Fleiri fréttir

Kallað eftir dómaraefnum

Kallað er eftir umsóknum þeirra sem áhuga hafa á að vera tilnefndir sem dómaraefni við Mannréttindadómstól Evrópu fyrir Íslands hönd fyrir 3. desember næstkomandi.

Ætla að efla miðborgina

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og Magnús G. Friðgeirsson, formaður félagsins Miðborgin okkar, hafa undir­ritað samstarfssamning sem stuðla á að eflingu miðborgarinnar.

Ákvörðunin árið 2007 var rétt

„Ég sé ekki betur en varðandi aflaákvörðunina séu stjórnvöld búin að binda okkur í báða skó og þess vegna get ég ekki séð að stjórnvöld séu neitt að fara að auka kvótann,“ segir Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, um niðurstöður úr haust­ralli Hafrannsóknastofnunar.

Fimmta hver götuð víðar en í eyrunum

Tæpur fimmtungur, eða 19,6 prósent, unglingsstúlkna í tíunda bekk grunnskóla er með hringi eða pinna annars staðar en í eyrunum. Þetta kemur fram í könnun Rannsókna og greiningar meðal grunnskólabarna. 6,5 prósent drengja á sama aldri bera ámóta skraut.

Bæjarstjóri í baráttusætið

Á félagsfundi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, sem haldinn var í kvöld, var samþykkt tillaga um að haldið skuli prófkjör á meðal félagsmanna þann 30. janúar 2010. Þá tilkynnti bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Lúðvík Geirsson, að hann hyggist gefa kost á sér í 6. sæti listans í bæjarstjórnarkosningum næsta vor.

Landssamband íslenskra háskólanema stofnað

Stúdentafélög undirritaðra háskóla á Íslandi hafa stofnað með sér Landssamband íslenskra háskólanema samkvæmt tilkynningu. Stofnfundur félagsins var haldinn föstudaginn 20. nóvember síðastliðinn þar sem farið var yfir nánari útfærslu á starfsemi sambandsins og samvinnu skólanna.

Ljósaganga gegn kynbundnu ofbeldi

Þann 25. nóvember næstkomandi verður haldin ganga sem markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundu ofbeldi undir yfirskriftinni: Leggðu þitt af mörkum – Farðu fram á aðgerðir: Saman getum við bundið enda á ofbeldi gegn konum!

HS orka með forkaupsrétt á jarðhitaauðlindum

Reykjanesbær hefur skuldbundið sig gagnvart einkafyrirtækinu HS orku, að samþykki fyrirtækisins þurfi til þess að bærinn ráðstafi landi og auðlindum. HS orka hefur forkaupsrétt að jarðhitaauðlindum bæjarins.

Slys á Flúðum: Ástand mannsins er stöðugt

Fertugum karlmanni sem féll ofan í húsgrunn við sumarbústað við Flúðir í fyrrinótt með þeim afleiðingum að sjö steypustyrktarjárn stungust inn í hann er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild, alvarlega slösuðum. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni nú síðdegis er ástand hans stöðugt

Stórtækir ísþjófar handteknir

Lögreglan á Akureyri upplýsti um helgina alls 28 innbrots- og þjófnaðarmál sem hafa átt sér stað á Akureyri undanfarnar vikur.

Svínaflensan hefur stökkbreyst

Stökkbreytingum á svínainflúensuveirunni hefur verið lýst á nokkrum stöðum í heiminum þar á meðal í Noregi. Haraldur Briem, sóttvarnalæknir, segir að þetta hafi ekki áhrif á þá sem hafa veikst eða hafa verið bólusettir gegn flensunni hér á landi. „Þeir eiga að vera vel varðir,“ segir Haraldur.

Ólafur Ragnar í Abu Dhabi

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sat um helgina fund dómnefndar Zayed orkuverðlaunanna en þau eru meðal veglegustu verðlauna veraldar, veitt fyrir nýjungar og forystu á vettvangi hreinnar orku. Fundurinn var haldinn í Abu Dhabi enda eru verðlaunin kennd við fyrrum leiðtoga landsins. Þau verða afhent á Heimsþingi um orkumál framtíðar sem haldið verður í Abu Dhabi í janúar næstkomandi, að fram kemur í tilkynningu.

Umboðsmaður Alþingis á opnum fundi allsherjarnefndar

Opinn fundur verður haldinn í allsherjarnefnd Alþingis á morgun og verður skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir starfsárið 2008 til umræðu. Róbert Spanó, settur umboðsmaður, ásamt Tryggva Gunnarssyni, kjörnum umboðsmanni, mæta fyrir nefndina og kynna skýrsluna.

Farsímar endurnýttir

Farsímafélagið Tal hefur ákveðið að bjóða GSM notendum að koma með gamla farsíma í verslanir félagsins til endurnýtingar. Símarnir verða sendir til viðurkenndra fyrirtækja erlendis þar sem þeir eru endurnýttir. Mörg tæki verða send til þróunarlanda þar sem þau verða seld fyrir brot af því verði sem þau kostuðu upphaflega, að fram kemur í tilkynningu. Þá verða hlutir úr öðrum biluðum tækjum nýtt í önnur raftæki. Að endingu er öllum spilliefnum eytt á löglegan hátt. Græn framtíð, sem sérhæfir sig í endurnýtingu á smáraftækjum, mun annast flutning á farsímunum til viðurkenndra endurvinnslufyrirtækja erlendis.

Óhóflegt vinnuálag getur ógnað fagmennsku

Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, segir að erfitt sé að boða umtalsverðan niðurskurð hjá hinu opinbera og á sama tíma segja að þjónustan muni haldast óskert. Hún telur brýnt að ræða hvort það sé verjandi að hið opinbera haldi uppi þjónustu sem sé hætt að standa undir nafni.

Fordæma niðurstöðu stjórnar KSÍ í kampavínsmálinu

Femínistafélag Íslands, Samtök um Kvennaathvarf og Stígamót fordæma niðurstöður af stjórnarfundi Knattspyrnusambands Íslands fyrir helgi. „Það er óásættanlegt að stjórnin víki ekki eftir að upp komst um vítavert framferði fjármálastjóra KSÍ og máttleysisleg viðbrögð stjórnarinnar í kjölfarið,“ segir í tilkynningu.

Jón Helgi fundinn

Jón Helgi Linduson sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gærkvöldi er kominn fram heill á húfi. Ekki var vitað um ferðir hans frá því á föstudag.

Fjórum fyrirtækjum bannað að selja ís

Niðurstöður rannsókna á örverufræðilegum gæðum íss úr vél bendir til að umgengni við ísvélar og ísblöndur í Reykjavík fari batnandi enda færri fyrirtæki með ófullnægjandi niðurstöður vegna kólígerla. Ný rannsókn sýnir að öðru leyti svipaðar niðurstöður og tvö síðastliðin ár. Tímabundinni sölustöðvun á ís úr vél var beitt hjá þremur fyrirtækjum í sumar og einu í haust. Þetta kemur fram í frétt á vef umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar.

Júlíus Vífill: Dagur ætti að líta sér nær

„Dagur B. Eggertsson ætti að líta sér nær. Þær óskir að skoðuð verði ný staðsetning fyrir samgöngumiðstöð í Reykjavík koma alls ekki frá Reykjavíkurborg. Þær hafa komið fram á óformlegum fundum samgönguráðuneytisins og Flugstoða meðal annars með mér þar sem þetta hefur verið viðrað vegna breyttra aðstæðna,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður skipulagsráðs.

Staðfest að líkið er af Íslendingnum

Norska lögreglan hefur staðfest að lík sem fannst í stöðuvatni í grennd við Noresund í dag er af 48 ára gömlum Íslendingi sem leitað hefur verið að.

Hundaníð: Engin rannsókn í gangi

Engin rannsókn er í gangi um aðdraganda þess að 19 ára gömul tík fannst urðuðuð við höfnina í Kópavogi á föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Kópavogi fékk hún tilkynningu um málið á föstudag og í kjölfarið var farið með hundinn á dýraspítala.

Konan grunuð um að hafa dregið sér 60 milljónir

Meintur fjárdráttur 65 ára gamallar konu sem starfaði í eignastýringu Kaupþings á að hafa staðið yfir frá árinu 2004 til 2008. Konan er grunuð um að hafa dregið að sér um 60 milljónir króna.

Orkudrykkir bannaðir í Hafnarfirði

Hafnfirðingar skera upp herör gegn orkudrykkjum og hafa bannað neyslu þeirra í félagsmiðstöðvarstarfi, skólaferðum og á skólaskemmtunum í bænum.

Slá pólitískar keilur í stað þess að gæta hagsmuna Íslendinga

Íslenskir stjórnmálamenn hafa frekar haft áhuga fyrir því að slá pólitískar keilur í Icesave málinu heima fyrir en að gæta hagsmuna Íslendinga á erlendum vettvangi segir dósent. Hann bendir á að eðli EES-samstarfsins sé þannig að Íslendingar hefðu átt að fá sambærileg lánskjör á Icesave skuldbindingunum og þau sem Bretar og Hollendingar fjármagni sig á.

Sitjandi landlæknir ekki meðal umsækjenda

Fimm sækja um embætti landlæknis sem auglýst var fyrir skemmstu, fjórir karlar og eina kona. Matthías Halldórsson, sitjandi landlæknir, er ekki meðal umsækjenda.

Kári kannast ekki við uppsagnir hjá deCode

Kári Stefánsson, forstjóri deCode, segist ekki kannast við að uppsagnir séu yfirvofandi hjá fyrirtækinu né heldur að nokkrar ákvarðanir þar að lútandi hafi verið teknar. Fullyrt er í DV í dag að listi með nöfnum þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem halda starfinu eftir væntanleg eigendaskipti megi finna á Netinu.

Telja stöðu heimilanna afar slæma

Talsmenn Hagsmunasamtaka heimilanna segja að sá fjöldi heimila sem farið hafi í greiðslujöfnun, sýni að staða heimilanna sé mun verri en talið hafi verið. Hjá um helmingi heimila nái fólk ekki endum saman eða sjái fram á að ná ekki endum saman á næstu mánuðum.

Ökumenn hvattir til að draga úr hraðanum

Undanfarna daga hafa orðið margar bílveltur, árekstrar og annarskonar slys af völdum þess að ökumenn eiga erfitt með að greina hálku á vegum, að fram kemur í tilkynningu frá Umferðarstofu.

Dagur: Sjálfstæðisflokkurinn stefnulaus í skipulagsmálum

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir ljóst að yfirstandi kjörtímabil sé að líða án þess að nokkurt markvert skref hafi verið stigið í skipulagsmálum. Engin leið virðist vera til að festa hendur á stefnu Sjálfstæðisflokksins í skipulagsmálum borgarinnar sem hann segir að sé klofinn og stefnulaus.

Féll á steypustyrktarjárn: Ástand mannsins stöðugt

Fertugum karlmanni sem féll ofan í húsgrunn við sumarbústað við Flúðir í fyrrinótt með þeim afleiðngum að sjö steypustyrktarjárn stungust inn í hann er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild, alvarlega slösuðum. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni nú í morgun er ástand hans stöðugt.

Pólitíkusum boðið á stefnumót með ungu fólki

„Við erum að bjóða upp á vettvang þar sem stjórnmálamenn og ungt fólk ræðir saman um málefni sem snerta fyrst og fremst ungt fólk," segir Sindri Snær Einarsson, varaformaður Landssambands æskulýðsfélaga. Í dag fer fram á vegum sambandsins og Æskulýðs vettvangsins svokallað stefnumót ungs fólks og stjórnmálmanna. Þrír ráðherrar og tveir þingmenn hafa boðað komu sína.

Teknir á leið úr ránsferð í Úthlíð

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði för bifreiðar í nótt. Þrír menn voru í bílnum og þótti lögreglu farangur þeirra nokkuð grunsamlegur. Grunur kviknaði um að mennirnir væru að koma úr ránsferð og voru þeir handteknir. Síðar kom í ljós að þeir höfðu brotist inn í verslunina í Úthlíð í Biskupstungum. Mennirnir verða yfirheyrðir síðar í dag.

Lyftari brann í Kópavogi

Skotbómulyftari brann í Urðarhvarfi í Kópavogi í nótt. Slökkvilið var kvatt á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Í fyrstu leit þó út fyrir að um mikinn eld væri að ræða þar sem mikill reykur hafði gosið upp við íkveikjuna. Ekkert er vitað um eldsupptök að svo stöddu en líkur eru á að kveikt hafi verið í lyftaranum.

Innbrotstilraun í Hólabrekkuskóla

Nokkrir ungir drengir gerðu tilraun til þess að brjótast inn í Hólabrekkuskóla í Suðurhólum í Breiðholti í nótt. Lögreglan kom að drengjunum sem eru barnungir, við iðju sína áður en þeir komust inn í húsið og voru þeir færðir á lögreglustöð. Þá voru einar fimm rúður brotnar í Hlíðaskóla í Reykjavík og að sögn lögreglu er um skemmdarverk að ræða en ekki innbrotstilraun. Skemmdarvargarnir voru á bak og burt þegar lögreglu bar að garði.

Niðurskurður mestur hérlendis

Áhersla kann að aukast á rafræna stjórnsýslu vegna áhrifa frá efnahagskreppunni, segir í nýrri úttekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD.

Sjómanni komið undir læknishendur

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti um klukkan sjö í morgun á Reykjavíkurflugvelli með sjómann sem fékk botnlangabólgu um borð í hollensku flutningaskipi sem var á leið yfir Atlantshafið. Skipið sendi í gær út beiðni um aðstoð og varð að ráði að snúa skipinu í átt til Vestmannaeyja.

Lýst eftir pilti

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Jóni Helga Lindusyni sem fór frá heimili sínu síðastliðinn föstudag klukkan hálfsex síðdegis. Jón Helgi er 16 ára gamall, 176 cm á hæð, grannvaxinn, svarthærður og með brúnleit augu. Hann var síðast klæddur í hvítar gallabuxur, svarta skó, hvíta og fjólubláa úlpu og með hvíta derhúfu.

Ný flugstöð byggð í borginni

Fulltrúar samgöngu­yfirvalda hafa viðrað hugmyndir við borgaryfirvöld og lífeyrissjóðina um að byggð verði ný flugstöð á Reykjavíkurflugvelli, á svæði Flugfélags Íslands. Fallið verði frá hugmyndum um stóra samgöngumiðstöð. Umferðar­miðstöðin, eða BSÍ, yrði áfram á sínum stað.

Hafa áhyggjur af börnunum

Foreldrar í Reykjavík hafa verulegar áhyggjur af fyrirhuguðum niðurskurði upp á 580 milljónir hjá leikskólum borgarinnar, að sögn Eddu Bjarkar Þórðardóttur sem situr í foreldraráði leikskólans Hamra.

Nær enginn öruggur gegn óværunum

„Það hefur orðið algjör sprenging í vel gerðum spilliforritum. Óprúttnir aðilar úti í heimi eru farnir að ráða til sín hæfileikaríkt fólk sem getur búið til óværur og spilliforrit sem laumast nær óhindrað inn í tölvur.

Fallið frá safnskólahugmynd

Menntaráð hefur fallið frá hugmyndum um að koma upp safnskóla á unglingastigi í norðurhluta Grafarvogs.

Spreyttu sig á háþrýstisprautu

Það hljóp heldur betur á snærið hjá krökkunum í þriðja bekk Ísaksskóla þegar slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins kom með fríðu föruneyti og kynnti þeim eldvarnir.

Segir að svíkja eigi Leikfélagssamning

„Það stendur til að svíkja samninginn við Borgarleikhúsið,“ segir Dofri Hermannsson, fulltrúi Samfylkingar í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur.

Sjá næstu 50 fréttir