Innlent

Um helmingur er fylgjandi könnunum á kjördag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Um helmingur er fylgjandi en um fjórðungur landsmanna andvígur birtingu skoðanakannana á kjördag og daginn fyrir kjördag, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar MMR sem gerð var dagana 5-8 apríl. Þegar niðurstöður eru greindar eftir stjórmálaflokkum kemur í ljós að Píratar eru líklegastir til að vera andvígir. Ríflega 900 manns voru spurðir en tóku 90,7% afstöðu til spurningarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×