Innlent

Ryk hreinsað af götum borgarinnar

Vatnsbílar og götusópar voru í nótt notaðir til að hreinsa ryk af nokkrum götum í höfuðborginni, þar sem umferð er hvað mest á daginn. Þetta var gert til að draga úr svifryksmengun, en áfram er spáð þurru og kyrru veðri. Vatnsbílarnir sprautuðu saltblönduðu vatni á göturnar, til að koma í veg fyrir að hálka myndaðist, og var þetta í fyrsta sinn sem þeirri aðferð er beitt. Svifryk fór yfir heilduverndarmörk sums staðar í Reykjavík í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×