Innlent

Skrifaði undir Húsavíkurlistann og situr í sóknarnefnd - Ætlar ekki að mæta á fundinn síðdegis

Nefndarmaður í sóknarnefnd Húsavíkurkirkju, Frímann Sveinsson, er einn þeirra sem skrifuðu nafn sitt á listann ásamt 112 öðrum sveitungum til stuðnings manninum sem nauðgaði Guðnýju Jónu Kristjánsdóttur.

„Ég vil ekki tjá mig um þetta, málið verður bara að hafa sinn gang,“ sagði Frímann þegar Vísir hafði samband við hann en gaf hinsvegar þær upplýsingar að hann myndi ekki sitja fundinn ásamt vígslubiskupi Hóla sem fram fer nú síðdegis. Ástæðan fyrir fundinum er vegna þess að séra Sighvatur Karlsson hvatti Guðnýju Jónu til þess að kæra ekki nauðgunina heldur ná sáttum við gerandann.

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir fól vígslubiskupnum, Solveigu Láru Guðmundsdóttur, að fara yfir verkferla í ofbeldismálum með sóknarpresti og sóknarbörnum vegna viðbragða Sighvats fyrir þrettán árum síðan.

Eins og kunnugt er þá steig Guðný Jóna fram í Kastljósi fyrr í vikunni þar sem hún lýsti fordæmalausum viðbrögðum hluta bæjarfélagsins á Húsavík þar sem fjöldinn allur af bæjarbúum snérust á sveif með þeim sem nauðgaði henni, og að lokum skrifuðu undir opinbera stuðningsyfirlýsingu við hann og fjölskyldu hans. Listinn birtist í Skránni árið 2000. Þá var þegar búið að dæma piltinn fyrir nauðgun.

Fundur Solveigar Láru með sókninni fer fram nú síðdegis. Þar mun hún fara yfir verkferla sem hún hefur þegar birt á heimasíðu sinni og má nálgast hér.


Tengdar fréttir

Húsavíkurprestur á fund biskups

„Ég er búin að boða fund á morgun [í dag] á Húsavík með sóknarnefndinni og sóknarprestinum þar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, um mál Guðnýjar Jónu Kristjánsdóttur, sem sagði sögu sína af nauðgun í Kastljósi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×