Innlent

Ekki löglegt að birta öll nöfnin

Ólafur Elíasson
Hægt verður að prófa kennitölur.
fréttablaðið/Arnþór
Ólafur Elíasson Hægt verður að prófa kennitölur. fréttablaðið/Arnþór

Ólafur Elíasson, einn forsvarsmanna In Defence hópsins, segir að fólki verði gefinn kostur á því að kanna hvort einhver hafi skráð kennitölu þeirra án heimildar undir netáskorun samtakanna til forseta Íslands um að synja IceSave lögum staðfestingar. Enn sé þó eftir að útfæra hvernig það verði gert. Nú er einungis hægt að sjá á vefsíðunni nöfn þeirra hundrað manna sem síðast skráðu sig.

„Okkur var tjáð að það væri ólöglegt að birta kennitölur með þessum hætti. Ástæðan er sú að einhver gæti tekið listann og spyrt kennitölur saman við stjórnmálaskoðanir."- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×