Innlent

Borgin niðurgreiði íbúðir fyrir aldraða

Þjónustuíbúð Eðlilegt væri að eldri borgarar sem þurfa á þjónustuíbúðum að halda geti leigt þær á viðráðanlegu verði, segir formaður Landssambands eldri borgara.Fréttablaðið/Hörður
Þjónustuíbúð Eðlilegt væri að eldri borgarar sem þurfa á þjónustuíbúðum að halda geti leigt þær á viðráðanlegu verði, segir formaður Landssambands eldri borgara.Fréttablaðið/Hörður

Leiguverð á nýjum þjónustuíbúðum fyrir aldraða í Reykjavík er allt of hátt, og fullkomlega eðlilegt að borgin niðurgreiði leigu fyrir þennan hóp, segir Helgi K. Hjálmarsson, formaður Landssambands eldri borgara.

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur fengið til útleigu sjö þjónustuíbúðir í húsnæði Hjúkrunarfélagsins Eirar við Fróðengi. Áformað er að leiguverð í íbúðunum verði mun hærra en í öðrum íbúðum borgarinnar, eins og sjá má í meðfylgjandi töflu.

„Auðvitað eiga að vera til íbúðir á skynsamlegu verði, sem er í takt við tekjur sem eldri borgarar hafa,“ segir Helgi. Hann segir augljóst að verið sé að reikna leiguverðið út frá byggingarkostnaði á þenslutímum, sem sé algerlega fráleit aðferðafræði.

„Það segir sig sjálft að eldri borgarar hafa ekki efni á að borga á annað hundrað þúsund krónum í leigu,“ segir Helgi. Skilyrði til að fá að leigja íbúðir borgarinnar við Fróðengi er að leigjandinn eigi ekki möguleika á að kaupa íbúð eða fá búsetaíbúð.

brjann@frettabladid.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×