Innlent

Andvíg sameiningu ráðuneyta

Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda mótmælir fyrirhugaðri sameiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis og iðnaðarráðuneytis. Tvær ástæður búa að baki, segir í ályktun.

Annars vegar gegni landbúnaður og sjávarútvegur mikilvægara hlutverki en fyrr við fæðuöryggi og gjaldeyrisöflun og því þurfi að leggja meiri áherslu á málaflokkinn en hitt. Ekki boði gott að í drögum iðnaðarráðuneytisins að byggðaáætlun sé ekkert fjallað um landbúnað og lítið um sjávarútveg.

Hins vegar sé óráðlegt að ráðast í skipulagsbreytingar á sama tíma og sótt er um aðild að Evrópusambandinu. - bþs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×