Innlent

Íslendings leitað í Paragvæ

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Maðurinn hefur verið í Suður-Ameríku um nokkurt skeið og hefur ekkert frá honum heyrst í nokkurn tíma.
Maðurinn hefur verið í Suður-Ameríku um nokkurt skeið og hefur ekkert frá honum heyrst í nokkurn tíma.

Alþjóðalögreglan Interpol leitar nú Íslandings á fimmtugsaldri eftir að lögregla hér á landi óskaði eftir aðstoð. RÚV greinir frá.



Maðurinn hefur verið í Suður-Ameríku um nokkurt skeið og hefur ekkert frá honum heyrst í nokkurn tíma. Talið er að hann sé í Paragvæ og er hans leitað þar.



Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, staðfesti við fréttastofu RÚV að beiðnin hefði verið send fyrir nokkru en vildi ekki tjá sig um hvort maðurinn eigi sakaferil að baki eða sé grunaður um glæpsamlegt athæfi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×