Innlent

Ákall um að útrýma ofbeldi

Sunna Valgerðardóttir skrifar
Allir fullorðnir landsmenn eru beðnir um að tilkynna ofbeldi gegn barni um leið og grunur vaknar.
Allir fullorðnir landsmenn eru beðnir um að tilkynna ofbeldi gegn barni um leið og grunur vaknar.
„Við trúum því að hægt sé að byggja upp samfélag virðingar og jafnréttis, þar sem ofbeldi fær ekki þrifist," segir í bæklingi sem borinn var út í hús landsmanna í gær um vitundarvakningu ríkisins um kynferðisofbeldi gegn börnum.

Í bæklingnum er ákall til allra fullorðinna landsmanna um að taka þátt í að útrýma kynferðisofbeldi gegn börnum. „Kynferðisofbeldi á sér yfirleitt stað fyrir luktum dyrum. Það getur haft úrslitaáhrif í lífi barns að við sem erum fullorðin tökum eftir og bregðumst rétt við."

Þau Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skrifa öll undir í bæklingnum, sem ber heitið „Það gæti verið þú sem hjálpar".

Átakið er hluti af viðbót við nýja aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla landsins og er markmiðið að fræða börn og starfsfólk grunnskóla um eðli og afleiðingar kynferðislegs ofbeldis og að allir skólar séu í stakk búnir til að bregðast við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×