Innlent

Foreldrar samkynhneigðra ekki boðað Jóhönnu á fund

Heimir Már Pétursson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir er á leið til Kína.
Jóhanna Sigurðardóttir er á leið til Kína.
Hvorki forsætisráðuneytinu né sendiráði Íslands í Kína hefur borist erindi um að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra eigi fund með Samtökum samkynhneigðra foreldra í opinberri heimsókn hennar sem hefst í Peking á mánudag. Fréttavefurinn Pink News segir að foreldrasamtökin hafi mikinn áhuga á að hitta Jóhönnu, fyrsta opinberlega samkynhneigða forsætisráðherrann í heiminum.

Hrannar B. Arnarson, aðstoðarmaður Jóhönnu, segir að þetta erindi hafi ekki borist. Heimsóknir sem þessar séu yfirleitt þaulskipulagðar og erfitt geti reynst að hnyka dagskránni til. Ef formlegt erindi berist hins vegar ráðuneytinu verði það tekið til skoðunar. Samtök samkynhneigðra foreldra voru stofnuð í Peking í febrúar, eftir að lesbísku pari var meinað að ganga í hjónaband.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×