Innlent

Kapp um Íslendingabókar-app

Markmiðið með keppninni er að Íslensk erfðagreining geti boðið þjónustu Íslendingabókar á þægilegan hátt í gegnum snjallsíma og önnur snjalltæki.
Markmiðið með keppninni er að Íslensk erfðagreining geti boðið þjónustu Íslendingabókar á þægilegan hátt í gegnum snjallsíma og önnur snjalltæki. Fréttablaðið/GVA

Vefsíðan vinsæla Íslendingabók, sem Íslensk erfðagreining heldur úti, verður brátt aðgengileg í gegnum sérstakt app fyrir snjallsíma. Tólf hópar háskólanema vinna hörðum höndum að hönnun apps þessa dagana og verður besta lausnin gerð aðgengileg almenningi.

„Íslendingabók er að halda upp á tíu ára afmæli sitt um þessar mundir og af því tilefni var vilji til þess að uppfæra síðuna og bjóða þjónustu hennar í gegnum snjallsíma,“ segir Ingi Rafn Ólafsson, markaðs- og kynningarstjóri verkfræði og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. „Þeir höfðu því samband við okkur varðandi samstarf og við samþykktum enda skemmtilegt verkefni fyrir háskólanema.“

Flestir þátttakendur eru nemendur í Háskóla Íslands en Háskólinn í Reykjavík og Listaháskóli Íslands eiga einnig sína fulltrúa. Fyrstu verðlaun eru ein milljón króna.

Dómnefnd mun velja bestu lausnina út frá frumleika, útliti, virkni og vinnubrögðum auk þess sem litið verður til þess hvernig liðin kynna lausnir sínar á samskiptamiðlum. Úrslit keppninnar verða kynnt næsta laugardag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.