Ískyggileg fækkun barnafólks í Skaftafellssýslum 15. desember 2009 18:53 Börnum og barnafjölskyldum í sveitunum frá Mýrdalssandi og til Hornafjarðarfljóts hefur fækkað svo ískyggilega á undanförnum árum að íbúar þar spyrja sig hvort heilsársbyggð muni leggjast af. Stöð 2 byrjar nú fréttaröð þar sem þessi þróun mála er skoðuð og spurt hvaða tækfæri eru til endurreisnar.Í sveitum Suðausturlands, sem löngum hafa talist með þeim búsældarlegri á Íslandi, er fjöldi grunnskólabarna orðinn teljandi á fingrum, eins og tvö börn í Álftaveri, fjögur í Landbroti, fimm á Síðu, þrjú í Fljótshverfi og þrjú í Suðursveit. Á öllu þessu víðfeðma landssvæði eru nú aðeins eftir um sextíu börn á grunnskólaaldri. Og fækkar enn.Þrjár barnafjölskyldur eru á förum úr Skaftárhreppi þessa dagana, þar á meðal fimm manna heimili á Kirkjubæjarklaustri, en fjölskyldufaðirinn hefur síðustu tvö ár sótt vinnu á Selfoss. Húsmóðirin, Karitas Heiðbrá Harðardóttir, segir ástæðuna þá að hann fái enga vinnu við sitt hæfi.Ekki er hægt að kvarta undan aðstöðunni fyrir börnin. Krakkarnir í Kirkjubæjarskóla hafa glæsilegt íþróttahús og sundlaug, skólabókasöfnin gerast ekki veglegri, og kennararnir hafa góðan tíma til að sinna hverju barni. Nemendum fækkar samt ár frá ári.Kjartan Kjartansson skólastjóri segir að í kringum 1990 hafi um 100 börn verið í skólanum. Þau séu nú 47 en stefni í að verða 37 á næsta ári. Í fyrsta skipti verði ekki tekinn inn 1. bekkur á næsta ári. Þetta sé ískyggileg þróun fyrir samfélagið og skólann.Barnafjölskyldur hafa reyndar líka flutt inn í sveitina, eins og hjónin sem tóku við kúabúinu á Kálfafelli í Fljótshverfi fyrir þremur árum, en þau eiga fjögur börn. Þau héldu að hnignun dreifbýlisins hefði stöðvast og að þróunin myndi jafnvel snúast við. Síðustu þrjú ár hafi börnum hins vegar fækkað rosalega.Og þetta telst hvorki einangruð né harðbýl byggð. Þvert á móti: Þarna eru landkostir með besta móti, veðursældin er rómuð og héraðið í alfaraleið með malbikaðan hringveginn í gegn.Þau eru farin að spyrja sig hvort sveitin milli sanda endi sem sumarbyggð. Að óbreyttu sjá þau ekki annað en að þau verði síðustu bændur í Fljótshverfi. Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Börnum og barnafjölskyldum í sveitunum frá Mýrdalssandi og til Hornafjarðarfljóts hefur fækkað svo ískyggilega á undanförnum árum að íbúar þar spyrja sig hvort heilsársbyggð muni leggjast af. Stöð 2 byrjar nú fréttaröð þar sem þessi þróun mála er skoðuð og spurt hvaða tækfæri eru til endurreisnar.Í sveitum Suðausturlands, sem löngum hafa talist með þeim búsældarlegri á Íslandi, er fjöldi grunnskólabarna orðinn teljandi á fingrum, eins og tvö börn í Álftaveri, fjögur í Landbroti, fimm á Síðu, þrjú í Fljótshverfi og þrjú í Suðursveit. Á öllu þessu víðfeðma landssvæði eru nú aðeins eftir um sextíu börn á grunnskólaaldri. Og fækkar enn.Þrjár barnafjölskyldur eru á förum úr Skaftárhreppi þessa dagana, þar á meðal fimm manna heimili á Kirkjubæjarklaustri, en fjölskyldufaðirinn hefur síðustu tvö ár sótt vinnu á Selfoss. Húsmóðirin, Karitas Heiðbrá Harðardóttir, segir ástæðuna þá að hann fái enga vinnu við sitt hæfi.Ekki er hægt að kvarta undan aðstöðunni fyrir börnin. Krakkarnir í Kirkjubæjarskóla hafa glæsilegt íþróttahús og sundlaug, skólabókasöfnin gerast ekki veglegri, og kennararnir hafa góðan tíma til að sinna hverju barni. Nemendum fækkar samt ár frá ári.Kjartan Kjartansson skólastjóri segir að í kringum 1990 hafi um 100 börn verið í skólanum. Þau séu nú 47 en stefni í að verða 37 á næsta ári. Í fyrsta skipti verði ekki tekinn inn 1. bekkur á næsta ári. Þetta sé ískyggileg þróun fyrir samfélagið og skólann.Barnafjölskyldur hafa reyndar líka flutt inn í sveitina, eins og hjónin sem tóku við kúabúinu á Kálfafelli í Fljótshverfi fyrir þremur árum, en þau eiga fjögur börn. Þau héldu að hnignun dreifbýlisins hefði stöðvast og að þróunin myndi jafnvel snúast við. Síðustu þrjú ár hafi börnum hins vegar fækkað rosalega.Og þetta telst hvorki einangruð né harðbýl byggð. Þvert á móti: Þarna eru landkostir með besta móti, veðursældin er rómuð og héraðið í alfaraleið með malbikaðan hringveginn í gegn.Þau eru farin að spyrja sig hvort sveitin milli sanda endi sem sumarbyggð. Að óbreyttu sjá þau ekki annað en að þau verði síðustu bændur í Fljótshverfi.
Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira