Innlent

Eldvarnakerfi fór af stað vegna hlaupara

Maður á harða hlaupum, á grænu ljósaskilti yfir neyðarútgangi í fyrirtæki við Suðrulandsbraut, virðist hafa hitnað svo á hlaupunum í nótt, að eldvarnarkerfi í húsinu gaf til kynna að það væri farið að rjúka úr honum.

Ekki hafði eldur þó náð að kvikna þegar slökkvilið kom á vettvang og stöðvaði hlauparann með því að aftengja hann, og svo var reykurinn loftaður út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×