Innlent

Mótmæla sameiningu ráðuneyta

Fáum dylst fegurð íslensku sauðkindarinnar.
Fáum dylst fegurð íslensku sauðkindarinnar. MYND/Bæjarins besta

Landssamtök sauðfjárbænda og Landssamband smábátaeigenda mótmæla bæði fyrirhugaðri sameiningu landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytis og iðnaðarráðuneytisins í eitt atvinnuvegaráðuneyti. Sauðfjárbændur telja óráðlegt að ráðast í það núna, þegar stjórnvöld eru að sækja um aðild að Evrópusambandinu og starfsmenn ráðuneytanna þurfi að einbeita sér að væntanlegum samningaviðræðum, en ekki samruna ráðuneyta. Smábátasjómenn taka í sama streng og telja að sameiningin þjóni hagsmunum þjóðarinnar hvorki inn á við né út á við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×