Innlent

Leit að Íslendingi í Noregi - lík fannst í stöðuvatni

Frétt norska ríkisútvarpsins um málið.
Frétt norska ríkisútvarpsins um málið.

Tugir manna leita að tæplega fimmtugum Íslendingi í norska bænum Noresund. Hann hefur ekki sést síðan aðfaranótt sunnudags.

Manninum sem er 48 ára gamall, var vísað út úr rútu um klukkan eitt aðfararnótt sunnudagsins sökum ölvunar. Síðan hafði ekkert til hans spurst og leituðu tugir lögreglu- og slökkviliðsmanna að manninum og nutu þeir aðstoðar sjálfboðaliða Rauða krossins. Leitarhundar voru einnig notaðir við leitina.

Í morgun þegar leit var fram haldið fann björgunarþyrla lík manns á floti í stöðuvatni í grennd við Noresund. Ekki hefur þó staðfest hvort um Íslendinginn hafi verið að ræða.

Maðurinn var á leið frá Osló til bæjarins Gol í Hallingdsal.




Tengdar fréttir

Norska lögreglan leitar Íslendings

Leit stendur nú yfir í norska bænum Noresund að 48 ára gömlum Íslendingi. Norska blaðið Verdens Gang segir frá málinu en manninum var vísað út úr rútu um klukkan eitt aðfararnótt Sunnudagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×