Innlent

Fíkniefnamál á Akureyri

MYND/Páll Bergmann

Lögreglan á Akureyri fann í gærkvöldi 120 grömm af hassi og smáræði af hvítu efni, auk kannabisplöntu og fræja, þegar hún gerði húsleit hjá manni um tvítugt. Auk þess fundust peningar, sem taldir eru vera ágóði af fíkniefnasölu. Húsráðandi var handtekinn, en sleppt að yfirheyrslum loknum. Auk þessa voru tveir ökumenn stöðvaðir á Akureyri í gær, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá situr útlendingur í gæsluvarðhaldi efitr að hann var handtekinn í Leifsstöð við komuna til landsins á laugardag með um það bil hálft kíló af kókaíni í fórum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×