkefnum sem verður að sinna og gætu byggt undir starfsemi eins og ferðaþjónustu,“ segir Kristín. Úttekt Minjastofnunar á friðlýstum fornleifum stendur yfir en eina aðgengilega skráin er yfir 20 ára gömul. MÍ er skylt að halda skrá yfir allar fornminjar á Íslandi. Áætlað hefur verið að á Íslandi séu þær á bilinu 150 til 200 þúsund og að fæstar hafi verið skráðar á vettvangi. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira
Minjastofnun Íslands (MÍ), eins og fyrri stjórnsýslustofnanir um minjavörslu, hefur aldrei fengið nægilegt fjármagn frá ríkinu sem gerir henni kleift að uppfylla lögbundið hlutverk sitt. Á sama tíma bíða verkefni í hundruða vís er varða minjavörslu og skráningu fornleifa. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður MÍ, áætlar að fjárveiting til stofnunarinnar fyrir árið 2013 sé innan við helmingur þess sem nauðsynlegt væri. „Til að reka góða Minjastofnun veitir okkur ekkert af 150 milljónum til viðbótar [MÍ fær um 120 milljónir á fjárlögum 2013]. Það hefur alltaf verið þannig að við fáum minna fjármagn en nauðsynlegt er til að uppfylla lögbundnar skyldur okkar.“ Þau verkefni í minjavörslu sem sitja á hakanum vegna fjársveltis eru óteljandi, að sögn Kristínar. Fornleifaskráning er þar framarlega í röðinni. „Við vitum einfaldlega ekki hvað við eigum af fornleifum á Íslandi. Slík skráning er til dæmis forsenda þess að sveitarfélögin og framkvæmdaaðilar hafi nauðsynlegar upplýsingar. Svo þarf fjármagn í viðhald minjanna og frekari rannsóknir.“ Aðspurð um ástæður þess að minjaverndin hefur ekki borið meira úr býtum segir Kristín að lög um menningarminjar kveði á um að ríkið eigi að sjá um friðlýsta minjastaði og halda þeim við. „En þeir sem setjast niður og reikna kostnað á vegum ríkisins hafa ekki áttað sig á því hvert verksvið svona stofnunar er, og þeirra sem þar starfa. Það er mjög alvarlegt mál en ég trúi því að það standi til bóta. Það er ergilegt að vera í þessari stöðu þegar við gætum verið að vinna að fjölda spennandi verkefna um allt land; verkefnum sem verður að sinna og gætu byggt undir starfsemi eins og ferðaþjónustu,“ segir Kristín. Úttekt Minjastofnunar á friðlýstum fornleifum stendur yfir en eina aðgengilega skráin er yfir 20 ára gömul. MÍ er skylt að halda skrá yfir allar fornminjar á Íslandi. Áætlað hefur verið að á Íslandi séu þær á bilinu 150 til 200 þúsund og að fæstar hafi verið skráðar á vettvangi.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira