Innlent

Olíufélögin fljótari upp en niður - neytendur eiga meiri bensínlækkun inni

Runólfur Ólafsson hjá FÍB telur að neytendur eigi töluvert meiri lækkun á bensíni inni hjá olíufélögunum.
Runólfur Ólafsson hjá FÍB telur að neytendur eigi töluvert meiri lækkun á bensíni inni hjá olíufélögunum.
„Við getum því miður sannreynt það að fyrirtækin eru töluvert fljótari upp en niður," segir Runólfur Ólafsson hjá Félagi Íslenskra Bifreiðaeiganda um bensínverðið á landinu, í samtali við þáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Runólfur segir að bensínverðið á heimsmarkaði hafi lækkað og gengið sé skárra miðað við síðasta mánuð. „Ef við tökum meðaltal mánaða, látum þá aðila njóta sanngirni varðandi lengra tímabil í verðmyndun, ef við reiknum þetta í krónum per lítra þá hefur bensínið lækkað á þessum eina mánuði um 13 krónur. En á sama tíma hefur bensín til neytenda aðeins lækkað um 7 krónur," segir Runólfur.

Og heldur áfram. „Ef við tökum þetta raunsætt, þá eru þetta 13 krónur á heimsmarkaði og á það leggst virðisauki, bara miðað við síðasta mánuð eru það 16 krónur sem hefði verið eðlileg lækkun. Ef við tökum meðaltalsálagningu 2012, er það um 8 krónur yfir þeirri álagningu. Það er undirliggjandi töluverð verðlækkun á bensíni - þeir hafa aðeins verið að lækka díselolínu en ekki bensínið. Þó það hafi verið lækkanir en bara alls ekki nóg," segir hann.

„Við erum að tala um verðbólguna, bensínið vegur hátt í vísitölunni - það er ákveðin ábyrgð hjá þessum fyrirtækjum að skila verðlækkunum á mörkuðum til neytenda. Við getum því miður sannreynt það að fyrirtækin eru töluvert fljótari upp en niður."

Hægt er að hlusta á viðtalið við Runólf hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×