Fleiri fréttir

Uppboði Sjálfstæðisflokksins frestað

Uppboð sem málfundafélagið Óðinn og Sjálfstæðisflokkurinn boðuðu til í Vallhöll á verðmætum munum í eigu flokksins var blásið af í dag vegna lítillar þátttöku.

Ögmundur vildi að bankinn héti Búnaðarbankinn

„Mikið liði mér betur sem viðskiptavini hjá Búnaðarbankanum en Arion group. Hef grun um að það eigi við um fleiri,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, á vefsíðu sinni. Eins og kunnugt er var tilkynnt á föstudag um að Nýi Kaupþing skyldi heita Arion banki hér eftir.

Fangar skemmtu sér vel yfir Fangavaktinni

„Þeir komu hérna allir leikararnir og frumsýndu fyrir okkur fyrstu tvo þættina áður en þetta var sýnt,“ segir Árni Ásbjörnsson, fangi á Litla Hrauni og formaður Afstöðu, félags fanga.

Kominn í öndunarvél eftir fall á steypustyrktarjárn

Karlmaður á fertugsaldri sem féll ofan í húsgrunn við sumarbústað við Flúðir í nótt með þeim afleiðingum að sjö steypustyrktarjárn stungust inn í hann er kominn á gjörgæsludeild. Þar er honum haldið sofandi í öndunarvél, alvarlega slösuðum.

Össur Skarphéðinsson sótti Spánverja heim

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur undanfarna daga verið í vinnuheimsókn á Spáni, þar sem hann fundaði með spænskum ráðamönnum og kynnti sér spænskan sjávarútveg. Spánverjar taka við formennsku í Evrópusambandinu af Svíum nú um áramót.

Enn í aðgerð eftir fall á steypustyrktarjárn

Maðurinn sem féll ofan í byggingagrunn með þeim afleiðingum að sjö steypustyrktarjárn stungust inn í hann er enn í aðgerð, samkvæmt upplýsingum frá gjörgæsludeild Landspítalans. Hann er alvarlega slasaður. Maðurinn var í sumarbústað á Flúðum þegar óhappið varð. Það tókst að losa manninn af steypustyrktarjárninu og var hann fluttur með þyrlu á Landspítalann.

Sakar ríkisstjórnina um lýðskrum

Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra vísar þeim ummælum fjármálaráðherra til föðurhúsanna að bylta þurfi skattkerfinu því það gamla sé reist á flötum tekjuskatti frjálshyggjuhagfræðinnar.

Tvö bílslys á Vesturlandsvegi

Tvö bílslys urðu á Vesturlandsvegi skammt norðan við Borgarnes vegna mikillar hálku á vegum í gærkvöld og í nótt. Ökumenn bílanna tveggja, jeppa og fólksbíls misstu stjórn á þeim með þeim afleiðingum að þeir fóru útaf veginum. Sá í jeppanum slasaðist minniháttar en hinn slapp ómeiddur. Báðir bílarnir voru óökuhæfir á eftir.

Varað við hálku á vegum

Vegagerðin varar við hálku á vegum, einkum á heiðum. Þannig er varað við hálku á Þingvallavegi og í raun á öllum heiðum á norðanverðu landinu, á Vestfjörðum, Norðurlandi og austur á firði. Á láglendi eru hálkublettir á vegum í Borgarfirði og á Mýrum. Snjór þekur vegi í Ísafjarðardjúpi og unnið að mokstri. Þá er jafnframt varað við skafrenningi á Gemlufallsheiði og éljagangi á Öxnadalsheiði, Víkurskarði og í kringum Mývatn.

Fannst höfuðkúpubrotinn við Hressó

Lögreglan fékk tilkynningu um blóðugan mann á Laugavegi um klukkan tvö í nótt. Hann hafði verið gestkomandi í húsi við Laugarveg og lent í átökum við húsráðanda. Húsráðandi veitti honum þá áverka með hnífi. Hann var fluttur á slysadeild en vildi enga aðstoð þiggja þar. Hann og húsráðandinn voru látnir gista fangageymslur. Mennirnir, sem eru báðir af erlendum uppruna, voru báðir mjög ölvaðir.

Sjálfsskoðun á brjóstum gagnlítil í baráttu gegn krabbameini

Forstjóri Krabbameinsfélagsins, Guðrún Agnarsdóttir, furðar sig á að læknaráð bandarískra stjórnvalda vilji leggja af hópleit að brjóstakrabbameini hjá konum undir fimmtugu. Guðrún tekur þó undir með læknaráðinu að sjálfsskoðun kvenna á brjóstum sínum - sem konum hefur í áraraðir verið innrætt að stunda - sé gagnslítil.

Lögreglan í Borgarfirði varar við ísingu á vegum

Lögreglan í Borgarfirði og Dölum vill minna ökumenn á lúmska og glæra ísingu á vegum í umdæminu en þetta ástand skapast við þessi veðurskilyrði, votviðri búið að vera og svo er nú að snögg kólna.

Græða upp Landeyjasand fyrir nýju höfnina

Sandfok á Landeyjasandi verður svo öflugt að dæmi eru um að lakk skrapist af bílum á fáum klukkustundum. Landgræðslan vinnur nú í kappi við tímann að græða sandinn upp þannig að óhætt verði að aka þar um þegar nýja Landeyjahöfnin verður opnuð næsta sumar.

Kominn af slysadeild eftir eldsvoða

„Það er allt í sóti og skít,“ segir Hörður Sigurðsson, íbúi í Miðtúni í Reykjavík, sem var fluttur á slysadeild í gærkvöld eftir að það kviknaði í kjallaraíbúð í húsinu sem hann býr í. Hörður segist leigja herbergi í íbúðinni, en þar leigi einnig tveir aðrir.

Segir ríkisstjórnina vera þá verstu í Íslandssögunni

Ríkisstjórnin stefnir í að vera ein versta ríkisstjórn Íslandssögunnar, hún gerir allt öfugt við það sem ætti að gera við þessar aðstæður í íslensku samfélagi. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður framsóknarflokksins, á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins í morgun. Hann sagði að það vantaði verðmætasköpunina, sem ætti að standa að baki velferðinni, og aldrei væri þörfin meiri en nú.

Eldur í litlum báti

Eldur kom upp um borð í litlum báti sem Faxi Re var með í togi skammt utan við Sandvík á Reykjanesi rétt eftir klukkan eitt í dag. Einn maður var um borð í bátnum. Óskað var eftir aðstoð frá björgunarbátnum Þorsteini og björgunarskipinu Hannesi Hafstein en svo greiðlega gekk að slökkva eldinn að hjálpin var afturkölluð, samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitinni Sigurvon.

Jóhanna segir sjálfstæðismenn haldna þráhyggju

Tillögur Sjálfstæðismanna í skattamálum bera vott um ábyrgðarleysi og skammsýni, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ í dag. Hún sagði að vegna mistaka Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks við stjórn efnahagsmála í ríkisstjórnartíð þessara flokka geti hún ekki alltaf tekið gagnrýni þessa flokka alvarlega nú.

Tíkin að jafna sig

Tíkin sem fannst urðuð við Vesturvör í Kópavogi í gær er á batavegi, samkvæmt upplýsingum frá Dýraspítalanum í Víðidal. Komið var með tíkina eftir að hún hafði verið urðuð lifandi, en hún hafði hlaupist á brott frá eigandanum í fyrrakvöld.

Vandséð að komast hjá þjónustuskerðingu á Landspítala

Gert er ráð fyrir að fjárveitingar til Landspítala háskólasjúkrahúss verði skertar um 9 prósent á næsta ári eða um þrjá milljarða króna. Læknaráð spítalans segir í ályktun vegna málsins að vandséð verði að komast hjá verulega skertri þjónustu og uppsögnum á Landspítalanum.

Bíll lögreglustjórans og sóknarprestsins fundinn

Bíll í eigu lögreglustjórans á Suðurnesjum og sóknarprestsins í Keflavík, sem stolið var í fyrradag, fannst í Breiðholti í Reykjavík í nótt. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en þjófurinn virðist hafa komist yfir bílllyklana þegar hann braust inn í Keflavíkurkirkju. Bíllinn, af gerðinni Volvo S60, var færður í nótt til Keflavíkur og er nú til rannsóknar á lögreglustöðinni þar. Hann virðist óskemmdur og ekki er að sjá að neinu hafi verið stolið úr honum.

Hundur urðaður lifandi

Hundur sem týndist frá Kársnesbraut í fyrrakvöld fannst urðaður lifandi á Vesturvör í Kópavogi um miðjan dag í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Kópavogi hafði gangandi vegfarandi fundið hundinn og komið honum undan því fargi sem lá ofan á honum.

Á slysadeild eftir eld í Miðtúni

Einn var fluttur á slysadeild með grun um reykeitrun eftir að kveiknaði í kjallaraíbúð í Miðtúni í Reykjavík í gærkvöldi. Töluverður eldur varð í íbúðinni og er hún óíbúðarhæf vegna reykskemmda. Tveir íbúar þurftu að fá gistingu annarsstaðar.

Leika Óðinn til gleðinnar

Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins munu flytja saman Óðinn til gleðinnar, sem er 9. sinfónía Beethovens, í Langholtskirkju í dag klukkan 17. Fram kemur í fréttatilkynningu vegna tónleikanna að þetta sé í fyrsta sinn sem að æskufólk flytji þetta verk og að það sé flutt í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá falli Berlínarmúrsins.

Fúsk og furðuleg umhverfisstefna

Umhverfisstefna stjórnvalda virðist miða að því að takmarka nýtingu á þeim auðlindum sem nóg er af en ganga á þær sem eru takmarkaðar. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann ritaði í gær grein á vef samtakanna þar sem farið var yfir fyrirhugaðar breytingar í skattheimtu.

Vísbendingar eru um sterkan þorskárgang

Niðurstöður haustralls Hafrannsóknastofnunarinnar gefa vísbendingar um að 2008-árgangurinn í þorski sé sterkur. Þetta kom fram í haustrallinu, sem er mikilvægur þáttur í árlegri úttekt Hafró á ástandi nytjastofna við landið sem lýkur í júní ár hvert.

Styrmir ræðir um viðreisnina

Í tilefni af áttatíu ára afmælis Sjálfstæðisflokksins og þess að fimmtíu ár eru frá myndun Viðreisnarstjórnarinnar efna Sjálfstæðisflokkurinn og málfundafélagið Óðinn til viðburða í Valhöll um helgina.

Erfitt á síldinni í Breiðafirði

„Aðstæðurnar eru vægast sagt skelfilegar. Hér er stöðug bræla, vindur stendur á land og síldin er alveg uppi í landsteinum. Við erum í Kiðeyjar­sundi um hálfa skipslengd frá eyjunni og þrátt fyrir þokkalegar lóðningar af og til er ákaflega erfitt að athafna sig“, segir Guðlaugur Jónsson, skipstjóri á Ingunni AK, í viðtali á heimasíðu HB Granda í gær.

Fær langþráð lán frá Evrópu

Fulltrúar Orkuveitunnar og Evrópska fjárfestingabankans undirrituðu í gær samning um fjármögnun framkvæmda á Hengilssvæðinu, um það bil ári á eftir áætlun.

Opinberum störfum fjölgaði um þriðjung

Samtals 37.400 störf eru hjá hinu opinbera; átján þúsund hjá ríkinu og 19.400 hjá sveitarfélögum. Störfunum hefur fjölgað um um það bil þrjátíu prósent á níu árum.

Færa þarf stjórnarskrána í nútímahorf

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, telur það vera forgangsmál að færa stjórnarskrá Íslands til nútímahorfs. Þetta kemur fram í viðtali við Vigdísi og Pál Valsson, ævisöguritara hennar, í helgarviðtali.

Er skráð með eitt risastórt verkefni

„Það var mikið að gera í vikunni en verkefnið var stórt,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Hún fékk fyrstu Athafnateygjuna afhenta við setningu Alþjóðlegu athafnavikunnar á mánudag. Eitt verk er skráð á hana á netsíðunni athafnateygjan.is.

Vörur öðlast líf í Háskólanum

„Orkuverið er skemmtilegur vettvangur til að koma saman tveimur heimum, hönnuðum með hugmyndirnar og fólkið sem kann að virkja þær,“ segir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, markaðsstjóri Athafnavikunnar, um Orkuverið sem haldið verður á Háskólatorgi á milli klukkan 15 og 17 í dag.

Keilufellsmaður vildi bætur

Íslenska ríkið hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af bótakröfu manns sem sat í gæsluvarðhaldi í kjölfar árásar­innar í Keilufelli, þegar hópur manna réðst með barefli á átta Pólverja með þeim afleiðingum að sjö slösuðust, sumir alvarlega.

Myrtu fólk og seldu fitu þess í snyrtivörur

Fjórir menn hafa verið handteknir í Perú grunaðir um að hafa myrt allt að sextíu manns og selt fituna úr þeim í snyrtivörur. Þeir eru taldir hafa lokkað fólk til sín á afskekktum þjóðvegum með loforðum um atvinnu.

Einn vildi verða forseti BNA

Óskabrunnur barnanna sló í gegn þegar þær Skoppa og Skrítla vígðu hann í Borgarleikhúsinu í gær. Vígslan var hluti af Alþjóðlegri athafnaviku og gerðu börnin, sem voru á aldrinum fjögurra til sjö ára úr þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu, verkefni tengd því hvað þau vilji verða þegar þau verða stór.

Banna ætti partí fyrir böll

Breyta þarf skipulagi á skemmtanahaldi framhaldsskólanna segir Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi, sem gagnrýnir það svigrúm sem gefið er til drykkju fyrir skemmtanir sem tengjast skólunum.

Skattabreytingar í anda stefnu BSRB

BSRB krefst þess að ríkis­stjórnin endurskoði stefnu sína í niðurskurði ríkisútgjalda. Telja samtökin ríkisstjórnina fylgja stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þeim efnum en hún kunni að hafa í för með sér óbætanlegt tjón á velferðarkerfinu. Ályktun þessa efnis var samþykkt á aðalfundi BSRB í gær.

Óttast skert öryggi á vellinum

Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af því að á Reykjavíkurflugvöll verði ekki ráðnir menn með lögboðna menntun til að sinna brunavörnum.

Úrslit Snilldarlausna í næstu viku

Alþjóðlegu athafnavikunnar sem halda átti á morgun hefur verið frestað fram í næstu viku. Kynna átti niðurstöður í hugmyndasamkeppninni Snilldarlausnir – Marel á lokahátíðinni.

Árás á EES-samning

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ríki Evrópusambandsins (ESB) vilji „stúta“ samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES).

Ályktun læknaráðs: Hlífið spítalanum

Á almennum fundi læknaráðs Landspítala var í dag fjallað um rekstur og fjárveitingar til Landspítalans en þar kom fram að spítalinn hefur átt undir högg að sækja.

Sjá næstu 50 fréttir