Innlent

Þorgerður enn á sömu skoðun

Þorgerður K. Gunnarsdóttir
Þorgerður K. Gunnarsdóttir

„Ég er enn algjörlega á því að menn eigi að athuga þetta,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Hún krafðist þess á Alþingi á mánudag að rannsakað verði hvort gerð hafi verið árás á netáskorun InDefence-hópsins til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu.

„Það er sama hvort það eru bara fjórir eða fimm, þarna er verið að gera svona skoðanakannanir tortryggilegar. Í framtíðinni er mjög líklegt að aukin krafa verði gerð um þjóðaratkvæðagreiðslur og þá er eins gott að við kunnum til verka, og ekki síst að stofnanir stjórnarráðsins séu ekki að krukka neitt í slíku.“ - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×