Innlent

Foreldrar samkynhneigðra í Kína vilja hitta Jóhönnu og Jónínu

Jóhanna Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir.
Samtök foreldra samkynhneigðra einstaklinga í Kína hafa óskað eftir fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur og eiginkonu hennar, Jónínu Leósdóttur, í opinberri heimsókn forsætisráðherrans sem er fyrirhuguð um miðjan mánuðinn.

Þetta kemur fram á heimasíðunni Pinknews í Bretlandi, sem er einn stærsti fréttamiðill samkynhneigðra í heiminum.

Kínversku samtökin, sem kallast PFLAG, hafa verið virk í réttindabaráttu samkynhneigðra í Kína og skrifuðu síðast opið bréf til fulltrúa Kommúnistaflokksins í Kína í febrúar þar sem þeir kröfðust þess að samkynhneigðum yrði leyft að giftast.

Viðhorf kínverskra stjórnvalda til samkynhneigðar eru almennt afskiptaleysi; stjórnvöld samþykkja ekki sambönd samkynhneigðra en leggjast ekki heldur beinlínis gegn þeim. Samkynhneigð var bönnuð til 1997 en samkynhneigð fór af lista stjórnvalda yfir geðsjúkdóma árið 2001.

Þrátt fyrir það er baráttan stutt á veg komin, og þykir enn mikið tabú í landinu. Jóhanna og Jónína hafa ekki svarað boðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×