Innlent

Áréttaði ákvörðunarvald bankans

Davíð Oddsson
Davíð Oddsson

Í Umsátrinu, bók Styrmis Gunnarssonar um hrun efnahagskerfisins, segir frá skiptum skoðunum í Seðlabanka Íslands og hjá AGS varðandi stefnu í peningamálum og æskilegt stýrivaxtastig, en sjóðurinn hafi viljað halda hærra vaxtastigi. Bein afskipti forstjóra AGS af vaxtamálum seint í janúar segir Styrmir hafa komið í kjölfar tveggja tíma langs „harðs“ símtals milli Davíðs Oddssonar, sem þá var seðlabankastjóri og Marks Flanagan, yfirmanns sendinefndar AGS.

Á blaðamannafundi sem haldinn var í Seðlabankanum á mánudag vegna loka á viðræðulotu sendinefndarinnar vegna annarrar endurskoðunar efnahagsáætlunarinnar staðfesti Flanagan að samtalið hefði átt sér stað.

„Ef upptaka væri til þá myndi ég á henni heyrast segja í sífellu: Ég get ekki tekið þessa ákvörðun. Þú ert seðlabankastjórinn!“ sagði Flanagan á blaðamannafundinum. Hann áréttaði um leið að Seðlabankinn hafi að hans mati að lokum komist að réttri niðurstöðu í vaxtaákvörðunum sínum. Staðan hafi þó verið erfið og að mörgu að hyggja.

„En þegar allt kemur til alls er það Seðlabankinn og nú peningastefnunefnd hans, sem tekur ákvörðun um stefnu peningamála, ekki AGS. Við orðum hins vegar skoðanir okkar og til þess er líka ætlast.“

- óká

Seðalabanki Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×