Nýir verjendur mæta með Sigurði og Ólafi 11. apríl 2013 07:00 Ragnar Hall, Hreiðar Már og Ólafur Ólafsson. Nýir lögmenn munu mæta með Sigurði Einarssyni og Ólafi Ólafssyni í þinghald í Al Thani-máli sérstaks saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Skipaðir verjendur þeirra, Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall, munu hins vegar ekki láta sjá sig. Nýju lögmennirnir tveir eru Ólafur Eiríksson og Þórólfur Jónsson frá lögmannsstofunni Logos, og mun verða óskað eftir því við dómarann að Ólafur verði skipaður verjandi Sigurðar Einarssonar og Þórólfur verjandi Ólafs Ólafssonar. Fallist dómari á það mun hann síðan að líkindum fresta aðalmeðferðinni, sem átti að hefjast í dag, til að gefa nýjum verjendum færi á að kynna sér málavexti. Gestur og Ragnar blésu til blaðamannafundar á mánudag þar sem þeir tilkynntu um þá ákvörðun sína að segja sig frá verjendastörfum í Al Thani-málinu. Þeir sögðust, sannfæringar sinnar vegna, ekki geta tekið þátt í málsmeðferð sem þeir teldu brjóta jafngróflega gegn rétti skjólstæðinga þeirra og raun bæri vitni. Ákvörðunin væri tekin í samráði við Sigurð og Ólaf. Héraðsdómarinn Pétur Guðgeirsson brást hins vegar fljótur við og hafnaði beiðninni stuttu síðar; Gestur og Ragnar skyldu verja sína skjólstæðinga – annað mundi tefja málið um of. Það hyggjast tvímenningarnir hins vegar ekki gera. Þeir ætla einfaldlega ekki að mæta, og allt útlit er fyrir að það muni fresta aðalmeðferð málsins um nokkrar vikur hið minnsta, jafnvel fram á haust. Verði það raunin hefur það margvíslegar afleiðingar. Málið er mun umfangsmeira en þau mál sérstaks saksóknara sem þegar hefur verið réttað í og til stóð að aðalmeðferð þess tæki átta daga. Þrír dómarar höfðu skipulagt störf sín með það í huga langt fram í tímann og stærsti salurinn í Héraðsdómi Reykjavíkur verið tekinn frá undir réttarhöldin. Þá höfðu um fimmtíu vitni verið boðuð til skýrslugjafar með margra mánaða fyrirvara. Sum þeirra eru þegar komin frá útlöndum til að bera vitni í málinu. Kostnaður vegna þessa fellur á ríkið. Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Nýir lögmenn munu mæta með Sigurði Einarssyni og Ólafi Ólafssyni í þinghald í Al Thani-máli sérstaks saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Skipaðir verjendur þeirra, Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall, munu hins vegar ekki láta sjá sig. Nýju lögmennirnir tveir eru Ólafur Eiríksson og Þórólfur Jónsson frá lögmannsstofunni Logos, og mun verða óskað eftir því við dómarann að Ólafur verði skipaður verjandi Sigurðar Einarssonar og Þórólfur verjandi Ólafs Ólafssonar. Fallist dómari á það mun hann síðan að líkindum fresta aðalmeðferðinni, sem átti að hefjast í dag, til að gefa nýjum verjendum færi á að kynna sér málavexti. Gestur og Ragnar blésu til blaðamannafundar á mánudag þar sem þeir tilkynntu um þá ákvörðun sína að segja sig frá verjendastörfum í Al Thani-málinu. Þeir sögðust, sannfæringar sinnar vegna, ekki geta tekið þátt í málsmeðferð sem þeir teldu brjóta jafngróflega gegn rétti skjólstæðinga þeirra og raun bæri vitni. Ákvörðunin væri tekin í samráði við Sigurð og Ólaf. Héraðsdómarinn Pétur Guðgeirsson brást hins vegar fljótur við og hafnaði beiðninni stuttu síðar; Gestur og Ragnar skyldu verja sína skjólstæðinga – annað mundi tefja málið um of. Það hyggjast tvímenningarnir hins vegar ekki gera. Þeir ætla einfaldlega ekki að mæta, og allt útlit er fyrir að það muni fresta aðalmeðferð málsins um nokkrar vikur hið minnsta, jafnvel fram á haust. Verði það raunin hefur það margvíslegar afleiðingar. Málið er mun umfangsmeira en þau mál sérstaks saksóknara sem þegar hefur verið réttað í og til stóð að aðalmeðferð þess tæki átta daga. Þrír dómarar höfðu skipulagt störf sín með það í huga langt fram í tímann og stærsti salurinn í Héraðsdómi Reykjavíkur verið tekinn frá undir réttarhöldin. Þá höfðu um fimmtíu vitni verið boðuð til skýrslugjafar með margra mánaða fyrirvara. Sum þeirra eru þegar komin frá útlöndum til að bera vitni í málinu. Kostnaður vegna þessa fellur á ríkið.
Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira