Innlent

Segist starfa fyrir mann

Í dómsal Hinn 1. desember var Catalina sakfelld fyrir innflutning fíkniefna og hagnýtingu vændis.
Í dómsal Hinn 1. desember var Catalina sakfelld fyrir innflutning fíkniefna og hagnýtingu vændis.

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Catalina Mikue Ncogo sæti áfram gæsluvarðhaldi og einangrun til 22. desember.

Við yfirheyrslur hefur Catalina neitað sök vegna rökstudds gruns um að stúlkur hafi verið fluttar hingað til lands til að stunda vændi á vegum hennar og að hún fái hluta hagnaðar. Hún hefur nú borið að hún starfi sem vændiskona fyrir mann og að sá maður taki 50 prósent af tekjum hennar og stúlknanna.

Við rannsókn málsins hafa stúlkur sagst starfa við vændi á vegum Catalinu og að hún fái hluta hagnaðar. Þá hefur lögregla kannað auglýsingar á Netinu í kjölfar upplýsinga um að nokkrar konur stunduðu vændi á heimili Catalinu. Í auglýsingunum hafa verið myndir af hálfnöktum konum og vísbendingar um að hægt sé að hringja í símanúmer þeirra til að fá kynlíf.

Lögregla kveður rannsókn málsins vera mjög umfangsmikla og í fullum gangi. Meðal annars eigi eftir að rannsaka ýmis gögn, svo sem tölvur, símagögn, bankagögn og fleira, sem varpað geti skýrara ljósi á málið.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×