Innlent

Tollamörk á verðmæti stakra hluta tekin út

Þorgils Jónsson skrifar
Tollfrelsismörk fyrir stakan hlut keyptan erlendis voru tekin út úr tollalögum og er nú miðað við heildarverðmæti keyptra hluta.
Tollfrelsismörk fyrir stakan hlut keyptan erlendis voru tekin út úr tollalögum og er nú miðað við heildarverðmæti keyptra hluta. Fréttablaðið/HAG
Tollfrelsismörk eru ekki lengur miðuð við sérstakt hámark á verðmæti staks hlutar sem ferðamenn kaupa erlendis og taka með sér heim. Þetta var staðfest með breytingu á tollalögum í síðasta mánuði.

Eins og áður hefur komið fram í umfjöllun Fréttablaðsins var tollfrelsisupphæð sem ferðamenn nutu hækkuð rétt fyrir jól, úr 65.000 krónum upp í 88 þúsund. Þá stóð til að taka út ákvæði um hámarksverðmæti staks hlutar, en það var sett inn að nýju, vegna athugasemda tollstjóra.

Í meirihlutaáliti efnahags- og viðskiptanefndar var lagt til að taka út hámark fyrir stakan hlut, athugasemd tollstjóra hefði lotið að því hvernig ætti að reikna út gjöld þegar verðmæti hlutar færi yfir mörkin.

Úr varð að einungis eru lögð gjöld á þann hluta upphæðar sem er yfir hámarksfjárhæðinni. Þannig mundu gjöld af 100.000 króna vöru einungis leggjast á 12.000 krónur.

Lögin eru afturvirk frá 13. mars til 1. apríl þannig að þeir sem hafa greitt af stökum hlutum á bilinu 44 þúsund til 88 þúsund eiga rétt á endurgreiðslu. Tollstjóri mun hafa frumkvæði að því að endurgreiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×