Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Auðun Georg Ólafsson og Lovísa Arnardóttir skrifa 11. júlí 2025 14:21 Jenný Kristín Valberg segir þolendur mansals marga á Íslandi. Vísir/Ívar Fannar Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, segir vændi og mansal sé algengt á Íslandi. Kaupendur séu karlmenn og algengast að þeir séu fjölskyldufeður. Þeir láti það ekki stoppa sig að konurnar séu þolendur mansals. Hún segir afar mikilvægt að mansalsþolendum sé veittur góður stuðningur. Greint var frá því fyrr í morgun að íslensk lögregluyfirvöld fundu 36 hugsanlega þolendur vændis í aðgerðunum sem voru í upphafi júnímánaðar. Nær allir þolendur eru konur og mikill meirihluti var seldur í vændi. Farið var á þriðja tug staða og gerð handahófskennd athugun á Keflavíkurflugvelli þar sem rætt var við um 250 manns. Sjá einnig: Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Jennýju var greint frá aðgerðunum á sínum tíma í júní og segir mikilvægt að lögregla sé í góðu samstarfi við alla hluteigandi aðila. „Við höfum verið í góðu samstarfi við lögreglu og höfum fengið að koma að aðgerðum áður. Það er mikilvægt að þeir aðilar sem eru að vinna að mansalsmálum séu í samstarfi við Bjarkarhlíð. Bæði erum við að safna tölulegum gögnum en við erum líka að styðja við þolendur sem er okkar hlutverk,“ segir Jenný en Bjarkarhlíð er með samning við Félags- og húsnæðismálaráðuneyti um að sinna þessum málaflokki. Hjá Bjarkarhlíð er starfandi samhæfingarfulltrúi mansalsmála sem hefur það hlutverk að styðja við þolendur mansals og sérstaklega vera til staðar þegar það eru aðgerðir eins og þessar. „Það er mikilvægt að þegar verið er að hafa samband við þolendur mansals að það sé þá einhver sem er þeirra talsmaður á svæðinu og getur hugað að félagslegum þörfum og veitt stuðning eins og Bjarkarhlíð hefur verið að gera í þessum málum. Við vitum að það geta verið mismunandi þarfir hjá ólíkum hópi fólks,“ segir Jenný. Sem dæmi þurfi eftir atvikum að hafa samband við félagsþjónustu, Útlendingastofnun, Vinnumálastofnun, til að tryggja öryggi, framfærslu og kanna stöðu einstaklinganna og vilja þeirra um hvað þeir vilja gera. Þá sé einnig í stöðunni að bjóða einstaklingum í þessari stöðu umþóttunarleyfi þar sem þau fá allt að níu mánuði til að meta aðstæður sínar og út frá því ákveða framhaldið. „Ég veit ekki hvort slíkt hafi verið gert í þessu tilfelli. Ég hef engar upplýsingar um hvaðan þetta fólk hefur verið að koma og hvaða þjónustu þeim var boðið.“ Jenný segir vitað að á Íslandi sé gríðarlega margir þolendur mansins. Það sé mikilvægt að þau fáu stuðning og sérstaklega ef þau eru þolendur vændismansals. Það sé viðkvæmasti hópurinn. Kaupa vændi þó þeir viti að konur séu þolendur mansals „Það segir sig sjálft að það þarf gríðarlega mikinn stuðning fyrir þann hóp. Ég vona að þessi aðstoð sem var veitt hafi verið sálrænn stuðningur líka og þau fengið svigrúm um að hugsa málið um næstu skref. Við fögnum því auðvitað að lögreglan er að vinna mun betur en áður í þessum málaflokki og loksins fjármagn og tími kominn til að sinna þessum málum. Það er gríðarlegt vandamál hvað mansal, bæði vinnu-, og vændismansal þar sem verið er að misbjóða fólki.“ Jenný segir um mansalið að það fari fram þar sem aðstæður eru til að stunda vændi. Það geti í raun verið hvar sem er. „Það eru opnar síður á Facebook þar sem karlmenn eru að kaupa vændi af mansalsþolendum. Það sést á þráðum sem fylgja að þeir átta sig oft á að þetta eru þolendur mansals en kaupa samt vændi af aðilum sem eru að gera aðra út. Þeir eru að gefa þessum þolendum, sem eru oftast konur eða ungar stúlkur, einkunnir og tala um þær eins og þær séu kjöt í kjötflokkum. Afmennskunin gagnvart þessum einstaklingum er gríðarlega mikil. Aftengingin gagnvart því hvað þeir eru að gera þolendum er algjör.“ Kaupendur alltaf karlmenn Hún segir algengast að þeir sem kaupi vændi séu fjölskyldufeður sem séu á leið til og frá vinnu eða á milli funda. „Kaupendur eru ekki bara erlendir aðilar sem eru hér sem ferðamenn. Þetta eru alltaf karlmenn, þær upplýsingar sem við höfum eru að kona hefur aldrei verið tekin fyrir að kaupa vændi. Það er mjög mikilvægt fyrir fólk að átta sig á því að þegar það er að kaupa vændi af mansalsþolanda, og á þá í viðskiptum við einhvern sem er að selja aðra manneskju, þá er viðkomandi orðinn gerandi í mansali.“ Jenný ítrekar að það er alvarlegur glæpur og margir eflaust geri sér ekki grein fyrir því. „Eins og staðan er núna þá hafa þessir kaupendur getað sloppið mjög auðveldlega frá refsingu með því að borga sektir og eru þá ekki nafngreindir þar sem þessi mál eru ekki dómtekin. Það væri mikill fælingarmáttur í því að kaupendur vændis væru nafngreindir.“ Fréttin hefur verið leiðrétt. Lögregla vann málið með Bjarkarhlíð og tilkynnti þeim um aðgerðirnar. Fyrst kom fram að Bjarkarhlíð hefði ekki verið tilkynnt um málið. Leiðrétt klukkan 15:09 þann 11.7.2025. Lögreglumál Mansal Vændi Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Greint var frá því fyrr í morgun að íslensk lögregluyfirvöld fundu 36 hugsanlega þolendur vændis í aðgerðunum sem voru í upphafi júnímánaðar. Nær allir þolendur eru konur og mikill meirihluti var seldur í vændi. Farið var á þriðja tug staða og gerð handahófskennd athugun á Keflavíkurflugvelli þar sem rætt var við um 250 manns. Sjá einnig: Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Jennýju var greint frá aðgerðunum á sínum tíma í júní og segir mikilvægt að lögregla sé í góðu samstarfi við alla hluteigandi aðila. „Við höfum verið í góðu samstarfi við lögreglu og höfum fengið að koma að aðgerðum áður. Það er mikilvægt að þeir aðilar sem eru að vinna að mansalsmálum séu í samstarfi við Bjarkarhlíð. Bæði erum við að safna tölulegum gögnum en við erum líka að styðja við þolendur sem er okkar hlutverk,“ segir Jenný en Bjarkarhlíð er með samning við Félags- og húsnæðismálaráðuneyti um að sinna þessum málaflokki. Hjá Bjarkarhlíð er starfandi samhæfingarfulltrúi mansalsmála sem hefur það hlutverk að styðja við þolendur mansals og sérstaklega vera til staðar þegar það eru aðgerðir eins og þessar. „Það er mikilvægt að þegar verið er að hafa samband við þolendur mansals að það sé þá einhver sem er þeirra talsmaður á svæðinu og getur hugað að félagslegum þörfum og veitt stuðning eins og Bjarkarhlíð hefur verið að gera í þessum málum. Við vitum að það geta verið mismunandi þarfir hjá ólíkum hópi fólks,“ segir Jenný. Sem dæmi þurfi eftir atvikum að hafa samband við félagsþjónustu, Útlendingastofnun, Vinnumálastofnun, til að tryggja öryggi, framfærslu og kanna stöðu einstaklinganna og vilja þeirra um hvað þeir vilja gera. Þá sé einnig í stöðunni að bjóða einstaklingum í þessari stöðu umþóttunarleyfi þar sem þau fá allt að níu mánuði til að meta aðstæður sínar og út frá því ákveða framhaldið. „Ég veit ekki hvort slíkt hafi verið gert í þessu tilfelli. Ég hef engar upplýsingar um hvaðan þetta fólk hefur verið að koma og hvaða þjónustu þeim var boðið.“ Jenný segir vitað að á Íslandi sé gríðarlega margir þolendur mansins. Það sé mikilvægt að þau fáu stuðning og sérstaklega ef þau eru þolendur vændismansals. Það sé viðkvæmasti hópurinn. Kaupa vændi þó þeir viti að konur séu þolendur mansals „Það segir sig sjálft að það þarf gríðarlega mikinn stuðning fyrir þann hóp. Ég vona að þessi aðstoð sem var veitt hafi verið sálrænn stuðningur líka og þau fengið svigrúm um að hugsa málið um næstu skref. Við fögnum því auðvitað að lögreglan er að vinna mun betur en áður í þessum málaflokki og loksins fjármagn og tími kominn til að sinna þessum málum. Það er gríðarlegt vandamál hvað mansal, bæði vinnu-, og vændismansal þar sem verið er að misbjóða fólki.“ Jenný segir um mansalið að það fari fram þar sem aðstæður eru til að stunda vændi. Það geti í raun verið hvar sem er. „Það eru opnar síður á Facebook þar sem karlmenn eru að kaupa vændi af mansalsþolendum. Það sést á þráðum sem fylgja að þeir átta sig oft á að þetta eru þolendur mansals en kaupa samt vændi af aðilum sem eru að gera aðra út. Þeir eru að gefa þessum þolendum, sem eru oftast konur eða ungar stúlkur, einkunnir og tala um þær eins og þær séu kjöt í kjötflokkum. Afmennskunin gagnvart þessum einstaklingum er gríðarlega mikil. Aftengingin gagnvart því hvað þeir eru að gera þolendum er algjör.“ Kaupendur alltaf karlmenn Hún segir algengast að þeir sem kaupi vændi séu fjölskyldufeður sem séu á leið til og frá vinnu eða á milli funda. „Kaupendur eru ekki bara erlendir aðilar sem eru hér sem ferðamenn. Þetta eru alltaf karlmenn, þær upplýsingar sem við höfum eru að kona hefur aldrei verið tekin fyrir að kaupa vændi. Það er mjög mikilvægt fyrir fólk að átta sig á því að þegar það er að kaupa vændi af mansalsþolanda, og á þá í viðskiptum við einhvern sem er að selja aðra manneskju, þá er viðkomandi orðinn gerandi í mansali.“ Jenný ítrekar að það er alvarlegur glæpur og margir eflaust geri sér ekki grein fyrir því. „Eins og staðan er núna þá hafa þessir kaupendur getað sloppið mjög auðveldlega frá refsingu með því að borga sektir og eru þá ekki nafngreindir þar sem þessi mál eru ekki dómtekin. Það væri mikill fælingarmáttur í því að kaupendur vændis væru nafngreindir.“ Fréttin hefur verið leiðrétt. Lögregla vann málið með Bjarkarhlíð og tilkynnti þeim um aðgerðirnar. Fyrst kom fram að Bjarkarhlíð hefði ekki verið tilkynnt um málið. Leiðrétt klukkan 15:09 þann 11.7.2025.
Lögreglumál Mansal Vændi Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira