Innlent

Fjáraukalög samþykkt

Fjáraukalög fyrir þetta ár voru samþykkt á Alþingi í gærkvöldi með 29 atkvæðum stjórnarliða, en 20 stjórnarandstæðingar sátu hjá. Þeir gagnrýndu meðal annars að enn ríkti óvissa um tekjuhlið frumvarpsins sem gerir ráð fyrir 158 milljarða halla á ríkissjóði í ár. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að niðurstaðan væri viðunandi miðað við aðstæður í þjóðfélaginu, og heldur betri en horfur voru á fyrr á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×