Fleiri fréttir Draga þarf úr sókn í laxveiðiár Draga þarf úr sókn í laxveiðiánum vegna niðursveiflu í laxastofnunum í ánum, til þess að tryggja nægjanlega hrygningu og veiðiþol þeirra síðar, segir meðal annars í nýrri skýrslu Veiðimálastofnunar. 21.3.2013 06:53 Þingfundur boðaður í dag, 50 mál á dagskrá Þingfundur hefur verið boðaður klukkan hálf ellefu og eru samtals fimmtíu mál á dagskrá. 21.3.2013 06:39 Vefsíðan sem selur miða á þjóðhátíð hrundi undan álaginu Vefsíðan Dalurinn.is hrundi undan álagi, eftir að forsala miða á þjóðhátíðina í Eyjum hófst í gærmorgun. 21.3.2013 06:37 Braust inn í íbúð í Grafarvogi Lögreglu var tilkynnt um innbrot í íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi laust fyrir miðnætti. Þjófurinn hafði brotið rúðu til að komast inn og stal hann ýmsum verðmætum, meðal annars myndavél, farsíma og myndvarpa. Af skeyti lögreglu má ráða að þjófurinn hafi komist undan og sé ófundinn. 21.3.2013 06:30 Herjólfur snéri við í síðustu ferðinni til Landeyjahafnar Herjólfur snéri við fyrir utan Landeyjahöfn í síðustu ferð dagsins á sjöunda tímanum í gærkvöldi þar sem ófært var orðið inn í höfnina. 21.3.2013 06:29 Heitavatnslögn sprakk í fjölbýlishúsi í Reykjavík Heitavatnslögn sprakk í eldhúsi íbúðar í fjölbýlishúsi við Álftamýri í Reykjavík á fjórða tímanum í nótt og fór heitt vatn að flæða út. 21.3.2013 06:27 Þórhildur og Örn Bárður í framboði Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri mun leiða lista Lýðræðisvaktarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi alþingiskosningum. Í öðru sæti verður sóknarpresturinn Örn Bárður Jónsson. 20.3.2013 22:15 Þeir sem eiga erfitt með að ná endum saman eru óhamingjusamastir Tekjur fólks skýra minna en eitt prósent af hamingju Íslendinga og þeir sem eru giftir eru að meðaltali hamingjusamari en ógiftir. 20.3.2013 21:24 Alcoa og Norðurál borga nánast engan tekjuskatt hér á landi Alþjóðlegu fyrirtækin Alcoa og Norðurál borga litla sem enga tekjuskatta hér á landi þar sem þau skulda systurfélögum sínum erlendis hundruð milljarða króna. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. 20.3.2013 20:13 Dýrasta skip Íslendinga smíðað fyrir olíuborpalla Tilkynnt var í dag um smíði á fyrsta sérhæfða skipi Íslendinga til að þjónusta olíuborpalla. Þetta er jafnframt dýrasta skip sem íslenskt fyrirtæki hefur keypt. Skipið verður smíðað í Noregi, kostar 7,3 milljarða króna. og verður afhent nýju íslensku félagi, Fáfni offshore, í júlí á næsta ári. Aðaleigandi þess er Steingrímur Erlingsson en heimahöfn skipsins verður í Fjarðabyggð. Skipið er sérhæft til að flytja borstangir og annan varning til olíuborpalla en Færeyingar eru meðal þeirra sem komið hfa sér upp flota slíkra þjónustuskipa á undanförnum árum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra tilkynnti um smíðasamninginn á fundi í Fosnavaag í Noregi í dag. Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins kemur fram að þetta sé dýrasta skip sem íslenskt fyrirtæki hafi keypt og er haft eftir ráðherranum að smíði þess marki tímamót í iðnaðarsögu Íslendinga. Skipið er sérstaklega byggt og styrkt fyrir aðstæður í Norður-Íshafi og verður tæplega 90 metra langt. Á því verður m.a. þyrlupallur og sérstakur eldvarnar- og hreinsibúnaður ef óhapp verður. 20.3.2013 19:29 Engir ytri áverkar á líkama barnsins Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27.mars, grunaður um að hafa orðið valdur að dauða fimm mánaða gamallar dóttur sinnar. Rannsókn réttarlæknis bendir til að dánarorsök hafi verið blæðingar í heila. 20.3.2013 19:29 Forseti Alþingis beitir nýjum aðferðum Nær útilokað er að nokkrar breytingar verði samþykktar á stjórnarskránni fyrir þinglok en úrslitatilraun leiðtoga stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar fóru út um þúfur í dag. Ekki verður boðað til fundar á Alþingi fyrr en samkomulag liggur fyrir um afgreiðslu annarra mála en þingmenn sátu flestir með hendur í skauti í dag. 20.3.2013 19:06 Dæmd fyrir manndráp af gáleysi - ók á sex ára telpu við sumarbústað Sænsk kona var dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í dag fyrir manndráp af gáleysi. 20.3.2013 18:46 Nemi fór í mál við FH og Saga film - þarf að borga 700 þúsund Fimleikafélag Hafnarfjarðar og Saga Film voru sýknuð í Héraðdómi Reykjaness í dag af kröfum manns sem slasaðist í á knattspyrnuleik í Kaplakrika árið 2007. 20.3.2013 18:08 Áhugaljósmyndari ákærður Grunaður um fjölda kynferðisbrota gegn stúlkum. 20.3.2013 16:21 Grunaður um að hafa orðið fimm mánaða barni að bana Karl á þrítugsaldri var í fyrradag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. mars í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti stúlkubarns í austurborg Reykjavíkur. 20.3.2013 15:23 Trúa ekki að neysla hrogna auki kyngetuna Það er rangt að Japanir telji að loðnuhrogn hafi fjörgandi áhrif á kynlíf. Þeir telja aftur á móti almennt að hrognin séu ljúffengur og heilnæmur matur. Þetta segir Katsjui Kawaharata, en hann er staddur hér á landi, ásamt hópi japanskra hrognakaupenda og hafa þeir meðal annars heimsótt Síldarvinnsluna í Neskaupstað. Heimsókn þeirra er meðal annars lýst á vef fyrirtækisins. 20.3.2013 15:11 Lögreglumenn kvörtuðu undan þingmönnum Nokkrir þingmenn, sem studdu Búsáhaldabyltinguna, sáu sér leik á borði með því að rekast í lögreglumenn sem lágu örþreyttur á gólfum Alþingishússins. Frá þessu greinir lögreglumaðurinn Þorvaldur Sigmarsson í nýútkominni bók sem ber titilinn Búsáhaldabyltingin. 20.3.2013 13:54 Formanni Rafiðnaðarsambandsins vísað á dyr í Nóatúni Starfsmönnum ASÍ óheimilt að gera verðlagskannanir í verslunum Kaupáss. 20.3.2013 13:36 Fullkomin óvissa um stjórnarskrána Fullkomin óvissa ríkir um það hvort nokkur breyting verður gerð á stjórnarskránni áður en alþingismenn yfirgefa þingið og halda í kosningabaráttu fyrir kosningarnar í næsta mánuði. Leiðtogar flokkanna reyna að ná samkomulagi og á meðan liggja allir fundir niðri á Alþingi. 20.3.2013 12:00 Borgin afsali sér höfuðborgartitlinum "Sé það vilji borgaryfirvalda að loka flugvellinum og hunsa þannig vilja þjóðarinnar er spurning hvort borgarstjórn eigi ekki að ganga alla leið og afsala sér höfuðborgartitlinum." Svo segir í ályktun Framsýnar, stéttarfélags Þingeyinga, þar sem ítrekuð er áskorun til borgarstjórnar og skipulagsyfirvalda í Reykjavík að tryggja að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Framsýn segir að tryggja verði tilvist miðstöðvar innanlandsflugs í næsta nágrenni við helstu heilbrigðis-, mennta- og stjórnsýslustofnanir landsins. "Ljóst er að flugvöllurinn gegnir veigamiklu hlutverki í samgöngumálum þjóðarinnar, ekki síst er varðar aðgengi fólks utan höfuðborgarsvæðisins að hátæknisjúkrahúsum. Líflínan liggur í gegnum flugvöllinn. Samkomulag ríkistjórnarinnar og borgaryfirvalda um að reisa byggð í Vatnsmýrinni er fyrsta skrefið í að leggja niður Reykjavíkurflugvöll. Almannahagsmunir krefjast þess að friður skapist um flugvöllinn í stað þeirrar miklu óvissu sem verið hefur um framtíð vallarins samkvæmt skipulagi Reykjavíkurborgar. Í gegnum tíðina hefur verið byggð upp opinber þjónusta á höfuðborgarsvæðinu fyrir almannafé, ekki síst af landsbyggðinni. Borgarstjórn Reykjavíkur ber skylda til að veita íbúum landsbyggðarinnar aðgengi að þjónustunni með sem bestum hætti. Lokun flugvallarins í Vatnsmýrinni er ekki leiðin til þess," segir stéttarfélag Þingeyinga. 20.3.2013 11:32 Stórt snjóflóð á Flateyri Stórt snjóflóð féll úr skollahvilft ofan við Flateyri á fimmta tímanum í nótt og náði tunga úr því alveg niður á þjóðveg, en snjóflóðamannvirki ofan við bæinn virkuðu sem skyldi. Vegagerðin hreinsaði veginn í morgun en flóð kunna að hafa fallið víðar á Vestfjörðum í nótt. Það kemur hinsvegar ekki í ljós fyrr en veður lægir og hættir að skafa. Flóðið í nótt kom úr sama gili og hafmaraflóðið árið 1995, en var margfalt minna.- 20.3.2013 10:35 Ekki verið boðað til þingfundar í dag Þinghald átti að klárast síðasta föstudag og enn eru um fjörutíu mál á dagskrá þingsins. 20.3.2013 10:35 Með réttarstöðu sakbornings í tveimur þáttum Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var ekki meðal ákærðu í ákæru sérstaks saksóknara á hendur sex fyrrverandi starfsmönnum bankans. 20.3.2013 10:18 Gríðarleg hækkun á mjólk Gríðarleg hækkun varð á heimsmarkaðsverði mjólkurafurða á uppboði Global Dairy Trade, sem haldið var í gær, samkvæmt því sem greint er frá á heimasíðu Landssambands kúabænda. Mjólkurafurðir hækkuðu jafnaði um tæp 15 prósent frá síðasta uppboði fimmta mars síðastliðinn. Á því uppboði hækkaði verðið um tíu prósent þannig að verð á mjólkurafurðum er á hraðri uppleið á heimsmarkaði. Ein aðal ástæðan mun vera miklir þurrkar á Nýja Sjálandi. Þessi hækkun kemur sér vel fyrir íslenska kúabændur þar sem megnið af útflutningi mjólkurafurða héðan er á vormánuðum, þegar framleiðslan er mest.- 20.3.2013 09:30 Góð loðnuveiði á Breiðafirði All góð loðnuveiði var á Breiðafirði í gær úr svonefndri vestangöngu og er nú lítið orðið eftir óveitt af heildarkvótanum. 20.3.2013 07:47 Láta pólitík eiga sig í skólanum "Þetta er mjög óvenjulegt að tveir í svona litlum bekk eigi möguleika á að komast inn á þing hvor fyrir sinn flokkinn,“ segir Karl Garðarsson, laganemi við Háskólann í Reykjavík og frambjóðandi fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður. 20.3.2013 07:00 Erfitt að fá viðræður við ESB teknar upp Verði aðildarviðræðum við Evrópusambandið slitið gæti orðið erfitt að fá viðræðurnar teknar upp aftur síðar. Þetta er skoðun Carls Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Hann segir mikilvægi Íslands mikið í tilliti til norðurslóðamála. 20.3.2013 07:00 Segjast knúnir í þrot vegna ólöglegra lána Unnið er að bótakröfum á hendur bönkum vegna krafna þeirra í bú gjaldþrota fyrirtækja sem byggja á ólögmætum útreikningi gengisbundinna lána. Lögmaður segir lífeyrissjóði og stærri kröfuhafa þurfa að skoða rétt sinn vegna þessa. 20.3.2013 07:00 „Blekktu samfélagið í heild“ Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og fimm öðrum fyrrverandi starfsmönnum bankans fyrir stórfellda markaðsmisnotkun og umboðssvik framin árið 2007 og 2008. Ákæran er sú fyrsta í hrunmáli tengdu Landsbankanum. 20.3.2013 07:00 Vörur verði merktar Inspired by Iceland Alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki telur að einfalda þurfi stjórnsýslu ferðaþjónustunnar. Setja þurfi skýr þolmörk varðandi fjölda ferðamanna. Vill sameina vörumerki fyrir Íslandskynningu í Inspired by Iceland og merkja jafnvel íslenskar vörur með því. 20.3.2013 07:00 Réðst á skólafélaga og fékk þá loks hjálp Móðir ellefu ára drengs segir vanta úrræði fyrir nemendur með hegðunarvanda. Varaformaður Félags grunnskólakennara segir hegðunarvanda vaxandi vandamál. 20.3.2013 07:00 Flokkar ná ekki saman um þak á auglýsingar Stjórnmálaflokkarnir hafa ekki náð saman um þak á auglýsingakostnað í aðdraganda kosninga. Er ekki bjartsýn á samkomulag, segir framkvæmdastjóri VG. 20.3.2013 07:00 Götur í borginni rykbundnar vegna svifryksmengunnar Vegna mikillar svifryksmengunar í borginni í gær og horfum á áframhaldandi þurrki, greip borgin til þess ráðs að rykbinda götur með saltpækli og hófst aðgerðin klukkan þrjú í nótt. 20.3.2013 06:43 Víða ófært eftir óveðrið í nótt Óveður var víða á Vestfjörðum, Norðurlandi og Norðausturlandi í gærkvöldi og fram á nótt og eru vegir víða þungfærir eða alveg ófærir. 20.3.2013 06:40 Litlu munaði að nokkrir bílar lentu í snjóflóði í Ólafsfjarðarmúla Minnstu munaði að nokkrir bílar lentu í snjóflóði, sem féll á þjóðveginn um Ólafsfjarðarmúla, um klukkan hálf átta í gærkvöldi, og ók einn bíll inn í flóðið í þann mund sem það var að stöðvast. Hann festist og aðstoðuðu björgunarsveitarmenn við að losa hann. 20.3.2013 06:38 Ákall um að útrýma ofbeldi "Við trúum því að hægt sé að byggja upp samfélag virðingar og jafnréttis, þar sem ofbeldi fær ekki þrifist,“ segir í bæklingi sem borinn var út í hús landsmanna í gær um vitundarvakningu ríkisins um kynferðisofbeldi gegn börnum. 20.3.2013 06:00 Stjórnarskrármálið af dagskrá - "hringleikahús fáránleikans" Stjórnarskrármálið var tekið af dagskrá þingsins um kvöldmatarleytið í kvöld en þingflokksformenn og forseti Alþingis náðu samkomulagi um það á fundi í kvöld. 19.3.2013 21:28 Vill kjósa um ESB samhliða alþingiskosningunum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, samhliða alþingiskosningunum 27. apríl næstkomandi. 19.3.2013 20:24 Bein leið milli Íslands og Kína um Norðurskautið Ísland og Kína verða nágrannaríki á næstu fimm til tíu árum með opnun siglingaleiðarinnar yfir Norðurskautið, segir kínverskur sérfræðingur í alþjóðasamskiptum. Hann segir bæði Íslendinga og Kínverja hagnast á tækifærunum. Utanríkisráðherra Svía, Carl Bildt, sem situr í forsæti Norðurskautsráðsins, var meðal gesta á alþjóðlegri ráðstefnu í Reykjavík í dag undir yfirskriftinni Áskoranir og tækifæri á Norðurslóðum. Einna mesta athygli vakti erindi frá Kína en Dr. Jiang Ye, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Sjanghæ, lýsti viðhorfum Kínverja til málefna heimskautsins. Hann segir siglingu kínverska ísbrjótsins Snædrekans milli Sjanghæ og Reykjavíkur í fyrra marka tímamót og spáir því að eftir fimm til tíu ár verði skipafélög farin að nýta þessa nýju siglingaleið í ábataskyni. "Samband Kínverja og Íslendinga er mjög gott og þegar þessi siglingaleið opnast verðum við nágrannar;" segir Jiang Ye í samtali við Stöð 2. "Það verður bein leið frá Shanghai til Reykjavíkur og frá Reykjavík til Shanghai." Hann telur þessa tengingu bjóða upp á samstarf þjóðanna á mörgum sviðum, eins og viðskipta og siglinga. "Og síðast en ekki síst munum við hafa samvinnu á viðskiptasviðinu. Báðir aðilar munu græða, þetta verður hagur beggja landanna," segir Jiang Ye. 19.3.2013 20:10 Snjóflóð á Ólafsfjarðarvegi Lögreglan á Akureyri hefur lokað Ólafsfjarðarvegi á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar vegna snjóflóðs sem þar féll í kvöld. Einnig hefur vegagerð hætt mokstri vegna veður á Svalbarðsströnd og í Vikurskarði. Að sögn lögreglu slasaðist enginn þegar flóðið féll en umferð var um veginn. Búist er við að vegurinn verður lokaður í kvöld og í nótt. Lögreglan er enn á vettvangi. 19.3.2013 19:48 Þurfti að borga 75 þúsund í tryggingu til að fá hjólastól Kona með taugasjúkdóm gagnrýnir að hún hafi þurft að gangast í 75 þúsund króna ábyrgð til að fá lánaðan hjólastól í Kringlunni. Ástæðan fyrir tryggingagjaldinu er að hjólastólum í Kringlunni hefur ítrekað verið stolið. 19.3.2013 18:54 Olíufélögin fljótari upp en niður - neytendur eiga meiri bensínlækkun inni "Við getum því miður sannreynt það að fyrirtækin eru töluvert fljótari upp en niður,“ segir Runólfur Ólafsson hjá Félagi Íslenskra Bifreiðaeiganda um bensínverðið á landinu, í samtali við þáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. 19.3.2013 18:09 Saltpækli úðað á götur borgarinnar Styrkur svifryks er yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík. Hvorki er hægt að þvo götur né sópa þær. 19.3.2013 16:49 Þrír starfsmenn Arion í leyfi vegna ákæra Þrír af þeim níu, sem sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur vegna Kaupþingsmálsins, starfa enn hjá Arion banka. Þeir hafa verið sendir í leyfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Einn þessara manna er framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Arion banka. Allir þessi starfsmenn hafa farið í leyfi frá störfum sínum fyrir bankann. 19.3.2013 16:08 Sjá næstu 50 fréttir
Draga þarf úr sókn í laxveiðiár Draga þarf úr sókn í laxveiðiánum vegna niðursveiflu í laxastofnunum í ánum, til þess að tryggja nægjanlega hrygningu og veiðiþol þeirra síðar, segir meðal annars í nýrri skýrslu Veiðimálastofnunar. 21.3.2013 06:53
Þingfundur boðaður í dag, 50 mál á dagskrá Þingfundur hefur verið boðaður klukkan hálf ellefu og eru samtals fimmtíu mál á dagskrá. 21.3.2013 06:39
Vefsíðan sem selur miða á þjóðhátíð hrundi undan álaginu Vefsíðan Dalurinn.is hrundi undan álagi, eftir að forsala miða á þjóðhátíðina í Eyjum hófst í gærmorgun. 21.3.2013 06:37
Braust inn í íbúð í Grafarvogi Lögreglu var tilkynnt um innbrot í íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi laust fyrir miðnætti. Þjófurinn hafði brotið rúðu til að komast inn og stal hann ýmsum verðmætum, meðal annars myndavél, farsíma og myndvarpa. Af skeyti lögreglu má ráða að þjófurinn hafi komist undan og sé ófundinn. 21.3.2013 06:30
Herjólfur snéri við í síðustu ferðinni til Landeyjahafnar Herjólfur snéri við fyrir utan Landeyjahöfn í síðustu ferð dagsins á sjöunda tímanum í gærkvöldi þar sem ófært var orðið inn í höfnina. 21.3.2013 06:29
Heitavatnslögn sprakk í fjölbýlishúsi í Reykjavík Heitavatnslögn sprakk í eldhúsi íbúðar í fjölbýlishúsi við Álftamýri í Reykjavík á fjórða tímanum í nótt og fór heitt vatn að flæða út. 21.3.2013 06:27
Þórhildur og Örn Bárður í framboði Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri mun leiða lista Lýðræðisvaktarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi alþingiskosningum. Í öðru sæti verður sóknarpresturinn Örn Bárður Jónsson. 20.3.2013 22:15
Þeir sem eiga erfitt með að ná endum saman eru óhamingjusamastir Tekjur fólks skýra minna en eitt prósent af hamingju Íslendinga og þeir sem eru giftir eru að meðaltali hamingjusamari en ógiftir. 20.3.2013 21:24
Alcoa og Norðurál borga nánast engan tekjuskatt hér á landi Alþjóðlegu fyrirtækin Alcoa og Norðurál borga litla sem enga tekjuskatta hér á landi þar sem þau skulda systurfélögum sínum erlendis hundruð milljarða króna. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. 20.3.2013 20:13
Dýrasta skip Íslendinga smíðað fyrir olíuborpalla Tilkynnt var í dag um smíði á fyrsta sérhæfða skipi Íslendinga til að þjónusta olíuborpalla. Þetta er jafnframt dýrasta skip sem íslenskt fyrirtæki hefur keypt. Skipið verður smíðað í Noregi, kostar 7,3 milljarða króna. og verður afhent nýju íslensku félagi, Fáfni offshore, í júlí á næsta ári. Aðaleigandi þess er Steingrímur Erlingsson en heimahöfn skipsins verður í Fjarðabyggð. Skipið er sérhæft til að flytja borstangir og annan varning til olíuborpalla en Færeyingar eru meðal þeirra sem komið hfa sér upp flota slíkra þjónustuskipa á undanförnum árum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra tilkynnti um smíðasamninginn á fundi í Fosnavaag í Noregi í dag. Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins kemur fram að þetta sé dýrasta skip sem íslenskt fyrirtæki hafi keypt og er haft eftir ráðherranum að smíði þess marki tímamót í iðnaðarsögu Íslendinga. Skipið er sérstaklega byggt og styrkt fyrir aðstæður í Norður-Íshafi og verður tæplega 90 metra langt. Á því verður m.a. þyrlupallur og sérstakur eldvarnar- og hreinsibúnaður ef óhapp verður. 20.3.2013 19:29
Engir ytri áverkar á líkama barnsins Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27.mars, grunaður um að hafa orðið valdur að dauða fimm mánaða gamallar dóttur sinnar. Rannsókn réttarlæknis bendir til að dánarorsök hafi verið blæðingar í heila. 20.3.2013 19:29
Forseti Alþingis beitir nýjum aðferðum Nær útilokað er að nokkrar breytingar verði samþykktar á stjórnarskránni fyrir þinglok en úrslitatilraun leiðtoga stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar fóru út um þúfur í dag. Ekki verður boðað til fundar á Alþingi fyrr en samkomulag liggur fyrir um afgreiðslu annarra mála en þingmenn sátu flestir með hendur í skauti í dag. 20.3.2013 19:06
Dæmd fyrir manndráp af gáleysi - ók á sex ára telpu við sumarbústað Sænsk kona var dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í dag fyrir manndráp af gáleysi. 20.3.2013 18:46
Nemi fór í mál við FH og Saga film - þarf að borga 700 þúsund Fimleikafélag Hafnarfjarðar og Saga Film voru sýknuð í Héraðdómi Reykjaness í dag af kröfum manns sem slasaðist í á knattspyrnuleik í Kaplakrika árið 2007. 20.3.2013 18:08
Grunaður um að hafa orðið fimm mánaða barni að bana Karl á þrítugsaldri var í fyrradag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. mars í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti stúlkubarns í austurborg Reykjavíkur. 20.3.2013 15:23
Trúa ekki að neysla hrogna auki kyngetuna Það er rangt að Japanir telji að loðnuhrogn hafi fjörgandi áhrif á kynlíf. Þeir telja aftur á móti almennt að hrognin séu ljúffengur og heilnæmur matur. Þetta segir Katsjui Kawaharata, en hann er staddur hér á landi, ásamt hópi japanskra hrognakaupenda og hafa þeir meðal annars heimsótt Síldarvinnsluna í Neskaupstað. Heimsókn þeirra er meðal annars lýst á vef fyrirtækisins. 20.3.2013 15:11
Lögreglumenn kvörtuðu undan þingmönnum Nokkrir þingmenn, sem studdu Búsáhaldabyltinguna, sáu sér leik á borði með því að rekast í lögreglumenn sem lágu örþreyttur á gólfum Alþingishússins. Frá þessu greinir lögreglumaðurinn Þorvaldur Sigmarsson í nýútkominni bók sem ber titilinn Búsáhaldabyltingin. 20.3.2013 13:54
Formanni Rafiðnaðarsambandsins vísað á dyr í Nóatúni Starfsmönnum ASÍ óheimilt að gera verðlagskannanir í verslunum Kaupáss. 20.3.2013 13:36
Fullkomin óvissa um stjórnarskrána Fullkomin óvissa ríkir um það hvort nokkur breyting verður gerð á stjórnarskránni áður en alþingismenn yfirgefa þingið og halda í kosningabaráttu fyrir kosningarnar í næsta mánuði. Leiðtogar flokkanna reyna að ná samkomulagi og á meðan liggja allir fundir niðri á Alþingi. 20.3.2013 12:00
Borgin afsali sér höfuðborgartitlinum "Sé það vilji borgaryfirvalda að loka flugvellinum og hunsa þannig vilja þjóðarinnar er spurning hvort borgarstjórn eigi ekki að ganga alla leið og afsala sér höfuðborgartitlinum." Svo segir í ályktun Framsýnar, stéttarfélags Þingeyinga, þar sem ítrekuð er áskorun til borgarstjórnar og skipulagsyfirvalda í Reykjavík að tryggja að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Framsýn segir að tryggja verði tilvist miðstöðvar innanlandsflugs í næsta nágrenni við helstu heilbrigðis-, mennta- og stjórnsýslustofnanir landsins. "Ljóst er að flugvöllurinn gegnir veigamiklu hlutverki í samgöngumálum þjóðarinnar, ekki síst er varðar aðgengi fólks utan höfuðborgarsvæðisins að hátæknisjúkrahúsum. Líflínan liggur í gegnum flugvöllinn. Samkomulag ríkistjórnarinnar og borgaryfirvalda um að reisa byggð í Vatnsmýrinni er fyrsta skrefið í að leggja niður Reykjavíkurflugvöll. Almannahagsmunir krefjast þess að friður skapist um flugvöllinn í stað þeirrar miklu óvissu sem verið hefur um framtíð vallarins samkvæmt skipulagi Reykjavíkurborgar. Í gegnum tíðina hefur verið byggð upp opinber þjónusta á höfuðborgarsvæðinu fyrir almannafé, ekki síst af landsbyggðinni. Borgarstjórn Reykjavíkur ber skylda til að veita íbúum landsbyggðarinnar aðgengi að þjónustunni með sem bestum hætti. Lokun flugvallarins í Vatnsmýrinni er ekki leiðin til þess," segir stéttarfélag Þingeyinga. 20.3.2013 11:32
Stórt snjóflóð á Flateyri Stórt snjóflóð féll úr skollahvilft ofan við Flateyri á fimmta tímanum í nótt og náði tunga úr því alveg niður á þjóðveg, en snjóflóðamannvirki ofan við bæinn virkuðu sem skyldi. Vegagerðin hreinsaði veginn í morgun en flóð kunna að hafa fallið víðar á Vestfjörðum í nótt. Það kemur hinsvegar ekki í ljós fyrr en veður lægir og hættir að skafa. Flóðið í nótt kom úr sama gili og hafmaraflóðið árið 1995, en var margfalt minna.- 20.3.2013 10:35
Ekki verið boðað til þingfundar í dag Þinghald átti að klárast síðasta föstudag og enn eru um fjörutíu mál á dagskrá þingsins. 20.3.2013 10:35
Með réttarstöðu sakbornings í tveimur þáttum Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var ekki meðal ákærðu í ákæru sérstaks saksóknara á hendur sex fyrrverandi starfsmönnum bankans. 20.3.2013 10:18
Gríðarleg hækkun á mjólk Gríðarleg hækkun varð á heimsmarkaðsverði mjólkurafurða á uppboði Global Dairy Trade, sem haldið var í gær, samkvæmt því sem greint er frá á heimasíðu Landssambands kúabænda. Mjólkurafurðir hækkuðu jafnaði um tæp 15 prósent frá síðasta uppboði fimmta mars síðastliðinn. Á því uppboði hækkaði verðið um tíu prósent þannig að verð á mjólkurafurðum er á hraðri uppleið á heimsmarkaði. Ein aðal ástæðan mun vera miklir þurrkar á Nýja Sjálandi. Þessi hækkun kemur sér vel fyrir íslenska kúabændur þar sem megnið af útflutningi mjólkurafurða héðan er á vormánuðum, þegar framleiðslan er mest.- 20.3.2013 09:30
Góð loðnuveiði á Breiðafirði All góð loðnuveiði var á Breiðafirði í gær úr svonefndri vestangöngu og er nú lítið orðið eftir óveitt af heildarkvótanum. 20.3.2013 07:47
Láta pólitík eiga sig í skólanum "Þetta er mjög óvenjulegt að tveir í svona litlum bekk eigi möguleika á að komast inn á þing hvor fyrir sinn flokkinn,“ segir Karl Garðarsson, laganemi við Háskólann í Reykjavík og frambjóðandi fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður. 20.3.2013 07:00
Erfitt að fá viðræður við ESB teknar upp Verði aðildarviðræðum við Evrópusambandið slitið gæti orðið erfitt að fá viðræðurnar teknar upp aftur síðar. Þetta er skoðun Carls Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Hann segir mikilvægi Íslands mikið í tilliti til norðurslóðamála. 20.3.2013 07:00
Segjast knúnir í þrot vegna ólöglegra lána Unnið er að bótakröfum á hendur bönkum vegna krafna þeirra í bú gjaldþrota fyrirtækja sem byggja á ólögmætum útreikningi gengisbundinna lána. Lögmaður segir lífeyrissjóði og stærri kröfuhafa þurfa að skoða rétt sinn vegna þessa. 20.3.2013 07:00
„Blekktu samfélagið í heild“ Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og fimm öðrum fyrrverandi starfsmönnum bankans fyrir stórfellda markaðsmisnotkun og umboðssvik framin árið 2007 og 2008. Ákæran er sú fyrsta í hrunmáli tengdu Landsbankanum. 20.3.2013 07:00
Vörur verði merktar Inspired by Iceland Alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki telur að einfalda þurfi stjórnsýslu ferðaþjónustunnar. Setja þurfi skýr þolmörk varðandi fjölda ferðamanna. Vill sameina vörumerki fyrir Íslandskynningu í Inspired by Iceland og merkja jafnvel íslenskar vörur með því. 20.3.2013 07:00
Réðst á skólafélaga og fékk þá loks hjálp Móðir ellefu ára drengs segir vanta úrræði fyrir nemendur með hegðunarvanda. Varaformaður Félags grunnskólakennara segir hegðunarvanda vaxandi vandamál. 20.3.2013 07:00
Flokkar ná ekki saman um þak á auglýsingar Stjórnmálaflokkarnir hafa ekki náð saman um þak á auglýsingakostnað í aðdraganda kosninga. Er ekki bjartsýn á samkomulag, segir framkvæmdastjóri VG. 20.3.2013 07:00
Götur í borginni rykbundnar vegna svifryksmengunnar Vegna mikillar svifryksmengunar í borginni í gær og horfum á áframhaldandi þurrki, greip borgin til þess ráðs að rykbinda götur með saltpækli og hófst aðgerðin klukkan þrjú í nótt. 20.3.2013 06:43
Víða ófært eftir óveðrið í nótt Óveður var víða á Vestfjörðum, Norðurlandi og Norðausturlandi í gærkvöldi og fram á nótt og eru vegir víða þungfærir eða alveg ófærir. 20.3.2013 06:40
Litlu munaði að nokkrir bílar lentu í snjóflóði í Ólafsfjarðarmúla Minnstu munaði að nokkrir bílar lentu í snjóflóði, sem féll á þjóðveginn um Ólafsfjarðarmúla, um klukkan hálf átta í gærkvöldi, og ók einn bíll inn í flóðið í þann mund sem það var að stöðvast. Hann festist og aðstoðuðu björgunarsveitarmenn við að losa hann. 20.3.2013 06:38
Ákall um að útrýma ofbeldi "Við trúum því að hægt sé að byggja upp samfélag virðingar og jafnréttis, þar sem ofbeldi fær ekki þrifist,“ segir í bæklingi sem borinn var út í hús landsmanna í gær um vitundarvakningu ríkisins um kynferðisofbeldi gegn börnum. 20.3.2013 06:00
Stjórnarskrármálið af dagskrá - "hringleikahús fáránleikans" Stjórnarskrármálið var tekið af dagskrá þingsins um kvöldmatarleytið í kvöld en þingflokksformenn og forseti Alþingis náðu samkomulagi um það á fundi í kvöld. 19.3.2013 21:28
Vill kjósa um ESB samhliða alþingiskosningunum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, samhliða alþingiskosningunum 27. apríl næstkomandi. 19.3.2013 20:24
Bein leið milli Íslands og Kína um Norðurskautið Ísland og Kína verða nágrannaríki á næstu fimm til tíu árum með opnun siglingaleiðarinnar yfir Norðurskautið, segir kínverskur sérfræðingur í alþjóðasamskiptum. Hann segir bæði Íslendinga og Kínverja hagnast á tækifærunum. Utanríkisráðherra Svía, Carl Bildt, sem situr í forsæti Norðurskautsráðsins, var meðal gesta á alþjóðlegri ráðstefnu í Reykjavík í dag undir yfirskriftinni Áskoranir og tækifæri á Norðurslóðum. Einna mesta athygli vakti erindi frá Kína en Dr. Jiang Ye, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Sjanghæ, lýsti viðhorfum Kínverja til málefna heimskautsins. Hann segir siglingu kínverska ísbrjótsins Snædrekans milli Sjanghæ og Reykjavíkur í fyrra marka tímamót og spáir því að eftir fimm til tíu ár verði skipafélög farin að nýta þessa nýju siglingaleið í ábataskyni. "Samband Kínverja og Íslendinga er mjög gott og þegar þessi siglingaleið opnast verðum við nágrannar;" segir Jiang Ye í samtali við Stöð 2. "Það verður bein leið frá Shanghai til Reykjavíkur og frá Reykjavík til Shanghai." Hann telur þessa tengingu bjóða upp á samstarf þjóðanna á mörgum sviðum, eins og viðskipta og siglinga. "Og síðast en ekki síst munum við hafa samvinnu á viðskiptasviðinu. Báðir aðilar munu græða, þetta verður hagur beggja landanna," segir Jiang Ye. 19.3.2013 20:10
Snjóflóð á Ólafsfjarðarvegi Lögreglan á Akureyri hefur lokað Ólafsfjarðarvegi á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar vegna snjóflóðs sem þar féll í kvöld. Einnig hefur vegagerð hætt mokstri vegna veður á Svalbarðsströnd og í Vikurskarði. Að sögn lögreglu slasaðist enginn þegar flóðið féll en umferð var um veginn. Búist er við að vegurinn verður lokaður í kvöld og í nótt. Lögreglan er enn á vettvangi. 19.3.2013 19:48
Þurfti að borga 75 þúsund í tryggingu til að fá hjólastól Kona með taugasjúkdóm gagnrýnir að hún hafi þurft að gangast í 75 þúsund króna ábyrgð til að fá lánaðan hjólastól í Kringlunni. Ástæðan fyrir tryggingagjaldinu er að hjólastólum í Kringlunni hefur ítrekað verið stolið. 19.3.2013 18:54
Olíufélögin fljótari upp en niður - neytendur eiga meiri bensínlækkun inni "Við getum því miður sannreynt það að fyrirtækin eru töluvert fljótari upp en niður,“ segir Runólfur Ólafsson hjá Félagi Íslenskra Bifreiðaeiganda um bensínverðið á landinu, í samtali við þáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. 19.3.2013 18:09
Saltpækli úðað á götur borgarinnar Styrkur svifryks er yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík. Hvorki er hægt að þvo götur né sópa þær. 19.3.2013 16:49
Þrír starfsmenn Arion í leyfi vegna ákæra Þrír af þeim níu, sem sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur vegna Kaupþingsmálsins, starfa enn hjá Arion banka. Þeir hafa verið sendir í leyfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Einn þessara manna er framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Arion banka. Allir þessi starfsmenn hafa farið í leyfi frá störfum sínum fyrir bankann. 19.3.2013 16:08