Innlent

Teknir á leið úr ránsferð í Úthlíð

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði för bifreiðar í nótt. Þrír menn voru í bílnum og þótti lögreglu farangur þeirra nokkuð grunsamlegur. Grunur kviknaði um að mennirnir væru að koma úr ránsferð og voru þeir handteknir. Síðar kom í ljós að þeir höfðu brotist inn í verslunina í Úthlíð í Biskupstungum. Mennirnir verða yfirheyrðir síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×