Innlent

Íbúum fjölgaði um 0,7% í fyrra

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Hagtíðindi um mannfjöldaþróun 2012 komu út í gær.
Hagtíðindi um mannfjöldaþróun 2012 komu út í gær. Fréttablaðið/Pjetur
Íbúar landsins voru 321.857 í byrjun ársins, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Fjölgunin frá fyrra ári nemur 0,7 prósentum, eða 2.282 einstaklingum.

„Árið 2012 fæddust 4.533 börn, 2.317 drengir og 2.216 stúlkur, en 1.952 létust. Fæddir umfram dána voru því 2.581,“ segir vef Hagstofunnar. Þá kemur fram að í fyrra hafi 6.276 flutt úr landi, en 5.957 til landsins. Brottfluttir umfram aðflutta voru því 319 í fyrra. Hagstofan greinir frá því að drengir sem fæddust í fyrra geti vænst þess að ná 80,8 ára meðalaldri, en stúlkur 83,9 ára aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×