Ískyggileg fækkun barnafólks í Skaftafellssýslum 15. desember 2009 18:53 Börnum og barnafjölskyldum í sveitunum frá Mýrdalssandi og til Hornafjarðarfljóts hefur fækkað svo ískyggilega á undanförnum árum að íbúar þar spyrja sig hvort heilsársbyggð muni leggjast af. Stöð 2 byrjar nú fréttaröð þar sem þessi þróun mála er skoðuð og spurt hvaða tækfæri eru til endurreisnar.Í sveitum Suðausturlands, sem löngum hafa talist með þeim búsældarlegri á Íslandi, er fjöldi grunnskólabarna orðinn teljandi á fingrum, eins og tvö börn í Álftaveri, fjögur í Landbroti, fimm á Síðu, þrjú í Fljótshverfi og þrjú í Suðursveit. Á öllu þessu víðfeðma landssvæði eru nú aðeins eftir um sextíu börn á grunnskólaaldri. Og fækkar enn.Þrjár barnafjölskyldur eru á förum úr Skaftárhreppi þessa dagana, þar á meðal fimm manna heimili á Kirkjubæjarklaustri, en fjölskyldufaðirinn hefur síðustu tvö ár sótt vinnu á Selfoss. Húsmóðirin, Karitas Heiðbrá Harðardóttir, segir ástæðuna þá að hann fái enga vinnu við sitt hæfi.Ekki er hægt að kvarta undan aðstöðunni fyrir börnin. Krakkarnir í Kirkjubæjarskóla hafa glæsilegt íþróttahús og sundlaug, skólabókasöfnin gerast ekki veglegri, og kennararnir hafa góðan tíma til að sinna hverju barni. Nemendum fækkar samt ár frá ári.Kjartan Kjartansson skólastjóri segir að í kringum 1990 hafi um 100 börn verið í skólanum. Þau séu nú 47 en stefni í að verða 37 á næsta ári. Í fyrsta skipti verði ekki tekinn inn 1. bekkur á næsta ári. Þetta sé ískyggileg þróun fyrir samfélagið og skólann.Barnafjölskyldur hafa reyndar líka flutt inn í sveitina, eins og hjónin sem tóku við kúabúinu á Kálfafelli í Fljótshverfi fyrir þremur árum, en þau eiga fjögur börn. Þau héldu að hnignun dreifbýlisins hefði stöðvast og að þróunin myndi jafnvel snúast við. Síðustu þrjú ár hafi börnum hins vegar fækkað rosalega.Og þetta telst hvorki einangruð né harðbýl byggð. Þvert á móti: Þarna eru landkostir með besta móti, veðursældin er rómuð og héraðið í alfaraleið með malbikaðan hringveginn í gegn.Þau eru farin að spyrja sig hvort sveitin milli sanda endi sem sumarbyggð. Að óbreyttu sjá þau ekki annað en að þau verði síðustu bændur í Fljótshverfi. Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Börnum og barnafjölskyldum í sveitunum frá Mýrdalssandi og til Hornafjarðarfljóts hefur fækkað svo ískyggilega á undanförnum árum að íbúar þar spyrja sig hvort heilsársbyggð muni leggjast af. Stöð 2 byrjar nú fréttaröð þar sem þessi þróun mála er skoðuð og spurt hvaða tækfæri eru til endurreisnar.Í sveitum Suðausturlands, sem löngum hafa talist með þeim búsældarlegri á Íslandi, er fjöldi grunnskólabarna orðinn teljandi á fingrum, eins og tvö börn í Álftaveri, fjögur í Landbroti, fimm á Síðu, þrjú í Fljótshverfi og þrjú í Suðursveit. Á öllu þessu víðfeðma landssvæði eru nú aðeins eftir um sextíu börn á grunnskólaaldri. Og fækkar enn.Þrjár barnafjölskyldur eru á förum úr Skaftárhreppi þessa dagana, þar á meðal fimm manna heimili á Kirkjubæjarklaustri, en fjölskyldufaðirinn hefur síðustu tvö ár sótt vinnu á Selfoss. Húsmóðirin, Karitas Heiðbrá Harðardóttir, segir ástæðuna þá að hann fái enga vinnu við sitt hæfi.Ekki er hægt að kvarta undan aðstöðunni fyrir börnin. Krakkarnir í Kirkjubæjarskóla hafa glæsilegt íþróttahús og sundlaug, skólabókasöfnin gerast ekki veglegri, og kennararnir hafa góðan tíma til að sinna hverju barni. Nemendum fækkar samt ár frá ári.Kjartan Kjartansson skólastjóri segir að í kringum 1990 hafi um 100 börn verið í skólanum. Þau séu nú 47 en stefni í að verða 37 á næsta ári. Í fyrsta skipti verði ekki tekinn inn 1. bekkur á næsta ári. Þetta sé ískyggileg þróun fyrir samfélagið og skólann.Barnafjölskyldur hafa reyndar líka flutt inn í sveitina, eins og hjónin sem tóku við kúabúinu á Kálfafelli í Fljótshverfi fyrir þremur árum, en þau eiga fjögur börn. Þau héldu að hnignun dreifbýlisins hefði stöðvast og að þróunin myndi jafnvel snúast við. Síðustu þrjú ár hafi börnum hins vegar fækkað rosalega.Og þetta telst hvorki einangruð né harðbýl byggð. Þvert á móti: Þarna eru landkostir með besta móti, veðursældin er rómuð og héraðið í alfaraleið með malbikaðan hringveginn í gegn.Þau eru farin að spyrja sig hvort sveitin milli sanda endi sem sumarbyggð. Að óbreyttu sjá þau ekki annað en að þau verði síðustu bændur í Fljótshverfi.
Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira