„Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. júlí 2025 12:18 Eyrún Helga Aradóttir, formaður foreldrafélags Laugarnesskóla. vísir/egill Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir það hálfgerðan yfirgang af hendi forsvarsmanna líkamsræktarstöðvarinnar World Class að krefjast þess að hagsmunir rekstrarins gangi fram fyrir heilsu og menntun 450 grunnskólabarna. Greint var frá því í morgun að eigendur líkamsræktarstöðvarinnar World Class mótmæla framkvæmdum að skólaþorpi í laugardalnum á bílastæði við Laugardalsvöll harðlega. World Class hefur fengið afnot af bílastæðum þar gjaldfrjálst í rúm tuttugu ár. Vinna stendur nú þegar yfir við að fjarlægja 256 bílastæði þar sem þorpið skal rísa. Er því haldið fram í athugasemd í skipulagsgátt að stöðin eigi óbeinan eignarétt til stæðanna vegna viljayfirlýsingar sem var undirrituð árið 1999 og samninga við Reykjavíkurborg sem voru undirritaðir 2002 þar sem líkamsræktarstöðinni var veitt ótímabundin og endurgjaldslaus afnot af stæðunum. Málið fari þá leið sem það fer Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar segir að athugasemd World Class verði tekin til skoðunar. Liggur fyrir hvort þetta muni koma til álita hjá borgarlögmanni? „Ekki á þessari stundu. Ég er ekki búin að lesa þessar athugasemdir sjálf ég er nýkomin úr fríi. Það þarf ekkert að vera. Við erum með lögfræðinga innan umhverfis- og skipulagssviðs sem fara yfir athugasemdir sem okkur berast og skoða hvað sé réttmætt og hvað ekki. Ef að við erum ekki sammála um þetta, þá á það sína leið.“ Hálfgerður yfirgangur Eyrún Helga Aradóttir, formaður foreldrafélags Laugarnesskóla sem hefur skilað jákvæðri athugasemd í skipulagsgátt, segir skólaþorpið gífurlega nauðsynlegt fyrir börn í hverfinu enda miklar framkvæmdir fram undan á skólum í Laugardal vegna myglu og annars konar viðhalds. Fyrst í Laugarnesskóla og síðar Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. „Við erum náttúrulega ekkert sátt við hans nálgun á málinu. Þarna verðum við vonandi næstu árin, því eitthvert verðum við að fara. Það að vera innan hverfisins er nauðsynlegt fyrir okkur.“ Það megi líta á það sem yfirgang að krefjast þess að rekstur líkamsræktarstöðvar gangi framar en heilsa og hagsmunir 450 barna. „Þetta er náttúrulega einungis óbeinn eignarréttur. Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki. Fólk getur eignað sér hluti og alls konar ef sá gállinn er á fólki en ég get hvergi séð að hann eigi þessi bílastæði. Ég veit ekki hvort ég myndi segja frekja en kannski nálægt því.“ Heilsa og menntun barna ætti að ganga framar Hún segir það skjóta skökku við að láta svo mikið hagsmunamál fyrir hverfið stranda á bílastæðum. Þau séu varla nýtt að hennar mati nema þegar það eru tónleikar eða leikir á þjóðarleikvangnum. „Hann er bara með sinn rekstur og ég skil það en þetta eru bílastæði sem eru lengst frá hans fyrirtæki. Það sem við höfum séð af þessum bílastæðum þá eru þau mjög illa nýtt og sérstaklega á daginn og jafnvel á kvöldin líka. Að þetta tengist World Class að einhverju leyti er hæpið að mínu mati.“ Í athugasemdinni leggst World Class einnig gegn því að sunnanverðri innkeyrslu á umrætt bílastæði verði lokað eins og stendur til. Eyrún ítrekar mikilvægi þess að loka innkeyrslunni enda verði mikil umferð barna á svæðinu þegar að hundruð barna munu sækja skólann. „Það þarf að huga að umferðaröryggi barnanna þarna í hverfinu. Það er mjög mjög mikilvægt. Það er okkar aðalbarátta núna. Skólaþorpið mun rísa. Þau eru byrjuð að vinna í því og það í góður ferli. Við verðum að tryggja umferðaröryggi barna og starfsfólks á svæðinu.“ Deilur um skólahald í Laugardal Grunnskólar Líkamsræktarstöðvar Bílastæði Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir skólasamfélagið allt hafa barist fyrir að grunnskólar í Laugarneshverfi yrðu stækkaðir í stað þess að byggður yrði safnskóli fyrir unglingadeildir í hverfinu. Hún segir skólahverfið rótgróið og farsælt og skólasamfélagið vilji halda í þá skólagerð. 10. desember 2024 19:35 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Greint var frá því í morgun að eigendur líkamsræktarstöðvarinnar World Class mótmæla framkvæmdum að skólaþorpi í laugardalnum á bílastæði við Laugardalsvöll harðlega. World Class hefur fengið afnot af bílastæðum þar gjaldfrjálst í rúm tuttugu ár. Vinna stendur nú þegar yfir við að fjarlægja 256 bílastæði þar sem þorpið skal rísa. Er því haldið fram í athugasemd í skipulagsgátt að stöðin eigi óbeinan eignarétt til stæðanna vegna viljayfirlýsingar sem var undirrituð árið 1999 og samninga við Reykjavíkurborg sem voru undirritaðir 2002 þar sem líkamsræktarstöðinni var veitt ótímabundin og endurgjaldslaus afnot af stæðunum. Málið fari þá leið sem það fer Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar segir að athugasemd World Class verði tekin til skoðunar. Liggur fyrir hvort þetta muni koma til álita hjá borgarlögmanni? „Ekki á þessari stundu. Ég er ekki búin að lesa þessar athugasemdir sjálf ég er nýkomin úr fríi. Það þarf ekkert að vera. Við erum með lögfræðinga innan umhverfis- og skipulagssviðs sem fara yfir athugasemdir sem okkur berast og skoða hvað sé réttmætt og hvað ekki. Ef að við erum ekki sammála um þetta, þá á það sína leið.“ Hálfgerður yfirgangur Eyrún Helga Aradóttir, formaður foreldrafélags Laugarnesskóla sem hefur skilað jákvæðri athugasemd í skipulagsgátt, segir skólaþorpið gífurlega nauðsynlegt fyrir börn í hverfinu enda miklar framkvæmdir fram undan á skólum í Laugardal vegna myglu og annars konar viðhalds. Fyrst í Laugarnesskóla og síðar Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. „Við erum náttúrulega ekkert sátt við hans nálgun á málinu. Þarna verðum við vonandi næstu árin, því eitthvert verðum við að fara. Það að vera innan hverfisins er nauðsynlegt fyrir okkur.“ Það megi líta á það sem yfirgang að krefjast þess að rekstur líkamsræktarstöðvar gangi framar en heilsa og hagsmunir 450 barna. „Þetta er náttúrulega einungis óbeinn eignarréttur. Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki. Fólk getur eignað sér hluti og alls konar ef sá gállinn er á fólki en ég get hvergi séð að hann eigi þessi bílastæði. Ég veit ekki hvort ég myndi segja frekja en kannski nálægt því.“ Heilsa og menntun barna ætti að ganga framar Hún segir það skjóta skökku við að láta svo mikið hagsmunamál fyrir hverfið stranda á bílastæðum. Þau séu varla nýtt að hennar mati nema þegar það eru tónleikar eða leikir á þjóðarleikvangnum. „Hann er bara með sinn rekstur og ég skil það en þetta eru bílastæði sem eru lengst frá hans fyrirtæki. Það sem við höfum séð af þessum bílastæðum þá eru þau mjög illa nýtt og sérstaklega á daginn og jafnvel á kvöldin líka. Að þetta tengist World Class að einhverju leyti er hæpið að mínu mati.“ Í athugasemdinni leggst World Class einnig gegn því að sunnanverðri innkeyrslu á umrætt bílastæði verði lokað eins og stendur til. Eyrún ítrekar mikilvægi þess að loka innkeyrslunni enda verði mikil umferð barna á svæðinu þegar að hundruð barna munu sækja skólann. „Það þarf að huga að umferðaröryggi barnanna þarna í hverfinu. Það er mjög mjög mikilvægt. Það er okkar aðalbarátta núna. Skólaþorpið mun rísa. Þau eru byrjuð að vinna í því og það í góður ferli. Við verðum að tryggja umferðaröryggi barna og starfsfólks á svæðinu.“
Deilur um skólahald í Laugardal Grunnskólar Líkamsræktarstöðvar Bílastæði Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir skólasamfélagið allt hafa barist fyrir að grunnskólar í Laugarneshverfi yrðu stækkaðir í stað þess að byggður yrði safnskóli fyrir unglingadeildir í hverfinu. Hún segir skólahverfið rótgróið og farsælt og skólasamfélagið vilji halda í þá skólagerð. 10. desember 2024 19:35 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir skólasamfélagið allt hafa barist fyrir að grunnskólar í Laugarneshverfi yrðu stækkaðir í stað þess að byggður yrði safnskóli fyrir unglingadeildir í hverfinu. Hún segir skólahverfið rótgróið og farsælt og skólasamfélagið vilji halda í þá skólagerð. 10. desember 2024 19:35