Innlent

Afli minnkar nokkuð milli ára

sjávarútvegur Sjávarafli í síðasta mánuði var 85.690 tonn samanborið við 117.837 tonn í sama mánuði árið 2008. Botnfiskafli dróst saman um 3.600 tonn frá nóvember 2008 og nam tæpum 37.600 tonnum. Þar af nam þorskaflinn rúmum 16.200 tonnum, sem er um 1.000 tonnum meira en árið áður.

Ýsuaflinn nam tæpum 5.300 tonnum sem er um 2.900 tonnum minni afli en í nóvember 2008.

Afli uppsjávartegunda nam tæpum 45.500 tonnum sem er 29.000 tonnum minni afli en í nóvember 2008. Skýrist sú breyting nær alfarið af minni síldarafla.

- shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×