Innlent

Myndum taka málið upp í dag

Jón Helgi Björnsson
Jón Helgi Björnsson
Jón Helgi Björnsson, formaður bæjarráðs Norðurþings, segir jákvætt að nauðgunarmálið sem hefur legið á Húsvíkingum í þrettán ár sé komið fram í dagsljósið. Hann myndi taka málið fyrir innan bæjarkerfisins ef það kæmi upp í dag. Guðný Jóna Kristjánsdóttir, sem var nauðgað á Húsavík árið 1999, sagði sögu sína í Kastljósinu í vikunni.

„Mér fannst Guðný hugrökk og það er gott hjá henni að lýsa sinni upplifun,“ segir Jón Helgi.

Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, fundaði með Sighvati Karlssyni, sóknarpresti á Húsavík, í gær. Guðný hefur upplýst að Sighvatur hafi hvatt hana til að kæra ekki á sínum tíma. Sighvatur sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagðist hafa beðið Guðnýju afsökunar.

Fréttablaðið ræddi við Húsvíkinga í gær og ljóst er að þeir eru enn klofnir í afstöðu sinni til málsins. Sigurgeir Aðalgeirsson, yfirmaður mannsins sem nauðgaði Guðnýju, segir nóg komið af umfjöllun um málið.

„Það er auðvitað erfitt fyrir hann líka,“ segir hann og vísar þar til nauðgarans. „Þetta er mjög erfitt fyrir samfélagið, fyrir hann og miklu fleiri. En fólk er lítið að spjalla um þetta því það vill ekki rifja þetta upp.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×