"Þeir eru að lítilsvirða réttinn“ Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. apríl 2013 14:34 Gestur Jónsson og Ragnar Hall gætu verið dæmdir til að greiða réttarfarssekt. Mynd/ GVA. Verjendur í al-Thani málinu sem sögðu sig frá málinu í fyrradag gætu átt yfir höfði sér réttarfarssekt mæti þeir ekki í aðalmeðferð á morgun samkvæmt dagskrá dómsins. Fjallað er um réttarfarssektir í 223 grein sakamálalaga. Þar segir að ákveða megi sekt á hendur ákæranda, verjanda eða réttargæslumanni, meðal annars fyrir, að valda af ásetningi óþörfum drætti á máli. Mjög sjaldgæft er að lögmenn séu dæmdir til greiðslu réttarfarssektar. Reyndar muna þeir lögfræðingar sem Vísir talaði við einungis eftir þremur mönnum. Þeir Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, og Ragnar H. Hall, verjandi Ólafs Ólafssonar, eins aðaleiganda bankans, sendu Héraðsdómi Reykjaíkur bréf á mánudag þar sem þeir sögðu sig frá al-Thani málinu. Í málinu eru þeir Sigurður og Ólafur ákærðir, ásamt Hreiðari Má Sigurðssyni og Magnúsi Guðmundssyni, fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í viðskiptum með béf Kaupþings haustið 2008, rétt fyrir fall bankans. Gestur og Ragnar segja að málsmeðferð á rannsóknarstigi og fyrir dómi sé svo gagnrýniverð að þeir treysti sér ekki til þess að flytja málið áfram fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Pétur Guðgeirsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hafnaði þeirri málaumleitan á þeirri forsendu að málið myndi dragast á langinn við það. Verjendurnir hafa á móti sagt að það sé ekki hægt að skikka þá til að mæta.Málið vekur gríðarlega athygli Málið vekur gríðarlega athygli á meðal lögmanna og lögfræðinga. Tveir kostir eru í stöðunni, annars vegar að dómari fresti málinu ef verjendurnir mæta ekki á morgun og skipi sakborningum þá nýja verjendur í kjölfarið. Hins vegar að hann haldi áfram með málið og skýrslur verði þá teknar af sakborningum á morgun að verjendum fjarstöddum. Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir erfitt að spá fyrir um það hvað gerist á morgun. „Mitt mat er það að Pétur getur, ef hann vill, haldið áfram aðalmeðferðinni. Byrjað hana bara," segir Sveinn Andri. Það myndi þýða að dómari byrjaði að taka skýrslur af sakborningum hvort sem verjendur eru viðstaddir eða ekki. „Hann gæti beitt réttarfarssekt og sektað verjendur fyrir að hafa lítilsvirt dóminn og í framhaldinu reynt að finna nýjan tíma fyrir aðalmeðferðina. Í þriðja lagi gæti hann lúffað og ákveðið nýja aðalmeðferð," segir. Þá þurfi í öllu falli að skipa nýja verjendur. „Ég held að það sé útilokað úr þessu að dómarinn geti samþykkt að þeir taki aftur við sem verjendur ef hann tekur þá ákvörðun að fresta aðalmeðferðinni," segir Sveinn Andri. Hann segir að óalgengt sé að menn séu dæmdir til að greiða réttarfarsekt. „Mjög óalgengt, en ef einhvern tímann var tilefni til að sekta lögmenn þá held ég að það sé í þessu tilviki. Það ber öllum lögmönnum saman um það sem um þetta hafa vélað og þetta skoðað að þetta sé fráleit framkoma. Þeir eru að lítilsvirða réttinn," segir Sveinn Andri.Býst við að málinu verði frestað Annar viðmælandi Vísis, Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður og þingmaður, segist ekki eiga neitt sérstaklega von á því að þeir verði dæmdir til greiðslu réttarfarssektar. „Ég á ekki von á því, ég þori ekki alveg að segja til um það en mér finnst það síður,“ segir Atli. Hann segist telja líklegast að málinu verði frestað og þeim Sigurði og Ólafi verði skipaðir verjendur. „Þetta er það stórt og mikið mál að það er útilokað að reka það án málsvarnar. Enda er það óráðlegt,“ segir Atli. Hann segist ekki hafa lesið skýringar Gests og Ragnars á ákvörðun sinni um að segja sig frá málinu. Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Verjendur í al-Thani málinu sem sögðu sig frá málinu í fyrradag gætu átt yfir höfði sér réttarfarssekt mæti þeir ekki í aðalmeðferð á morgun samkvæmt dagskrá dómsins. Fjallað er um réttarfarssektir í 223 grein sakamálalaga. Þar segir að ákveða megi sekt á hendur ákæranda, verjanda eða réttargæslumanni, meðal annars fyrir, að valda af ásetningi óþörfum drætti á máli. Mjög sjaldgæft er að lögmenn séu dæmdir til greiðslu réttarfarssektar. Reyndar muna þeir lögfræðingar sem Vísir talaði við einungis eftir þremur mönnum. Þeir Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, og Ragnar H. Hall, verjandi Ólafs Ólafssonar, eins aðaleiganda bankans, sendu Héraðsdómi Reykjaíkur bréf á mánudag þar sem þeir sögðu sig frá al-Thani málinu. Í málinu eru þeir Sigurður og Ólafur ákærðir, ásamt Hreiðari Má Sigurðssyni og Magnúsi Guðmundssyni, fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í viðskiptum með béf Kaupþings haustið 2008, rétt fyrir fall bankans. Gestur og Ragnar segja að málsmeðferð á rannsóknarstigi og fyrir dómi sé svo gagnrýniverð að þeir treysti sér ekki til þess að flytja málið áfram fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Pétur Guðgeirsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hafnaði þeirri málaumleitan á þeirri forsendu að málið myndi dragast á langinn við það. Verjendurnir hafa á móti sagt að það sé ekki hægt að skikka þá til að mæta.Málið vekur gríðarlega athygli Málið vekur gríðarlega athygli á meðal lögmanna og lögfræðinga. Tveir kostir eru í stöðunni, annars vegar að dómari fresti málinu ef verjendurnir mæta ekki á morgun og skipi sakborningum þá nýja verjendur í kjölfarið. Hins vegar að hann haldi áfram með málið og skýrslur verði þá teknar af sakborningum á morgun að verjendum fjarstöddum. Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir erfitt að spá fyrir um það hvað gerist á morgun. „Mitt mat er það að Pétur getur, ef hann vill, haldið áfram aðalmeðferðinni. Byrjað hana bara," segir Sveinn Andri. Það myndi þýða að dómari byrjaði að taka skýrslur af sakborningum hvort sem verjendur eru viðstaddir eða ekki. „Hann gæti beitt réttarfarssekt og sektað verjendur fyrir að hafa lítilsvirt dóminn og í framhaldinu reynt að finna nýjan tíma fyrir aðalmeðferðina. Í þriðja lagi gæti hann lúffað og ákveðið nýja aðalmeðferð," segir. Þá þurfi í öllu falli að skipa nýja verjendur. „Ég held að það sé útilokað úr þessu að dómarinn geti samþykkt að þeir taki aftur við sem verjendur ef hann tekur þá ákvörðun að fresta aðalmeðferðinni," segir Sveinn Andri. Hann segir að óalgengt sé að menn séu dæmdir til að greiða réttarfarsekt. „Mjög óalgengt, en ef einhvern tímann var tilefni til að sekta lögmenn þá held ég að það sé í þessu tilviki. Það ber öllum lögmönnum saman um það sem um þetta hafa vélað og þetta skoðað að þetta sé fráleit framkoma. Þeir eru að lítilsvirða réttinn," segir Sveinn Andri.Býst við að málinu verði frestað Annar viðmælandi Vísis, Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður og þingmaður, segist ekki eiga neitt sérstaklega von á því að þeir verði dæmdir til greiðslu réttarfarssektar. „Ég á ekki von á því, ég þori ekki alveg að segja til um það en mér finnst það síður,“ segir Atli. Hann segist telja líklegast að málinu verði frestað og þeim Sigurði og Ólafi verði skipaðir verjendur. „Þetta er það stórt og mikið mál að það er útilokað að reka það án málsvarnar. Enda er það óráðlegt,“ segir Atli. Hann segist ekki hafa lesið skýringar Gests og Ragnars á ákvörðun sinni um að segja sig frá málinu.
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira