Innlent

Bíræfið gjaldeyrisrán við Súðarvog

Tveir grímuklæddir menn rændu í gærkvöldi um það bil tíu þúsund evrum, eða tæpum tveimur milljónum króna, af manni þegar maðurinn taldi sig vera að fara að selja evrurnar á svörtum markaði. Hann hafði komist í samband við mennina á netinu og vildu þeir hitta hann við tiltekið hús við Súðarvog í Reykjavík til að gera út um kaupin. Þegar hann mætti þar um tíuleytið í gærkvöldi ógnuðu mennirnir honum og hurfu með peningana. Þeir eru ófundnir en málið er í rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×