Fleiri fréttir

Vöruflutningabíll valt á Reykjanesbraut

Vöruflutningabíll valt á Reykjanesbraut, milli Straumsvíkur og Hvaleyrarholts núna á tíunda tímanum. Ekki hafa borist fréttir af því hvort einhver hafi slasast né heldur er vitað hvað olli því að bíllinn valt.

Tæplega 26.000 innflytjendur á Íslandi

Um síðustu áramót voru 25.926 innflytjendur á Íslandi eða 8,1% mannfjöldans. Það er lítilsháttar fjölgun frá því í fyrra þegar þeir voru 8,0% landsmanna eða 25.442 talsins.

Alþingi bannar háa vexti á smálánum

Alþingi samþykkti lög um neytendalán í gær. Samanlagður kostnaður af vöxtum og innheimtu má aldrei verða meiri en 50% af lánsfjárhæð og upplýsingar til lánþega um kostnað og afborganir verða auknar. Tekur á smálánafyrirtækjum.

Kenndi hestinum að leggja saman og telja

Fimmtán ára hestakona segir hestinn Skugga hafa lært að leggja saman og telja á nokkrum dögum. "Klárasti hestur sem ég hef komið nálægt,“ segir hún. Ákvað að prófa hvort Skuggi væri talnaglöggur eftir að hafa kennt honum spænska sporið.

Norðurskautsráð verði eini vettvangurinn

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, og Össur Skarphéðinsson, starfsbróðir hans, eru sammála um að rétt sé að fleiri ríkjum verði veitt áheyrnaraðild að Norðurskautsráði. Það myndi tryggja ráðið í sessi sem hinn eina umræðuvettvang um málefni sem tengjast norðurslóðum. Þetta kom fram í máli ráðherranna á setningarathöfn alþjóðlegrar ráðstefnu um áskoranir og tækifæri á norðurslóðum sem nýstofnað Rannsóknasetur um norðurslóðir stendur fyrir.

Geta ekki veitt nægan stuðning

"Nú er sex vikna bið eftir að fá nýjan tíma,“ segir Karólína Stefánsdóttir, félagsráðgjafi hjá Fjölskylduráðgjöfinni á Akureyri. "Inn í þetta blandast svo alvarlegur skortur á heimilislæknum svo þetta er orðinn vítahringur. Fólk upplifir eilífa bið eftir stuðningi.“

Skipin ekki að fá neitt af loðnu

Loðnuvertíðinni er að ljúka er mat Alberts Sveinssonar, skipstjóra á Faxa RE, en skipin eru almennt ekki að fá neinn teljandi afla á miðunum í Breiðafirði.

Vill efla rannsóknir við skólann

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), hefur verið ráðinn rektor Háskólans á Bifröst frá og með 1. júlí næstkomandi.

Mikil snjóflóðahætta á Tröllaskaga

Mikil snjóflóðahætta er á utanverðum Tröllaskaga, eða í Fjallabyggð, að mati Veðurstofunnar, og hafa nokkur flóð þegar fallið þar.

Fundað til mðnættis

Umræðan á Alþingi um stjórnarskrárfrumvarpið fór í málþóf í gær og var þingfundi frestað á miðnætti. Þá var á annan tug þingmanna enn á mælendaskrá.

Sinubruni í Reykjavík í morgun

Tilkynnt var um sinubruna efst í Húsahverfinu í Reykjavík um klukkan hálf fimm í morgun og slökkviliðið þegar sent á staðinn.

Ekið á lögn þrátt fyrir bann

Nokkrar skemmdir uppgötvuðust á Nesjavallalögn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í gær og benda ummerki eindregið til þess að ekið hafi verið á hana. Þetta er, að því er fram kemur í tilkynningu OR, í annað skiptið á stuttum tíma sem viðlíka atvik á sér stað, en í janúar var einnig ekið á pípuna.

"Bréfberar“ keyptu bréf fyrir tugi milljarða

Kaupin sem sérstakur saksóknari hefur ákært fyrir í markaðsmisnotkunarmálinu gegn stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings banka, sem segir frá á forsíðu blaðsins, gengu þannig fyrir sig að eigin viðskipti Kaupþings, þ.e. deild innan bankans, keyptu laus hlutabréf.

Þingrof ekki í sjónmáli

Fundi Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, með þingflokksformönnum í kvöld varðandi það hvenær ljúka ætti þingi skilaði engum árangri. Það er því alls óljóst hvenær þing verður rofið.

Rafmagn komið á í Fossvogi

Nú á rafmagn að vera komið á á öll þau svæði sem urðu rafmagnslaus í biluninni nú fyrr í kvöld en hún varð í háspennustreng Orkuveitu Reykjavíkur í Fossvogi.

Rafmagnslaust í Fossvogi

Bilun kom upp í dreifikerfi Orkuveitu Reykjavíkur í kvöld og er þess vegna rafmagnslaust í Fossvogi í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur er um að ræða háspennubilun í Elliðarárstöðinni. Verið er að vinna að viðgerð og er talið að hún geti tekið allt að einni klukkustund.

Funda um þinglok

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, boðaði þingflokksformenn á fund sinn klukkan hálftíu í kvöld til þess að ræða þinglok.

Einar Ben hafði rétt fyrir sér - Ferðamenn vilja sjá Norðurljósin

Ferðamenn jafnt sem Íslendingar horfðu til himins síðastliðna nótt þegar norðurljósin skörtuðu sínu fegursta. Mikil sóknarfæri fyrir ferðmannaiðnaðinn fylgja þessari óhefðbundnu söluvöru en hátt í tuttugu þúsund ferðamenn hafa farið í norðurljósaferðir það sem af er ári.

Bændur klippa enn halann af

Algengt er að íslenskir svínabændur klippi sjálfir halann af grísum sínum. Þrátt fyrir það segir í reglugerð um aðbúnað og heilbrigði svína að aðeins megi skera halann af telji dýralæknir brýna nauðsyn til. Dýralæknir eigi að framkvæma aðgerðina.

Besta málamiðlun í Vatnsmýri útilokuð

Besta mögulega málamiðlun um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri yrði útilokuð, segir atvinnuflugmaðurinn Ómar Ragnarsson, um þá ákvörðun fjármálaráðherra að selja borginni hluta flugvallarins undir íbúabyggð. Ómar, sem er einn reyndasti flugmaður Íslendinga, varar við því í samtali við Stöð 2 að umrætt svæði verði tekið undir íbúabyggð þar sem með því yrði girt fyrir málamiðlun sem kæmi til móts við kröfur um aukna íbúðabyggð en bætti jafnframt notagildi vallarins. Ómar segir að lenging austur-vestur-brautarinnar út í sjó, svo hún verði aðalbraut vallarins, geti ein og sér stórminnkað ónæði af flugvellinum. Hann vill jafnframt að skoðað verði að leggja nýja en styttri norður-suður-braut, til að nota í hvössum norðan- og sunnanáttum, nokkurn veginn eins og hér er sýnt, með stefnu framhjá Kársnesinu til suðurs en til norðurs yfir Arnarhól. Þannig mætti leggja af bæði núverandi norður-suðurbraut og litlu brautina og losa mikið rými undir byggð en halda notagildi vallarins. Ómar segir aðalatriðið að sýna framsýni og eyðileggja ekki í fljótræði möguleika á mismunandi lausnum.

Vörukarfan í Hagkaup hækkaði um 4%

Vörukarfa ASÍ hækkaði um 4,2% í Hagkaup á einum mánuði, samkvæmt nýjustu mælingu. Vörukarfan hefur hækkað í 10 verslunum af þeim 15 sem verðlagseftirlitið heimsækir.

Varað við svifryki í Reykjavík

Styrkur svifryks (PM10) verður líklega yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík í dag, mánudaginn 18. mars. Í dag er hægur vindur, götur þurrar og engar líkur á úrkomu.

Gunnar vill samtals 10 milljónir frá Krosskonum

Gunnar Þorsteinsson, fyrrverandi forstöðumaður í Krossinum, krefst þess að talskonur Krosskvenna, Ásta Knútsdóttir og Sesselja Engilráð Barðdal, greiði honum hvor um sig greiði honum 5 milljónir króna í skaðabætur. Þá krefst hann þess að Vefpressan, útgefandi vefritsins Pressunnar greiði sér fimm milljónir vegna umfjöllunar um ásakana kvennana um kynferðisofbeldi. Lögreglan lét rannsókn á máli Gunnars niður falla svo ekki kom til ákæru.

Gotti fór bara á djammið

Ostastrákurinn Gotti, sem fjarlægður var af stalli sínum í Sundhöll Selfoss síðastliðinn mánudag, fannst í heilu lagi í íbúðarhverfi á Selfossi í gærkvöldi.

Segist hafa fengið fullt umboð fyrir öll skref

Þingmönnum var heitt í hamsi á þingi í dag þegar rætt var um fundarstjórn forseta og þurfti þingforseti að biðja þingmenn um að róa sig. 41 mál eru á dagskrá fundarins í dag þar á meðal málamiðlunartillaga formanna Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar sem hefur vakið miklum taugatitringi. Ekki síst í röðum Samfylkingarmanna.

Ekki ákveðið hvort flugbrautinni verði lokað

Formaður Framsóknarflokksins segir óæskilegt að ríkisvaldið taki þátt í að þoka Reykjavíkurflugvelli burt með því að selja hluta flugvallarins undir íbúðabyggð. Innanríkisráðherra segir ekki ákveðið hvort þriðju brautinni verði lokað. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Framtíð Reykjavíkurflugvallar var fyrsta málið sem tekið var upp þegar þing kom saman að nýu í morgun eftir helgarleyfi en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vitnaði til þess að Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra, varaformaður Samfylkingarinnar, hefði selt fyrrverandi varaformanni Samfylkingarinnar, Degi B. Eggertssyni, sem fulltrúa Reykjavíkurborgar, hluta af landi ríkisins í Vatnsmýri með það í huga að byggja þar íbúðahverfi og leggja af þriðju flugbraut vallarins. Sigmundur Davíð kvaðst ekki vita til þess að formleg ákvörðun hefði verið tekin um að leggja þá flugbraut af enda gengdi hún ákveðnu öryggishlutverki. Ástæða væri fyrir því að flugbrautin væri þarna og æskilegt væri að flugvöllurinn væri sem öruggastur. "Og jafnframt þá að það sé óæskilegt að ríkið sé að taka þátt í einhverskonar þrýstingi um það að reyna smátt og smátt að þoka flugvellinum burt með því að byggja alveg upp að honum," sagði Sigmundur Davíð. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kvaðst hafa gagnrýnt samkomulagið og sagði það misráðið. "Því þetta er komið undir því hvort tiltekinni flugbraut verði lokað og það mál hefur ekki verið til lykta leitt," sagði Ögmundur. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, kvaðst ráða af orðum innanríkisráðherrans að fjármálaráðherra og formaður borgarráð hefðu farið fram úr sjálfum sér með undirritun samkomulagsins. Hann spurði hvort samningurinn væri eitthvað meira en viljayfirlýsing tiltekinna stjórnmálamanna úr Samfylkinguinni.

Ritun byggðasögunnar ekki lokið eftir 33 ár

"Við höfum ekki nákvæma stöðu á verkefninu í dag en mér skilst að upphæðin sé komin hátt í 50 milljónir króna. Sparisjóður Strandamanna tekur á sig hluta af því en stór hluti skuldarinnar eru vextir.“

Bókanir ekki skilyrði fyrir baði

Þótt mælst sé til þess að gestir Bláa lónsins bóki heimsókn þangað fyrirfram þegar bókunarvélin verður komin í loftið er enn hægt að fara þangað óbókaður. Þetta segir í orðsendingu frá Bláa lóninu vegna fréttar í Fréttablaðinu og á Vísi í dag um nýtt bókunarkerfi.

Leifur heppni í norðurljósunum

Stjörnuhimininn yfir Íslandi var sérstaklega glæsilegur í gærkvöldi þegar norðurljósin dönsuðu fyrir landsmenn eins og þeim einum er lagið.

Gassprenging á Vegamótum

Gassprenging varð á veitingahúsinu Vegamótum á Vegamótastíg í Reykjavík í morgun þegar gaskútur sprakk. Töluverðar skemmdir urðu í eldhúsi staðarins en enginn slasaðist og enginn eldur varð. Slökkviliðið hefur lokið störfum.

Vilhjálmur Egilsson verður rektor á Bifröst

Vilhjálmur Egilsson hefur verið ráðinn rektor Háskólans á Bifröst frá 1. júlí næstkomandi og mun láta af störfum sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vilhjálmur hefur verið framkvæmdastjóri SA frá 15. mars 2006 eða í 7 ár.

Sjá næstu 50 fréttir