Ískyggileg fækkun barnafólks í Skaftafellssýslum 15. desember 2009 18:53 Börnum og barnafjölskyldum í sveitunum frá Mýrdalssandi og til Hornafjarðarfljóts hefur fækkað svo ískyggilega á undanförnum árum að íbúar þar spyrja sig hvort heilsársbyggð muni leggjast af. Stöð 2 byrjar nú fréttaröð þar sem þessi þróun mála er skoðuð og spurt hvaða tækfæri eru til endurreisnar.Í sveitum Suðausturlands, sem löngum hafa talist með þeim búsældarlegri á Íslandi, er fjöldi grunnskólabarna orðinn teljandi á fingrum, eins og tvö börn í Álftaveri, fjögur í Landbroti, fimm á Síðu, þrjú í Fljótshverfi og þrjú í Suðursveit. Á öllu þessu víðfeðma landssvæði eru nú aðeins eftir um sextíu börn á grunnskólaaldri. Og fækkar enn.Þrjár barnafjölskyldur eru á förum úr Skaftárhreppi þessa dagana, þar á meðal fimm manna heimili á Kirkjubæjarklaustri, en fjölskyldufaðirinn hefur síðustu tvö ár sótt vinnu á Selfoss. Húsmóðirin, Karitas Heiðbrá Harðardóttir, segir ástæðuna þá að hann fái enga vinnu við sitt hæfi.Ekki er hægt að kvarta undan aðstöðunni fyrir börnin. Krakkarnir í Kirkjubæjarskóla hafa glæsilegt íþróttahús og sundlaug, skólabókasöfnin gerast ekki veglegri, og kennararnir hafa góðan tíma til að sinna hverju barni. Nemendum fækkar samt ár frá ári.Kjartan Kjartansson skólastjóri segir að í kringum 1990 hafi um 100 börn verið í skólanum. Þau séu nú 47 en stefni í að verða 37 á næsta ári. Í fyrsta skipti verði ekki tekinn inn 1. bekkur á næsta ári. Þetta sé ískyggileg þróun fyrir samfélagið og skólann.Barnafjölskyldur hafa reyndar líka flutt inn í sveitina, eins og hjónin sem tóku við kúabúinu á Kálfafelli í Fljótshverfi fyrir þremur árum, en þau eiga fjögur börn. Þau héldu að hnignun dreifbýlisins hefði stöðvast og að þróunin myndi jafnvel snúast við. Síðustu þrjú ár hafi börnum hins vegar fækkað rosalega.Og þetta telst hvorki einangruð né harðbýl byggð. Þvert á móti: Þarna eru landkostir með besta móti, veðursældin er rómuð og héraðið í alfaraleið með malbikaðan hringveginn í gegn.Þau eru farin að spyrja sig hvort sveitin milli sanda endi sem sumarbyggð. Að óbreyttu sjá þau ekki annað en að þau verði síðustu bændur í Fljótshverfi. Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira
Börnum og barnafjölskyldum í sveitunum frá Mýrdalssandi og til Hornafjarðarfljóts hefur fækkað svo ískyggilega á undanförnum árum að íbúar þar spyrja sig hvort heilsársbyggð muni leggjast af. Stöð 2 byrjar nú fréttaröð þar sem þessi þróun mála er skoðuð og spurt hvaða tækfæri eru til endurreisnar.Í sveitum Suðausturlands, sem löngum hafa talist með þeim búsældarlegri á Íslandi, er fjöldi grunnskólabarna orðinn teljandi á fingrum, eins og tvö börn í Álftaveri, fjögur í Landbroti, fimm á Síðu, þrjú í Fljótshverfi og þrjú í Suðursveit. Á öllu þessu víðfeðma landssvæði eru nú aðeins eftir um sextíu börn á grunnskólaaldri. Og fækkar enn.Þrjár barnafjölskyldur eru á förum úr Skaftárhreppi þessa dagana, þar á meðal fimm manna heimili á Kirkjubæjarklaustri, en fjölskyldufaðirinn hefur síðustu tvö ár sótt vinnu á Selfoss. Húsmóðirin, Karitas Heiðbrá Harðardóttir, segir ástæðuna þá að hann fái enga vinnu við sitt hæfi.Ekki er hægt að kvarta undan aðstöðunni fyrir börnin. Krakkarnir í Kirkjubæjarskóla hafa glæsilegt íþróttahús og sundlaug, skólabókasöfnin gerast ekki veglegri, og kennararnir hafa góðan tíma til að sinna hverju barni. Nemendum fækkar samt ár frá ári.Kjartan Kjartansson skólastjóri segir að í kringum 1990 hafi um 100 börn verið í skólanum. Þau séu nú 47 en stefni í að verða 37 á næsta ári. Í fyrsta skipti verði ekki tekinn inn 1. bekkur á næsta ári. Þetta sé ískyggileg þróun fyrir samfélagið og skólann.Barnafjölskyldur hafa reyndar líka flutt inn í sveitina, eins og hjónin sem tóku við kúabúinu á Kálfafelli í Fljótshverfi fyrir þremur árum, en þau eiga fjögur börn. Þau héldu að hnignun dreifbýlisins hefði stöðvast og að þróunin myndi jafnvel snúast við. Síðustu þrjú ár hafi börnum hins vegar fækkað rosalega.Og þetta telst hvorki einangruð né harðbýl byggð. Þvert á móti: Þarna eru landkostir með besta móti, veðursældin er rómuð og héraðið í alfaraleið með malbikaðan hringveginn í gegn.Þau eru farin að spyrja sig hvort sveitin milli sanda endi sem sumarbyggð. Að óbreyttu sjá þau ekki annað en að þau verði síðustu bændur í Fljótshverfi.
Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira