Niðurskurður ekki bitnað á öryggi hjá OR Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 11. apríl 2013 07:00 Þúsundir lítra af 90 gráða heitu vatni láku út þegar heitavatnslögn í Skorradal fór í sundur á sunnudag. Þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði var vatnið að mestu þornað. Fréttablaðið/Vilhelm Hagræðingaraðgerðir Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hafa ekki bitnað á öryggi veitukerfis fyrirtækisins, að sögn Bjarna Bjarnasonar, forstjóra OR. Fréttablaðið hefur greint frá því að hluti hitaveitulagna OR á Vesturlandi sé í slæmu ástandi. Lagnir hafi reglulega farið í sundur síðustu misseri og skapað hættu fyrir menn og dýr, auk þess að valda gróðurskemmdum. Lögn á milli Deildartungu og Akraness hefur fjórum sinnum farið í sundur síðustu tvö ár, í eitt skiptið með þeim afleiðingum að hross festist í sjóðheitu dýi og drapst. OR hefur á síðustu tveimur árum gripið til viðamikilla hagræðingaraðgerða með það fyrir augum að tryggja rekstrargrundvöll fyrirtækisins sem er mjög skuldsett. Til dæmis hafa fjárfestingar í veitukerfi fyrirtækisins verið lækkaðar um 6,6 milljarða króna miðað við fyrri áætlanir og þá stendur til að lækka þær um 8,4 milljarða til viðbótar til ársins 2016. Þrátt fyrir þennan niðurskurð segir Bjarni Bjarnason að öryggi veitukerfisins hafi ekki verið fórnað. „Þetta er auðvitað góð og gild spurning. Við höfum skipt öryggismálum í tvennt. Annars vegar er afhendingaröryggi til viðskiptavina; að þeir fái heitt og kalt vatn og rafmagn og að við tökum við úrgangi. Við sjáum ekki að það hafi minnkað neitt þessi ár frá því að við drógum úr fjárfestingum,“ segir Bjarni. „Hins vegar eru það öryggismál; líf og limir og slysahætta. Þar er aldrei hægt að leyfa sér að taka áhættu með of miklum niðurskurði. Við höfum því nálgast það þannig að ef það reynist vera hætta einhvers staðar þá skoðum við það alveg sérstaklega.“ Bjarni segir að sumar lagnir á Vesturlandi séu því miður ekki í góðu ástandi. OR hafi þó verið að taka fyrir verst förnu hluta þeirra en hann ætlar að biðja um að þessi svæði verði skoðuð sérstaklega. Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Hagræðingaraðgerðir Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hafa ekki bitnað á öryggi veitukerfis fyrirtækisins, að sögn Bjarna Bjarnasonar, forstjóra OR. Fréttablaðið hefur greint frá því að hluti hitaveitulagna OR á Vesturlandi sé í slæmu ástandi. Lagnir hafi reglulega farið í sundur síðustu misseri og skapað hættu fyrir menn og dýr, auk þess að valda gróðurskemmdum. Lögn á milli Deildartungu og Akraness hefur fjórum sinnum farið í sundur síðustu tvö ár, í eitt skiptið með þeim afleiðingum að hross festist í sjóðheitu dýi og drapst. OR hefur á síðustu tveimur árum gripið til viðamikilla hagræðingaraðgerða með það fyrir augum að tryggja rekstrargrundvöll fyrirtækisins sem er mjög skuldsett. Til dæmis hafa fjárfestingar í veitukerfi fyrirtækisins verið lækkaðar um 6,6 milljarða króna miðað við fyrri áætlanir og þá stendur til að lækka þær um 8,4 milljarða til viðbótar til ársins 2016. Þrátt fyrir þennan niðurskurð segir Bjarni Bjarnason að öryggi veitukerfisins hafi ekki verið fórnað. „Þetta er auðvitað góð og gild spurning. Við höfum skipt öryggismálum í tvennt. Annars vegar er afhendingaröryggi til viðskiptavina; að þeir fái heitt og kalt vatn og rafmagn og að við tökum við úrgangi. Við sjáum ekki að það hafi minnkað neitt þessi ár frá því að við drógum úr fjárfestingum,“ segir Bjarni. „Hins vegar eru það öryggismál; líf og limir og slysahætta. Þar er aldrei hægt að leyfa sér að taka áhættu með of miklum niðurskurði. Við höfum því nálgast það þannig að ef það reynist vera hætta einhvers staðar þá skoðum við það alveg sérstaklega.“ Bjarni segir að sumar lagnir á Vesturlandi séu því miður ekki í góðu ástandi. OR hafi þó verið að taka fyrir verst förnu hluta þeirra en hann ætlar að biðja um að þessi svæði verði skoðuð sérstaklega.
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira