Innlent

Lækkar fram á þarnæsta ár

Vísitala mun að öllum líkindum hækka um 0,6 prósentustig í desember og verðbólga fara úr 8,6 í 7,7 prósent í mánuðinum, samkvæmt nýjustu verðbólguspá Greiningar Íslandsbanka. Gangi þetta eftir hefur verðbólga ekki verið lægri síðan í kringum mars í fyrra.

Greiningardeildin bendir á að gengi krónunnar hafi verið nokkuð stöðgut undanfarna mánuði og séu áhrif gengishrunsins um mitt síðasta ár enn að koma fram og megi gera ráð fyrir að innfluttur varningur hækki nú líkt og fyrri mánuði.

Greiningardeildin gerir einnig ráð fyrir að vöruverð muni hækka fljótlega á næsta ári og kunni verðbólga því að fara upp í 9,5 prósent undir lok fyrsta fjórðungs. Í kjölfar nafnverðslækkunar á húsnæðisverði, hóflegrar hækkunar launa og lítillar eftirspurnar í hagkerfinu muni hún fara niður í allt að fjögur prósent undir lok ársins og hugsanlega niður í 2,5 prósent undir lok ársins 2011.- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×