Innlent

123.000 krónum munar á konum og körlum

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Launakönnun Hagstofunnar sýnir nokkurn mun á launum karla og kvenna.
Launakönnun Hagstofunnar sýnir nokkurn mun á launum karla og kvenna. Fréttablaðið/HAG
Regluleg meðallaun fullvinnandi fólks voru hér 402 þúsund krónur að meðaltali árið 2012, að því er fram kemur í nýjum tölum Hagstofu Íslands.

Í umfjöllun Hagstofunnar segir að algengustu reglulegu laun hafi verið 300 til 350 þúsund krónur, en um 18 prósent launamanna hafi verið á því bili. „Þá voru um 65 prósent launamanna með regluleg laun undir 400 þúsund krónum,“ segir í frétt Hagstofunnar.

„Regluleg laun fullvinnandi karla voru 436 þúsund krónur að meðaltali á mánuði en kvenna 367 þúsund krónur.“ 69 þúsund krónum munar þar á kynjunum. Þá kemur fram að heildarlaun fullvinnandi hafi í fyrra verið að meðaltali 488 þúsund krónur á mánuði, karlar með 548 þúsund og konur 425 þúsund. Þar munar 123 þúsund krónum.

Regluleg laun voru hæst í fjármála- og vátryggingastarfsemi, eða 584 þúsund krónur, en lægst í fræðslustarfsemi, 346 þúsund krónur að meðaltali.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×