Innlent

Hugflæðiráðunautur og smiðjukarl á lista Regnbogans

Bjarni Harðarson er í fyrsta sætinu.
Bjarni Harðarson er í fyrsta sætinu.
Regnbogalistinn hefur verið að kynna framboðslista sína í kjördæmum landsins undanfarið, en nú liggur fyrir listi fyrir Suðurkjördæmið. Þar er Bjarni Harðarson bóksali í fyrsta sæti en hann er meðal þeirra sem stofnaði flokkinn.

En það kennir margra grasa á framboðslistanum, því myndlistarmaðurinn Hildur Hákonardóttir situr í heiðurssætinu.

En þarna má einnig finna smiðjukarlinn Magnús Halldórsson og svo hugflæðiráðunautinn, Helgu Ágústsdóttur, sem situr í 18. sæti.

Hér er lstinn í heild sinni: J-listi Regnbogans í Suðurkjördæmi

1. Bjarni Harðarson bóksali

2. Guðmundur S. Brynjólfsson djákni og rithöfundur

3. Kolbrún S. Hilmarsdóttir viðurkenndur bókari

4. Kristbjörg Steinunn Gísladóttir meðferðarfulltrúi

5. Jónas Pétur Hreinsson iðnrekstrarfræðingur

6. Elín Birna Vigfúsdóttir háskólanemi

7. Irma Þöll Þorsteinsdóttir hljóðmaður og kvikmyndagerðarmaður

8. Helga Garðarsdóttir framhaldsskólakennari

9. Valgeir Bjarnason fagsviðsstjóri

10. Magnús Halldórsson smiðjukarl

11. Tryggvi Ástþórsson varaform. Verkalýðsfélags Suðurlands

12. Eva Aasted sjúkraliði

13. Sigurlaug Gröndal verkefnisstjóri hjá Félagsmálaskóla alþýðu

14. Guðmundur Sæmundsson háskólakennari á Laugarvatni

15. Hlíf Gylfadóttir framhaldsskólakennari

16. Harpa Rún Kristjánsdóttir bókmenntafræðinemi og heimasæta

17. Sigríður Jóna Sigurfinnsdóttir bóndi

18. Helga Ágústsdóttir hugflæðiráðunautur

19. Óðinn Andersen starfsmaður Árborgar

20. Hildur Hákonardóttir myndlistarkona








Fleiri fréttir

Sjá meira


×