Innlent

Stjórnarskrármálið af dagskrá - "hringleikahús fáránleikans"

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir
Stjórnarskrármálið var tekið af dagskrá þingsins um kvöldmatarleytið í kvöld en þingflokksformenn og forseti Alþingis náðu samkomulagi um það á fundi í kvöld.

Þingfundur hófst klukkan 20 í kvöld þar sem önnur mál hafa verið tekin fyrir. Nú fer fram önnur umræða um lokafjárlög árið 2011.

Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, segir að hún hafi ekki orðið var við neitt samkomulag. Í bréfi til forseta, yfirstjórnar þingsins og annarra þingmanna, segist hún þingmenn Hreyfingarinnar óbundna af samkomulaginu, vegna þess að ekki hafi verið rætt um málið við hana.

Hún segir að eina ástæða þess að hún hafi tekið eftir því að þetta samkomulag hafi náðst sé vegna þessð hún var með „kveikt á þingsjónvarpinu til að fylgjast með hringleikahúsi fáránleikans."

Samkvæmt dagskrá þingsins átti því að ljúka á föstudaginn í síðustu viku. Enn er óljóst hvenær þing verður rofið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×