Fleiri fréttir Samstarf Tollstjóra og Gæslunnar Tollstjóra og Landhelgisgæslan hafa gert með sér samstarfssamning, sem meðal annars nær til samnýtingar á tækjabúnaði, samstarf á vettvangi og sameiginlegra eftirlitsverkefna. 16.12.2009 10:02 Átján í prófkjöri sjálfstæðismanna Framboðsfrestur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna 2010 rann út í gær. Alls bárust 18 framboð, þar á meðal frá öllum sitjandi borgarfulltrúum flokksins nema Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, á skrifstofu flokksins í Valhöll áður en fresturinn rann út. 16.12.2009 09:49 Rúm 6% borgarbúa kusu Netkosningu um forgangsröðun fjármuna til nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í hverfum Reykjavíkurborgar er lokið. Alls kusu 5876 Reykvíkingar í netkosningunni eða 6,2% kosningabærra sem voru allir Reykvíkingar á 16. aldursári og eldri, að fram kemur í tilkynningu. Borgarstjóri er ánægður með þátttökuna. 16.12.2009 09:20 Fjáraukalög samþykkt Fjáraukalög fyrir þetta ár voru samþykkt á Alþingi í gærkvöldi með 29 atkvæðum stjórnarliða, en 20 stjórnarandstæðingar sátu hjá. Þeir gagnrýndu meðal annars að enn ríkti óvissa um tekjuhlið frumvarpsins sem gerir ráð fyrir 158 milljarða halla á ríkissjóði í ár. 16.12.2009 07:20 Mótmæla sameiningu ráðuneyta Landssamtök sauðfjárbænda og Landssamband smábátaeigenda mótmæla bæði fyrirhugaðri sameiningu landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytis og iðnaðarráðuneytisins í eitt atvinnuvegaráðuneyti. 16.12.2009 07:16 Ryk hreinsað af götum borgarinnar Vatnsbílar og götusópar voru í nótt notaðir til að hreinsa ryk af nokkrum götum í höfuðborginni, þar sem umferð er hvað mest á daginn. Þetta var gert til að draga úr svifryksmengun, en áfram er spáð þurru og kyrru veðri. 16.12.2009 07:14 Fíkniefnamál á Akureyri Lögreglan á Akureyri fann í gærkvöldi 120 grömm af hassi og smáræði af hvítu efni, auk kannabisplöntu og fræja, þegar hún gerði húsleit hjá manni um tvítugt. 16.12.2009 07:11 Bíræfið gjaldeyrisrán við Súðarvog Tveir grímuklæddir menn rændu í gærkvöldi um það bil tíu þúsund evrum, eða tæpum tveimur milljónum króna, af manni þegar maðurinn taldi sig vera að fara að selja evrurnar á svörtum markaði. 16.12.2009 07:03 Yrði svartur blettur á stéttinni „Þetta er mjög slæmt mál og við vonum að þessi einstaklingur finnist sem fyrst, hvort sem hann er löglegur í stéttinni eða ekki. Samkvæmt lýsingu lögreglu liggur fullt af mönnum undir grun.“ 16.12.2009 06:00 Brotið á Klæðningu Héraðsdómur Reykjaness hefur fellt úr gildi árangurslaus fjárnám sem gerð voru hjá Klæðningu að kvöldi 12. október síðastliðinn. Fjárnámin voru alls 24 og hafa sextán þeirra þegar verið úrskurðuð ólögmæt vegna vinnubragða sýslumannsfulltrúans sem þau framkvæmdi. 16.12.2009 06:00 Hækka framfærslustyrki um tíu þúsund „Við verðum að ýta undir dugnaðinn og metnaðinn sem einkennir þjóðarsálina," sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri í gær við aðra umræðu um frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. 16.12.2009 06:00 Segist starfa fyrir mann Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Catalina Mikue Ncogo sæti áfram gæsluvarðhaldi og einangrun til 22. desember. 16.12.2009 06:00 Stjórnskipulag LSH skorið upp Haldnir hafa verið fjórir sérstakir sparnaðarfundir á hinum ýmsu deildum Landspítalans að undanförnu. 16.12.2009 05:45 Útkoman ræðst á morgun Connie Hedegård, forseti loftslagsráðstefnunnar, þykir hafa haldið vel á spilum þegar hún náði samkomulagi um vinnuáætlun næstu daga. Afríkuríkin höfðu uppi mikla gagnrýni og Connie var sökuð um að draga taum iðnríkjanna. Hún fullvissaði þó alla um að ekkert yrði ákveðið fyrr en á föstudag og eru flestir sammála um að hún hafi staðið sig vel. 16.12.2009 05:45 Hvít jól á Norður- og Austurlandi Útlit er fyrir hvít jól á Norður- og Austurlandi, að sögn Óla Þórs Árnasonar veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Óljósara er hvernig veður íbúar Suður- og Vesturlands hreppa, hvort jólin þar verði hvít eða rauð. Óli Þór segir líta út fyrir að lægð verði undir landinu á Þorláksmessu eða jafnvel á aðfangadag, henni fylgi úrkoma sem erfitt sé að fullyrða sem sakir standa hvort það verði snjór eða rigning. Helmingslíkur eru því á hvítum jólum á höfuðborgarsvæðinu nú þegar átta dagar eru til jóla. 16.12.2009 05:30 Nokkurra daga vinna enn eftir Annarri umræðu um fjárlagafrumvarpið lauk á Alþingi í gær og gengur það á ný til fjárlaganefndar. 16.12.2009 05:15 Helmingi fleiri þiggja aðstoð Jólaúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands hefur sett af stað símasöfnun sem fer fram með SMS-skilaboðum. 16.12.2009 05:00 Geir og Ingibjörg veiti skrifleg álit Utanríkismálanefnd Alþingis ákvað á fundi um Icesave-málið í gær að óska eftir því að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, geri nefndinni skriflega grein fyrir viðhorfum sínum til forsenda Brussel-viðmiðanna svokölluðu, sem og til misræmis í túlkun forsætisráðherra Íslands og Bretlands á tilteknum efnisatriðum málsins. 16.12.2009 04:30 Geislasteinarnir gufaðir upp Rannsókn lögreglunnar á Eskifirði á innbroti og þjófnaði úr steinasafninu á Teigarhorni við Djúpavog hefur engum árangri skilað. Um 500 geislasteinum var stolið úr safninu um miðjan október að verðmæti fimmtán til tuttugu milljónir króna. 16.12.2009 04:30 Milljarður frá ríki til samtaka bænda Bændasamtökin fá samkvæmt fjárlagafrumvarpi tæpan milljarð króna í tekjur frá ríkissjóði, annars vegar vegna samnings við ríkið og hins vegar vegna sjóða sem samtökin reka í umboði ríkisins og fá tekjur af gjöldum sem bændum er skylt að greiða samkvæmt lögum. 16.12.2009 04:15 Friðjón Þórðarson látinn Friðjón Þórðarson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, lést í fyrradag, 86 ára. Friðjón var þingmaður Dalasýslu frá 1956 til 1959 og sat samfellt á Alþingi sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Vesturlandskjördæmi frá 1967 til 1991. Hann var dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen frá febrúar 1980 þar til í maí 1983. 16.12.2009 04:00 Skaðabótamál ríkisins yrðu ekki síst táknræn Mögulegar málsóknir á hendur þeim sem sýna má fram á að hafi valdið ríkinu og almenningi fjárhagslegu tjóni með athöfnum sínum í aðdraganda bankahrunsins yrðu ekki síst táknræns eðlis. 16.12.2009 03:45 Fá fimm vikur til að bjarga fjármálunum „Við höfum veitt bæjarstjórn Álftaness frest til 20. janúar næstkomandi til að koma fjármálum sveitarfélagsins á réttan kjöl,“ segir Kristján L. Möller sveitarstjórnarráðherra. 16.12.2009 03:45 Evrópusambandið hvetur til 30 prósenta samdráttar „Hvernig er hægt að hafa mismunandi samninga um útblástur í þróuðu ríkjunum sem stýrast af pólitík?“ Svo spurði Stavros Dimas, framkvæmdastjóri umhverfismála hjá Evrópusambandinu, á blaðamannafundi í gær. Það duldist engum að hann beindi spjótum sínum að Bandaríkjunum og hann fórnaði höndum um leið og dæsti. Slík þreytumerki eru farin að sjást á ýmsum fulltrúum hér, en allt er enn á huldu með samninga. 16.12.2009 03:30 Maðurinn laus úr öndunarvél Maðurinn sem slasaðist alvarlega þegar hann féll niður í húsgrunn við sumarbústað í nágrenni Flúða var fluttur af gjörgæslu og á almenna deild á Landspítala í gær, að sögn sérfræðings á spítalanum. 16.12.2009 03:15 Ekki löglegt að birta öll nöfnin Ólafur Elíasson, einn forsvarsmanna In Defence hópsins, segir að fólki verði gefinn kostur á því að kanna hvort einhver hafi skráð kennitölu þeirra án heimildar undir netáskorun samtakanna til forseta Íslands um að synja IceSave lögum staðfestingar. Enn sé þó eftir að útfæra hvernig það verði gert. Nú er einungis hægt að sjá á vefsíðunni nöfn þeirra hundrað manna sem síðast skráðu sig. 16.12.2009 03:00 Samanburður nýju íbúðunum í óhag Húsaleiga í nýjum íbúðum sem velferðarsvið Reykjavíkurborgar býður eldri borgurum til leigu er rúmlega 150 prósentum hærri en í ódýrustu þjónustuíbúðunum sem borgin leigir út. 16.12.2009 02:45 Áréttaði ákvörðunarvald bankans Í Umsátrinu, bók Styrmis Gunnarssonar um hrun efnahagskerfisins, segir frá skiptum skoðunum í Seðlabanka Íslands og hjá AGS varðandi stefnu í peningamálum og æskilegt stýrivaxtastig, en sjóðurinn hafi viljað halda hærra vaxtastigi. Bein afskipti forstjóra AGS af vaxtamálum seint í janúar segir Styrmir hafa komið í kjölfar tveggja tíma langs „harðs“ símtals milli Davíðs Oddssonar, sem þá var seðlabankastjóri og Marks Flanagan, yfirmanns sendinefndar AGS. 16.12.2009 02:30 Barnaklámsmaður ákærður Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á sjötugsaldri fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að hafa barnaklám í vörslum sínum. 16.12.2009 02:30 Borgin niðurgreiði íbúðir fyrir aldraða Leiguverð á nýjum þjónustuíbúðum fyrir aldraða í Reykjavík er allt of hátt, og fullkomlega eðlilegt að borgin niðurgreiði leigu fyrir þennan hóp, segir Helgi K. Hjálmarsson, formaður Landssambands eldri borgara. 16.12.2009 02:30 Lækkar fram á þarnæsta ár Vísitala mun að öllum líkindum hækka um 0,6 prósentustig í desember og verðbólga fara úr 8,6 í 7,7 prósent í mánuðinum, samkvæmt nýjustu verðbólguspá Greiningar Íslandsbanka. Gangi þetta eftir hefur verðbólga ekki verið lægri síðan í kringum mars í fyrra. 16.12.2009 02:15 Bandaríkin segjast ekki munu gefa meira eftir Bandaríkin áréttuðu enn í gær afstöðu sína í loftslagsmálum og að þau ætluðu ekki að ganga lengra en lýst hefur verið yfir í samdrætti útblásturs. Eiga í viðræðum við Kína. Skotin ganga á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. 16.12.2009 02:00 Safna saman útflytjendum viðskipti Skráning í Útflytjendahandbókina, Iceland Trade Directory, hefur staðið yfir undanfarið og eru allir þeir sem stunda viðskipti við útlönd hvattir til að nýta sér þessa leið til kynningar á erlendum mörkuðum. 16.12.2009 01:45 Andvíg sameiningu ráðuneyta Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda mótmælir fyrirhugaðri sameiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis og iðnaðarráðuneytis. Tvær ástæður búa að baki, segir í ályktun. 16.12.2009 01:30 Þorgerður enn á sömu skoðun „Ég er enn algjörlega á því að menn eigi að athuga þetta,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 16.12.2009 01:15 Landspítalinn naut ekki útgjaldaþenslu Landspítalinn hefur setið eftir í fjárveitingum borið saman við þróun heildarútgjalda til annarrar heilbrigðisþjónustu í landinu á undanförnum árum. Framlög til Landspítalans hafa dregist saman um þrjú prósent frá árinu 2001, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Á sama tíma hækkaði framlag til heilbrigðismála í heild, reiknað án Landspítalans, um tæp sextán prósent. 16.12.2009 01:15 Afli minnkar nokkuð milli ára sjávarútvegur Sjávarafli í síðasta mánuði var 85.690 tonn samanborið við 117.837 tonn í sama mánuði árið 2008. Botnfiskafli dróst saman um 3.600 tonn frá nóvember 2008 og nam tæpum 37.600 tonnum. Þar af nam þorskaflinn rúmum 16.200 tonnum, sem er um 1.000 tonnum meira en árið áður. 16.12.2009 01:00 Gera ráð fyrir 220 störfum vegna gagnavers Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra Samfylkingarinnar, lagði fram frumvarp um heimildir til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ við Verner holdings á Alþingi í kvöld. 15.12.2009 21:36 ESB og Íslands ræða um losun gróðurhúsalofttegunda Ráðherraráð Evrópusambandsins ákvað í dag að ganga til samninga við Ísland um fulla þátttöku Íslands í aðgerðum Evrópusambandsins til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eftir 2012. 15.12.2009 18:59 Málefni Álftaness rædd á ríkisstjórnarfundi Kristján Möller, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, segir að sveitarfélagið Álftanes fái frest fram í janúar til að reyna að greiða úr slæmum fjármálum. 15.12.2009 18:49 Ískyggileg fækkun barnafólks í Skaftafellssýslum Börnum og barnafjölskyldum í sveitunum frá Mýrdalssandi og til Hornafjarðarfljóts hefur fækkað svo ískyggilega á undanförnum árum að íbúar þar spyrja sig hvort heilsársbyggð muni leggjast af. Stöð 2 byrjar nú fréttaröð þar sem þessi þróun mála er skoðuð og spurt hvaða tækfæri eru til endurreisnar. 15.12.2009 18:53 100 fjölskyldur fá gefins hamborgarhrygg Hjónin Benedikt Eyjólfsson og Margrét Beta Gunnarsdóttir, eigendur fyrirtækisins Bílabúð Benna, afhentu í morgun 100 hamborgarhryggi til sameiginlegrar jólaaðstoðar Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Hjálparstarfs kirkjunnar og Reykjavíkurdeildar RKÍ. 15.12.2009 17:43 Göturnar í Reykjavík þvegnar í nótt Í nótt verða nokkrar götur í Reykjavík þvegnar og sópaðar. Er það gert til að minnka líkur á svifryksmengun næstu daga en spáð er hægum vindi og þurrviðri í vikunni. Vatnsbíll mun úða saltpækli á götuna og götusópur fylgir í kjölfarið til að ná upp rykinu sem spænst hefur upp að undanförnu. 15.12.2009 17:41 Vegfarendur björguðu nautgripum og kindum úr brennandi fjárhúsi Tveir eldsvoðar urðu í síðustu viku á Vestfjörðum sanmkvæmt lögregunni. Á þriðjudeginum 8. desember kom upp eldur á bænum Neðri-Tungu í Örlygshöfn, þar var eldur í verkstæðisskúr og gömlu mjólkurhúsi. Húsin eru sambyggð hlöðu, fjósi og fjárhúsi. 15.12.2009 17:22 Ríflega helmingur borgarbúa ánægðir með störf Hönnu Birnu Ríflega helmingur borgarbúa eru ánægðir með störf Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra Reykjavíkur, samkvæmt könnun sem Sjálfstæðisflokkurinn lét Capacent Gallup gera fyrir sig. 15.12.2009 17:12 Sjá næstu 50 fréttir
Samstarf Tollstjóra og Gæslunnar Tollstjóra og Landhelgisgæslan hafa gert með sér samstarfssamning, sem meðal annars nær til samnýtingar á tækjabúnaði, samstarf á vettvangi og sameiginlegra eftirlitsverkefna. 16.12.2009 10:02
Átján í prófkjöri sjálfstæðismanna Framboðsfrestur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna 2010 rann út í gær. Alls bárust 18 framboð, þar á meðal frá öllum sitjandi borgarfulltrúum flokksins nema Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, á skrifstofu flokksins í Valhöll áður en fresturinn rann út. 16.12.2009 09:49
Rúm 6% borgarbúa kusu Netkosningu um forgangsröðun fjármuna til nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í hverfum Reykjavíkurborgar er lokið. Alls kusu 5876 Reykvíkingar í netkosningunni eða 6,2% kosningabærra sem voru allir Reykvíkingar á 16. aldursári og eldri, að fram kemur í tilkynningu. Borgarstjóri er ánægður með þátttökuna. 16.12.2009 09:20
Fjáraukalög samþykkt Fjáraukalög fyrir þetta ár voru samþykkt á Alþingi í gærkvöldi með 29 atkvæðum stjórnarliða, en 20 stjórnarandstæðingar sátu hjá. Þeir gagnrýndu meðal annars að enn ríkti óvissa um tekjuhlið frumvarpsins sem gerir ráð fyrir 158 milljarða halla á ríkissjóði í ár. 16.12.2009 07:20
Mótmæla sameiningu ráðuneyta Landssamtök sauðfjárbænda og Landssamband smábátaeigenda mótmæla bæði fyrirhugaðri sameiningu landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytis og iðnaðarráðuneytisins í eitt atvinnuvegaráðuneyti. 16.12.2009 07:16
Ryk hreinsað af götum borgarinnar Vatnsbílar og götusópar voru í nótt notaðir til að hreinsa ryk af nokkrum götum í höfuðborginni, þar sem umferð er hvað mest á daginn. Þetta var gert til að draga úr svifryksmengun, en áfram er spáð þurru og kyrru veðri. 16.12.2009 07:14
Fíkniefnamál á Akureyri Lögreglan á Akureyri fann í gærkvöldi 120 grömm af hassi og smáræði af hvítu efni, auk kannabisplöntu og fræja, þegar hún gerði húsleit hjá manni um tvítugt. 16.12.2009 07:11
Bíræfið gjaldeyrisrán við Súðarvog Tveir grímuklæddir menn rændu í gærkvöldi um það bil tíu þúsund evrum, eða tæpum tveimur milljónum króna, af manni þegar maðurinn taldi sig vera að fara að selja evrurnar á svörtum markaði. 16.12.2009 07:03
Yrði svartur blettur á stéttinni „Þetta er mjög slæmt mál og við vonum að þessi einstaklingur finnist sem fyrst, hvort sem hann er löglegur í stéttinni eða ekki. Samkvæmt lýsingu lögreglu liggur fullt af mönnum undir grun.“ 16.12.2009 06:00
Brotið á Klæðningu Héraðsdómur Reykjaness hefur fellt úr gildi árangurslaus fjárnám sem gerð voru hjá Klæðningu að kvöldi 12. október síðastliðinn. Fjárnámin voru alls 24 og hafa sextán þeirra þegar verið úrskurðuð ólögmæt vegna vinnubragða sýslumannsfulltrúans sem þau framkvæmdi. 16.12.2009 06:00
Hækka framfærslustyrki um tíu þúsund „Við verðum að ýta undir dugnaðinn og metnaðinn sem einkennir þjóðarsálina," sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri í gær við aðra umræðu um frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. 16.12.2009 06:00
Segist starfa fyrir mann Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Catalina Mikue Ncogo sæti áfram gæsluvarðhaldi og einangrun til 22. desember. 16.12.2009 06:00
Stjórnskipulag LSH skorið upp Haldnir hafa verið fjórir sérstakir sparnaðarfundir á hinum ýmsu deildum Landspítalans að undanförnu. 16.12.2009 05:45
Útkoman ræðst á morgun Connie Hedegård, forseti loftslagsráðstefnunnar, þykir hafa haldið vel á spilum þegar hún náði samkomulagi um vinnuáætlun næstu daga. Afríkuríkin höfðu uppi mikla gagnrýni og Connie var sökuð um að draga taum iðnríkjanna. Hún fullvissaði þó alla um að ekkert yrði ákveðið fyrr en á föstudag og eru flestir sammála um að hún hafi staðið sig vel. 16.12.2009 05:45
Hvít jól á Norður- og Austurlandi Útlit er fyrir hvít jól á Norður- og Austurlandi, að sögn Óla Þórs Árnasonar veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Óljósara er hvernig veður íbúar Suður- og Vesturlands hreppa, hvort jólin þar verði hvít eða rauð. Óli Þór segir líta út fyrir að lægð verði undir landinu á Þorláksmessu eða jafnvel á aðfangadag, henni fylgi úrkoma sem erfitt sé að fullyrða sem sakir standa hvort það verði snjór eða rigning. Helmingslíkur eru því á hvítum jólum á höfuðborgarsvæðinu nú þegar átta dagar eru til jóla. 16.12.2009 05:30
Nokkurra daga vinna enn eftir Annarri umræðu um fjárlagafrumvarpið lauk á Alþingi í gær og gengur það á ný til fjárlaganefndar. 16.12.2009 05:15
Helmingi fleiri þiggja aðstoð Jólaúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands hefur sett af stað símasöfnun sem fer fram með SMS-skilaboðum. 16.12.2009 05:00
Geir og Ingibjörg veiti skrifleg álit Utanríkismálanefnd Alþingis ákvað á fundi um Icesave-málið í gær að óska eftir því að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, geri nefndinni skriflega grein fyrir viðhorfum sínum til forsenda Brussel-viðmiðanna svokölluðu, sem og til misræmis í túlkun forsætisráðherra Íslands og Bretlands á tilteknum efnisatriðum málsins. 16.12.2009 04:30
Geislasteinarnir gufaðir upp Rannsókn lögreglunnar á Eskifirði á innbroti og þjófnaði úr steinasafninu á Teigarhorni við Djúpavog hefur engum árangri skilað. Um 500 geislasteinum var stolið úr safninu um miðjan október að verðmæti fimmtán til tuttugu milljónir króna. 16.12.2009 04:30
Milljarður frá ríki til samtaka bænda Bændasamtökin fá samkvæmt fjárlagafrumvarpi tæpan milljarð króna í tekjur frá ríkissjóði, annars vegar vegna samnings við ríkið og hins vegar vegna sjóða sem samtökin reka í umboði ríkisins og fá tekjur af gjöldum sem bændum er skylt að greiða samkvæmt lögum. 16.12.2009 04:15
Friðjón Þórðarson látinn Friðjón Þórðarson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, lést í fyrradag, 86 ára. Friðjón var þingmaður Dalasýslu frá 1956 til 1959 og sat samfellt á Alþingi sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Vesturlandskjördæmi frá 1967 til 1991. Hann var dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen frá febrúar 1980 þar til í maí 1983. 16.12.2009 04:00
Skaðabótamál ríkisins yrðu ekki síst táknræn Mögulegar málsóknir á hendur þeim sem sýna má fram á að hafi valdið ríkinu og almenningi fjárhagslegu tjóni með athöfnum sínum í aðdraganda bankahrunsins yrðu ekki síst táknræns eðlis. 16.12.2009 03:45
Fá fimm vikur til að bjarga fjármálunum „Við höfum veitt bæjarstjórn Álftaness frest til 20. janúar næstkomandi til að koma fjármálum sveitarfélagsins á réttan kjöl,“ segir Kristján L. Möller sveitarstjórnarráðherra. 16.12.2009 03:45
Evrópusambandið hvetur til 30 prósenta samdráttar „Hvernig er hægt að hafa mismunandi samninga um útblástur í þróuðu ríkjunum sem stýrast af pólitík?“ Svo spurði Stavros Dimas, framkvæmdastjóri umhverfismála hjá Evrópusambandinu, á blaðamannafundi í gær. Það duldist engum að hann beindi spjótum sínum að Bandaríkjunum og hann fórnaði höndum um leið og dæsti. Slík þreytumerki eru farin að sjást á ýmsum fulltrúum hér, en allt er enn á huldu með samninga. 16.12.2009 03:30
Maðurinn laus úr öndunarvél Maðurinn sem slasaðist alvarlega þegar hann féll niður í húsgrunn við sumarbústað í nágrenni Flúða var fluttur af gjörgæslu og á almenna deild á Landspítala í gær, að sögn sérfræðings á spítalanum. 16.12.2009 03:15
Ekki löglegt að birta öll nöfnin Ólafur Elíasson, einn forsvarsmanna In Defence hópsins, segir að fólki verði gefinn kostur á því að kanna hvort einhver hafi skráð kennitölu þeirra án heimildar undir netáskorun samtakanna til forseta Íslands um að synja IceSave lögum staðfestingar. Enn sé þó eftir að útfæra hvernig það verði gert. Nú er einungis hægt að sjá á vefsíðunni nöfn þeirra hundrað manna sem síðast skráðu sig. 16.12.2009 03:00
Samanburður nýju íbúðunum í óhag Húsaleiga í nýjum íbúðum sem velferðarsvið Reykjavíkurborgar býður eldri borgurum til leigu er rúmlega 150 prósentum hærri en í ódýrustu þjónustuíbúðunum sem borgin leigir út. 16.12.2009 02:45
Áréttaði ákvörðunarvald bankans Í Umsátrinu, bók Styrmis Gunnarssonar um hrun efnahagskerfisins, segir frá skiptum skoðunum í Seðlabanka Íslands og hjá AGS varðandi stefnu í peningamálum og æskilegt stýrivaxtastig, en sjóðurinn hafi viljað halda hærra vaxtastigi. Bein afskipti forstjóra AGS af vaxtamálum seint í janúar segir Styrmir hafa komið í kjölfar tveggja tíma langs „harðs“ símtals milli Davíðs Oddssonar, sem þá var seðlabankastjóri og Marks Flanagan, yfirmanns sendinefndar AGS. 16.12.2009 02:30
Barnaklámsmaður ákærður Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á sjötugsaldri fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að hafa barnaklám í vörslum sínum. 16.12.2009 02:30
Borgin niðurgreiði íbúðir fyrir aldraða Leiguverð á nýjum þjónustuíbúðum fyrir aldraða í Reykjavík er allt of hátt, og fullkomlega eðlilegt að borgin niðurgreiði leigu fyrir þennan hóp, segir Helgi K. Hjálmarsson, formaður Landssambands eldri borgara. 16.12.2009 02:30
Lækkar fram á þarnæsta ár Vísitala mun að öllum líkindum hækka um 0,6 prósentustig í desember og verðbólga fara úr 8,6 í 7,7 prósent í mánuðinum, samkvæmt nýjustu verðbólguspá Greiningar Íslandsbanka. Gangi þetta eftir hefur verðbólga ekki verið lægri síðan í kringum mars í fyrra. 16.12.2009 02:15
Bandaríkin segjast ekki munu gefa meira eftir Bandaríkin áréttuðu enn í gær afstöðu sína í loftslagsmálum og að þau ætluðu ekki að ganga lengra en lýst hefur verið yfir í samdrætti útblásturs. Eiga í viðræðum við Kína. Skotin ganga á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. 16.12.2009 02:00
Safna saman útflytjendum viðskipti Skráning í Útflytjendahandbókina, Iceland Trade Directory, hefur staðið yfir undanfarið og eru allir þeir sem stunda viðskipti við útlönd hvattir til að nýta sér þessa leið til kynningar á erlendum mörkuðum. 16.12.2009 01:45
Andvíg sameiningu ráðuneyta Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda mótmælir fyrirhugaðri sameiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis og iðnaðarráðuneytis. Tvær ástæður búa að baki, segir í ályktun. 16.12.2009 01:30
Þorgerður enn á sömu skoðun „Ég er enn algjörlega á því að menn eigi að athuga þetta,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 16.12.2009 01:15
Landspítalinn naut ekki útgjaldaþenslu Landspítalinn hefur setið eftir í fjárveitingum borið saman við þróun heildarútgjalda til annarrar heilbrigðisþjónustu í landinu á undanförnum árum. Framlög til Landspítalans hafa dregist saman um þrjú prósent frá árinu 2001, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Á sama tíma hækkaði framlag til heilbrigðismála í heild, reiknað án Landspítalans, um tæp sextán prósent. 16.12.2009 01:15
Afli minnkar nokkuð milli ára sjávarútvegur Sjávarafli í síðasta mánuði var 85.690 tonn samanborið við 117.837 tonn í sama mánuði árið 2008. Botnfiskafli dróst saman um 3.600 tonn frá nóvember 2008 og nam tæpum 37.600 tonnum. Þar af nam þorskaflinn rúmum 16.200 tonnum, sem er um 1.000 tonnum meira en árið áður. 16.12.2009 01:00
Gera ráð fyrir 220 störfum vegna gagnavers Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra Samfylkingarinnar, lagði fram frumvarp um heimildir til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ við Verner holdings á Alþingi í kvöld. 15.12.2009 21:36
ESB og Íslands ræða um losun gróðurhúsalofttegunda Ráðherraráð Evrópusambandsins ákvað í dag að ganga til samninga við Ísland um fulla þátttöku Íslands í aðgerðum Evrópusambandsins til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eftir 2012. 15.12.2009 18:59
Málefni Álftaness rædd á ríkisstjórnarfundi Kristján Möller, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, segir að sveitarfélagið Álftanes fái frest fram í janúar til að reyna að greiða úr slæmum fjármálum. 15.12.2009 18:49
Ískyggileg fækkun barnafólks í Skaftafellssýslum Börnum og barnafjölskyldum í sveitunum frá Mýrdalssandi og til Hornafjarðarfljóts hefur fækkað svo ískyggilega á undanförnum árum að íbúar þar spyrja sig hvort heilsársbyggð muni leggjast af. Stöð 2 byrjar nú fréttaröð þar sem þessi þróun mála er skoðuð og spurt hvaða tækfæri eru til endurreisnar. 15.12.2009 18:53
100 fjölskyldur fá gefins hamborgarhrygg Hjónin Benedikt Eyjólfsson og Margrét Beta Gunnarsdóttir, eigendur fyrirtækisins Bílabúð Benna, afhentu í morgun 100 hamborgarhryggi til sameiginlegrar jólaaðstoðar Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Hjálparstarfs kirkjunnar og Reykjavíkurdeildar RKÍ. 15.12.2009 17:43
Göturnar í Reykjavík þvegnar í nótt Í nótt verða nokkrar götur í Reykjavík þvegnar og sópaðar. Er það gert til að minnka líkur á svifryksmengun næstu daga en spáð er hægum vindi og þurrviðri í vikunni. Vatnsbíll mun úða saltpækli á götuna og götusópur fylgir í kjölfarið til að ná upp rykinu sem spænst hefur upp að undanförnu. 15.12.2009 17:41
Vegfarendur björguðu nautgripum og kindum úr brennandi fjárhúsi Tveir eldsvoðar urðu í síðustu viku á Vestfjörðum sanmkvæmt lögregunni. Á þriðjudeginum 8. desember kom upp eldur á bænum Neðri-Tungu í Örlygshöfn, þar var eldur í verkstæðisskúr og gömlu mjólkurhúsi. Húsin eru sambyggð hlöðu, fjósi og fjárhúsi. 15.12.2009 17:22
Ríflega helmingur borgarbúa ánægðir með störf Hönnu Birnu Ríflega helmingur borgarbúa eru ánægðir með störf Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra Reykjavíkur, samkvæmt könnun sem Sjálfstæðisflokkurinn lét Capacent Gallup gera fyrir sig. 15.12.2009 17:12