Innlent

Friðjón Þórðarson látinn

Friðjón Þórðarson
Friðjón Þórðarson

Friðjón Þórðarson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, lést í fyrradag, 86 ára.

Friðjón var þingmaður Dalasýslu frá 1956 til 1959 og sat samfellt á Alþingi sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Vesturlandskjördæmi frá 1967 til 1991.

Hann var dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen frá febrúar 1980 þar til í maí 1983.

Friðjón var lögfræðingur að mennt og starfaði sem sýslumaður í heimahéraði sínu, Dalasýslu, frá 1955-1965 og aftur eftir að hann lét af þingmennsku, og þar til hann lét af störfum vegna aldurs árið 1993. Hann var einnig sýslumaður Snæfellinga um tíu ára skeið. Eftirlifandi eiginkona Friðjóns er Guðlaug Guðmundsdóttir. Hann eignaðist fimm börn með fyrri eiginkonu sinni, Kristínu Sigurðardóttur, sem lést árið 1989. - pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×