Innlent

Fallið frá safnskólahugmynd

Íbúar í Grafarvogi hafa mótmælt hugmyndum sem uppi voru um að breyta grunnskólanum Engjaskóla í safnskóla. Fréttablaðið/Vilhelm
Íbúar í Grafarvogi hafa mótmælt hugmyndum sem uppi voru um að breyta grunnskólanum Engjaskóla í safnskóla. Fréttablaðið/Vilhelm
Menntaráð hefur fallið frá hugmyndum um að koma upp safnskóla á unglingastigi í norðurhluta Grafarvogs.

Fram kemur í bréfi skólastjóra Engjaskóla, þar sem til stóð að hafa safnskólann, að fulltrúar menntaráðs hafi kosið um hugmyndina síðastliðinn miðvikudag.

„Enn fremur er fræðslustjóra falið að vinna með skólastjórum í Grafarvogi að auknu samstarfi þeirra á milli. Vinnan skuli miða að því að efla sveigjanleika í skólastarfi og styrkja námsval nemenda á unglingastigi sem og kennslu í einstaka faggreinum,“ segir í bréfinu. - óká



Fleiri fréttir

Sjá meira


×