Innlent

Gera ráð fyrir 220 störfum vegna gagnavers

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra.
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra.

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra Samfylkingarinnar, lagði fram frumvarp um heimildir til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ við Verner holdings á Alþingi í kvöld.

Iðnaðarráðherra sagði að fyrstu byggingar undir gagnaverið gæti verið tilbúnar árið 2010 en búist er við að verið verði komið í gagnið árið 2016. Þá verður það búið að skapa 220 störf. Þar af hundrað í uppbyggingu versins og svo munu um 100 manns starfa við rekstur þess.

Gagnaverið þarf 80 megavött af rafmagni til þess að kæla búnað gagnaversins. Meðal eiganda Verner Holdings er Novator sem aftur er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×