Fleiri fréttir Skoða leiguhúsnæði fyrir yfirfull fangelsi Dómsmálaráðherra og yfirvöld fangelsismála hafa nú til athugunar að leigja húsnæði þar sem vista megi afplánunarfanga. Ýmsir kostir eru í þeirri stöðu. 12.9.2009 05:45 Fær skrifstofu til að flokka skjöl sín Eiríkur Guðnason, sem lét af störfum sem seðlabankastjóri í lok febrúar, er nú snúinn aftur í bankann. 12.9.2009 05:00 Færeyingar þurfa líka að ákveða sig Fari Íslendingar inn í ESB líður ekki á löngu þar til við Færeyingar þurfum að gera upp hug okkar. Spurningin vaknar strax: hvað gerum við? Þetta mál er svo stórt að við eigum ekki að leyfa að það verði að pólitísku leikfangi. Við eigum að gera þetta upp við okkur sjálf. 12.9.2009 04:00 Stóru háskólarnir ræða um samstarf Rektorar Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík hafa átt samtöl um sameiningu eða víðtækt samstarf háskólanna. Þetta staðfestir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Ekki er þó um formlegar viðræður að ræða. Háskólarnir í landinu eru sjö talsins og víðtækt samstarf þeirra á milli hefur verið rætt. 12.9.2009 04:00 Reykingar kosta 100.000 á hvern mann Samfélagslegur kostnaður vegna reykinga á ári svarar til þess að allir Íslendingar greiði um 94 þúsund krónur úr eigin vasa. Sígarettupakkinn þyrfti að kosta um 3.000 krónur ef reykingamenn ættu sjálfir að bera allan kostnað sem fellur á samfélagið árlega. 12.9.2009 03:00 Tóku tuttugu kókaínskammta Lögregla lagði hald á tuttugu skammta af hvítu efni sem talið er vera kókaín, auk lauss efnis og íblöndunarefnis í tveimur íbúðum í Reykjavík á miðvikudagskvöld. Tveir karlmenn og ein kona voru handtekin á staðnum og færð til skýrslutöku. Þeim var sleppt að því loknu. 12.9.2009 02:30 Telur tölvuútboð ekki svara kostnaði Óvíst er hvort tölvuþjónusta Akraneskaupstaðar verður boðin út, líkt og bæjarráð fól bæjarstjóra að undirbúa fyrr í sumar. Fulltrúar minnihlutans gagnrýna þetta og segja eðlilegt að þjónustan sé boðin út. 12.9.2009 01:30 Stúlkur máttu þola illa meðferð á Bjargi Vistheimilanefnd segir að meiri líkur en minni séu á að sumar viststúlkur á stúlknaheimilinu Bjargi hafi mátt þola illa meðferð í formi tiltekinna líkamlegra athafna og kynferðislegrar áreitni af hálfu einhverra starfskvenna heimilisins. 12.9.2009 01:00 Þrír handteknir með þjófa-þjófavörn Þrír Litháar með heimatilbúna þjófa-þjófavörn voru handteknir í Borgarnesi í dag samkvæmt lögreglunni. Mennirnir voru að versla í Hagkaup þegar árvökult starfsfólk veitti þeim eftirtekt. 11.9.2009 23:15 Algjört hrun gistinátta Íslendinga í Kaupmannahöfn Gistinóttum Íslendinga í Kaupmannahöfn hafa stórfækkað síðan árið 2007 eða um 73 prósent. Samkvæmt vef Danska tölfræðibankans þá hafa gistinóttunum fækkað um 32 þúsund það sem af er ári samanborið við sama tímabil árið 2007 en það var turisti.is sem tók upplýsingarnar saman. 11.9.2009 20:31 Borgaði Baugi 50 milljónir fyrir upplýsingar um eigið félag Skilanefnd Landsbankans greiddi Baug group fimmtíu milljónir króna fyrir aðgang að bókhaldsgögnum félagsins BG Holdings yfir eignir þess í Bretlandi. 11.9.2009 20:04 Verkalýðsleiðtogi í Tortola-félagi Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sat í stjórn fjárfestingarfélags í Lúxemborg sem var stofnað í gegnum tvö skúffufélög í skattaparadísinni Tortola. Það var aldrei nein starfsemi í félaginu segir Gylfi sem segist ekki hafa vitað að Tortola hafi blandast inn í stofnun félagsins. 11.9.2009 19:51 Gæludýr grafin í óleyfi Gæludýr hafa verið grafin í Heiðmörk þrátt fyrir að slíkt sé stranglega bannað. Vatnsból höfuðborgarbúa eru á svæðinu. 11.9.2009 18:45 Óvissa um orku fyrir Helguvík Óvissa er um hvort næg orka verður til fyrir álver Norðuráls í Helguvík, þegar það á að taka til starfa árið 2011. Norðurál tilkynnti í dag um samninga við þrjá erlenda banka sem ætla að útvega framkvæmdafé. 11.9.2009 19:48 Ófært inn í Þórsmörk Lögreglan á Hvolsvelli varar vegfarendur sem ætla að leggja á hálendisleiðir nú í kvöld og um helgina við færð á svæðinu. 11.9.2009 19:29 Veislunni er lokið - hrun í kampavínssölu Áfengissala fer vaxandi og hefur aukist töluvert frá í fyrra. Mest eykst sala á bjór, en sala á kampavíni hefur hrunið. Viðbúið er að áfengisverð eigi eftir að hækka mikið á næstu misserum; vegna hærra áfengisgjalds. 11.9.2009 18:44 Rebekka fékk styrk frá Ásbirni Lionsklúbburinn Ásbjörn í Hafnarfirði færði Rebekku Maríu Jóhannesdóttur 200 þúsund króna styrk í dag. Vísir og Stöð 2 hafa sagt frá málefnum Rebekku í vikunni. Hún missti móður sína í síðasta mánuði og föður sinn fyrir tveimur árum síðan. Rebekka, sem á sjálf von á barni eftir um það bil tvo mánuði, hyggst ala bræður sína upp hjá sér. Bræður hennar eru sjö ára og tæplega tveggja ára og saman búa þau í íbúð í Hafnarfirði ásamt ömmu sinni. 11.9.2009 17:11 Ráðuneytisstjóri verður sendiherra Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur skipað Einar Gunnarsson ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu frá 1. október næstkomandi samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu. 11.9.2009 18:00 Fjórum sleppt og einn í haldi vegna gruns um stórfelldan sófaþjófnað Karl á þrítugsaldri er nú í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á þjófnaði úr gámi í Reykjavík fyrr í vikunni. 11.9.2009 17:43 Grunaðir um innflutning á amfetamíni í kílóavís Fjórir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 24. september að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 11.9.2009 15:21 Engar vísbendingar fundist um falsað nautahakk Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur- Matvælaeftirlit segist ekki hafa fundið neinar vísbendingar sem renna stoðum undir fullyrðingu nautabóndans Þórarins Jónssonar á Hálsi um að nautahakk sé drýgt með öðru kjöti en nautakjöti og svo selt ómerkt í verslunum. 11.9.2009 17:36 Fimm Íslendingar yfirheyrðir vegna þjófnaðar á 17 sófasettum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er þessa stundina að yfirheyra fimm Íslendinga sem grunaðir eru um þjófnað á 17 sófasettum í Dugguvogi. Sófasettunum var rænt í fyrri nótt og nóttina þar áður. Þórarinn Hávarðsson sölustjóri hjá fyrirtækinu Patta í Dugguvogi, sagði í samtali við Vísi í gær að verðmæti sófasettanna væri um fjórar milljónir króna. 11.9.2009 16:07 Vildi Helga ekki um borð í þyrlu Gæslunnar „Þú ryðst ekki um borð í þyrlu Landhelgigæslunnar þegar þú ert ekki velkominn, það er bara þannig," segir Þórhallur Gunnarsson ritstjóri Kastljóssins. Til stóð að Helga Seljan fréttamaður færi um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag til þess að fylgjast með æfingu Landsbjargar. Þegar leggja átti í hann tjáði forstjóri Gæslunnar Helga og tökumanni hans að þeir væru ekki velkomnir um borð að sögn Þórhalls. Georg segist hinsvegar hafa sagt að það væri sér ekki sérstök ánægja að þeir færu um borð. 11.9.2009 15:31 Gísli tekur við umhverfis- og samgöngumálunum Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi hefur verið kjörinn formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Gísli tekur við af Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur og segist vera himinlifandi með að vera kominn aftur í stólinn sem hann hefur vermt tvívegis áður. „Enda er mesta gerjunin í umhverfis- og samgöngumálum í borgum heimsins þessi misseri," segir Gísli á heimasíðu borgarinnar. 11.9.2009 15:17 Átta í gæsluvarðhaldi vegna innbrota - 25 handteknir Átta karlar á þrítugsaldri sitja nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á innbrotum og þjófnuðum í umdæminu. Alls hafa 25 manns verið handteknir vegna rannsóknarinnar en fólkið er allt af erlendum uppruna. 11.9.2009 15:00 Heldur enn í vonina um að AGS svari fyrir mánaðamót Ekki liggur enn fyrir hvenær Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun taka fyrir endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Íslendingar fái þau gjaldeyrislán sem samið hefur verið um. 11.9.2009 14:25 Brotist inn í MS og FÁ í nótt Brotist var inn í húsnæði tveggja framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Um er að ræða Menntaskólann við Sund og Fjölbrautarskólann við Ármúla. 11.9.2009 13:58 Stjórn Meistarafélags kjötiðnaðarmanna kölluð saman Kristján Kristjánsson formaður Meistarafélags kjötiðnaðarmanna hefur boðað til fundar í stjórn félagsins í kjölfar frétta um að nautahakk hafi í einhverjum tilvikum verið blandað hrossakjöti og öðru. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að Neytendasamtökin kanna mál af þessu tagi. Þá hefur nautakjötsbóndi í Kjós lýst slíkum vinnubrögðum. 11.9.2009 13:37 Telur samdráttinn verða minni en spáð var Fjármálaráðherra vonast til þess að samdráttur í landsframleiðslu verði undir átta prósentum á þessu ári. Þess í stað gerir hann ráð fyrir áframhaldandi samdrætti á næsta ári. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í upphaflegum áætlunum stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var gert ráð fyrir að samdrátturinn yrði yfir tíu prósent á árinu, en á fyrri helmingi ársins mældist hann 5,5 prósent. 11.9.2009 13:27 Hátt í hundrað manns hringja daglega í Rauða krossinn Hátt í hundrað manns hringja daglega í Hjálparsíma Rauða krossins. Vaxandi örvænting er hjá þeim sem hringja þangað. Fólk kvíðir vetrinum og finnst það þurfa að velja á milli þess að gefa börnum sínum að borða eða greiða af lánum. 11.9.2009 12:20 Rúmlega þúsund Pólverjar atvinnulausir hér á landi Rúmlega eittþúsund Pólverjar eru atvinnulausir af þeim rúmlega tíu þúsund sem dvelja hér á landi. Langflestir þeirra voru starfandi í byggingariðnaði. 11.9.2009 12:14 Fótbrotinn karlmaður og ófrísk kona staðin að innbroti Fótbrotinn karlmaður og ófrísk kona, sem bæði voru undir áhrifum fíkniefna, voru staðin að verki við stórfelldan þjófnað í verslun N-1, við Hrísmýri á Selfossi í nótt, og kom til átaka við lögreglu á vettvangi. 11.9.2009 12:09 Mótmælendur hittu formann skipulagsráðs í dag Að minnsta kosti tvö þúsund manns hafa sent skipulagsyfirvöldum í Reykjavík athugasemdir vegna nýs deiliskipulags við Ingólfstorg, en frestur til að skila inn athugasemdum rennur út á miðnætti í kvöld. 11.9.2009 11:52 Fólk varað við vatnavöxtum Lögreglan á Hvolsvelli varar vegfarendur sem ætla að leggja á hálendisleiðir nú í dag og um helgina við færð á svæðinu. Hvetur lögreglan fólk til að kanna með færð á þessum leiðum áður en lagt er af stað í ferðir. Gríðarleg úrkoma er á svæðinu og hafa vötn og ár margfaldað rennsli sitt og eru því orðin hættuleg yfirferðar. 11.9.2009 11:15 Ramos úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald Brasilíski flóttamaðurinn Hosmany Ramos var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald um leið og hann lauk 30 daga afplánun. Fangelsisdóminn hlaut hann fyrir að ferðast til Íslands á vegabréfi bróður síns. Brasilísk stjórnvöld hafa farið fram á að Ramos verði framseldur til Brasilíu. 11.9.2009 09:41 Henrik Íslandsmeistari í skák Henrik Danielssen varð Íslandsmeistari í skák á Skákþingi Íslands í gærkvöldi, þegar hann gerði jafntefli við Guðmund Kjartansson í tíundu og næstsíðustu umferð. 11.9.2009 08:09 Hraðakstur eykst í nágrenni Hvolsvallar Fjöldi ökumanna, sem lögreglan á Hvolsvelli hefur stöðvað það sem af er árinu vegna hraðaksturs, nálgast nú 1.500, sem er meira en á sama tíma í fyrra. 11.9.2009 08:02 Fann flöskuskeyti frá norskum borpalli Flöskuskeyti fannst nýverið í fjörunni við Málmey á Skagafirði. Að sögn Feykis.is var það sent frá norskum borpalli í febrúar síðastliðnum. 11.9.2009 07:58 Fíkniefni fundust við húsleit Lögreglan í Borgarnesi, með aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lagði hald á nokkuð af svonefndum hörðum fíkniefnum við húsleit í tveimur íbúðum í Reykjavík í fyrrakvöld og handtók í leiðinni þrjú ungmenni. 11.9.2009 07:35 Velferðarsamfélagið byggir á samkeppni „Virk samkeppni er ein grunnforsenda þess að hægt sé að viðhalda norrænu velferðarkerfi,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins (SE). „Stefnumörkun okkar gengur út á að menn megi ekki leiðast út í að horfa á skammtímahagsmuni einstakra fyrirtækja heldur verði að horfa á langtímahagsmuni samfélagsins.“ 11.9.2009 06:00 Auðlindamál í endurskoðun virkjanir Framtíðarfyrirkomulag varðandi auðlindir í eigu hins opinbera eru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag. Fjölmargir ráðherrar hafa lýst vilja sínum til breytinga á reglum þar um eftir að kanadíska fyrirtækið Magma gerði tilboð í hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku. 11.9.2009 06:00 FME vildi fjölmiðlafólk fyrir dómstóla Eðlilegra hefði verið að dómstólar fengju að skera úr um hvort fjölmiðlafólk hefði bakað sér refsiábyrgð með því að birta gögn sem varða við bankaleynd, að mati Fjármálaeftirlitsins (FME). 11.9.2009 06:00 Sæsteinsuga föst á hausnum Lax sem veiddist við Ægissíðufoss í Ytri-Rangá á dögunum reyndist hafa fullorðna sæsteinsugu fasta á hausnum. Er þetta fyrsta þekkta tilfellið um að þetta sníkjudýr komi úr ferskvatni hér við land. 11.9.2009 05:45 Vissu ekki að samræði væri óeðlilegt Börn sem námu við Heyrnleysingjaskólann og sættu þar kynferðislegu ofbeldi höfðu á þeim tíma ekki skilning á því sem var að gerast og áttuðu sig ekki á hvort eðlilegt væri eða ekki að börn hefðu samræði eða önnur kynferðismök. 11.9.2009 05:00 Nokkrir búnir að játa innbrot Yfirheyrslur yfir þeim meintu þjófum sem sitja í gæsluvarðhaldi eru í fullum gangi. Í einhverjum tilvikum liggja játningar í innbrotsmálum fyrir. Meðal þess þýfis sem lögregla hefur fundið á síðastliðnum dögum var mikið magn af vönduðum íþróttafatnaði. Andvirði þess fatnaðar sem stolið var úr fyrirtæki í borginni er 1,8 milljón króna. 11.9.2009 05:00 Sjá næstu 50 fréttir
Skoða leiguhúsnæði fyrir yfirfull fangelsi Dómsmálaráðherra og yfirvöld fangelsismála hafa nú til athugunar að leigja húsnæði þar sem vista megi afplánunarfanga. Ýmsir kostir eru í þeirri stöðu. 12.9.2009 05:45
Fær skrifstofu til að flokka skjöl sín Eiríkur Guðnason, sem lét af störfum sem seðlabankastjóri í lok febrúar, er nú snúinn aftur í bankann. 12.9.2009 05:00
Færeyingar þurfa líka að ákveða sig Fari Íslendingar inn í ESB líður ekki á löngu þar til við Færeyingar þurfum að gera upp hug okkar. Spurningin vaknar strax: hvað gerum við? Þetta mál er svo stórt að við eigum ekki að leyfa að það verði að pólitísku leikfangi. Við eigum að gera þetta upp við okkur sjálf. 12.9.2009 04:00
Stóru háskólarnir ræða um samstarf Rektorar Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík hafa átt samtöl um sameiningu eða víðtækt samstarf háskólanna. Þetta staðfestir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Ekki er þó um formlegar viðræður að ræða. Háskólarnir í landinu eru sjö talsins og víðtækt samstarf þeirra á milli hefur verið rætt. 12.9.2009 04:00
Reykingar kosta 100.000 á hvern mann Samfélagslegur kostnaður vegna reykinga á ári svarar til þess að allir Íslendingar greiði um 94 þúsund krónur úr eigin vasa. Sígarettupakkinn þyrfti að kosta um 3.000 krónur ef reykingamenn ættu sjálfir að bera allan kostnað sem fellur á samfélagið árlega. 12.9.2009 03:00
Tóku tuttugu kókaínskammta Lögregla lagði hald á tuttugu skammta af hvítu efni sem talið er vera kókaín, auk lauss efnis og íblöndunarefnis í tveimur íbúðum í Reykjavík á miðvikudagskvöld. Tveir karlmenn og ein kona voru handtekin á staðnum og færð til skýrslutöku. Þeim var sleppt að því loknu. 12.9.2009 02:30
Telur tölvuútboð ekki svara kostnaði Óvíst er hvort tölvuþjónusta Akraneskaupstaðar verður boðin út, líkt og bæjarráð fól bæjarstjóra að undirbúa fyrr í sumar. Fulltrúar minnihlutans gagnrýna þetta og segja eðlilegt að þjónustan sé boðin út. 12.9.2009 01:30
Stúlkur máttu þola illa meðferð á Bjargi Vistheimilanefnd segir að meiri líkur en minni séu á að sumar viststúlkur á stúlknaheimilinu Bjargi hafi mátt þola illa meðferð í formi tiltekinna líkamlegra athafna og kynferðislegrar áreitni af hálfu einhverra starfskvenna heimilisins. 12.9.2009 01:00
Þrír handteknir með þjófa-þjófavörn Þrír Litháar með heimatilbúna þjófa-þjófavörn voru handteknir í Borgarnesi í dag samkvæmt lögreglunni. Mennirnir voru að versla í Hagkaup þegar árvökult starfsfólk veitti þeim eftirtekt. 11.9.2009 23:15
Algjört hrun gistinátta Íslendinga í Kaupmannahöfn Gistinóttum Íslendinga í Kaupmannahöfn hafa stórfækkað síðan árið 2007 eða um 73 prósent. Samkvæmt vef Danska tölfræðibankans þá hafa gistinóttunum fækkað um 32 þúsund það sem af er ári samanborið við sama tímabil árið 2007 en það var turisti.is sem tók upplýsingarnar saman. 11.9.2009 20:31
Borgaði Baugi 50 milljónir fyrir upplýsingar um eigið félag Skilanefnd Landsbankans greiddi Baug group fimmtíu milljónir króna fyrir aðgang að bókhaldsgögnum félagsins BG Holdings yfir eignir þess í Bretlandi. 11.9.2009 20:04
Verkalýðsleiðtogi í Tortola-félagi Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sat í stjórn fjárfestingarfélags í Lúxemborg sem var stofnað í gegnum tvö skúffufélög í skattaparadísinni Tortola. Það var aldrei nein starfsemi í félaginu segir Gylfi sem segist ekki hafa vitað að Tortola hafi blandast inn í stofnun félagsins. 11.9.2009 19:51
Gæludýr grafin í óleyfi Gæludýr hafa verið grafin í Heiðmörk þrátt fyrir að slíkt sé stranglega bannað. Vatnsból höfuðborgarbúa eru á svæðinu. 11.9.2009 18:45
Óvissa um orku fyrir Helguvík Óvissa er um hvort næg orka verður til fyrir álver Norðuráls í Helguvík, þegar það á að taka til starfa árið 2011. Norðurál tilkynnti í dag um samninga við þrjá erlenda banka sem ætla að útvega framkvæmdafé. 11.9.2009 19:48
Ófært inn í Þórsmörk Lögreglan á Hvolsvelli varar vegfarendur sem ætla að leggja á hálendisleiðir nú í kvöld og um helgina við færð á svæðinu. 11.9.2009 19:29
Veislunni er lokið - hrun í kampavínssölu Áfengissala fer vaxandi og hefur aukist töluvert frá í fyrra. Mest eykst sala á bjór, en sala á kampavíni hefur hrunið. Viðbúið er að áfengisverð eigi eftir að hækka mikið á næstu misserum; vegna hærra áfengisgjalds. 11.9.2009 18:44
Rebekka fékk styrk frá Ásbirni Lionsklúbburinn Ásbjörn í Hafnarfirði færði Rebekku Maríu Jóhannesdóttur 200 þúsund króna styrk í dag. Vísir og Stöð 2 hafa sagt frá málefnum Rebekku í vikunni. Hún missti móður sína í síðasta mánuði og föður sinn fyrir tveimur árum síðan. Rebekka, sem á sjálf von á barni eftir um það bil tvo mánuði, hyggst ala bræður sína upp hjá sér. Bræður hennar eru sjö ára og tæplega tveggja ára og saman búa þau í íbúð í Hafnarfirði ásamt ömmu sinni. 11.9.2009 17:11
Ráðuneytisstjóri verður sendiherra Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur skipað Einar Gunnarsson ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu frá 1. október næstkomandi samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu. 11.9.2009 18:00
Fjórum sleppt og einn í haldi vegna gruns um stórfelldan sófaþjófnað Karl á þrítugsaldri er nú í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á þjófnaði úr gámi í Reykjavík fyrr í vikunni. 11.9.2009 17:43
Grunaðir um innflutning á amfetamíni í kílóavís Fjórir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 24. september að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 11.9.2009 15:21
Engar vísbendingar fundist um falsað nautahakk Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur- Matvælaeftirlit segist ekki hafa fundið neinar vísbendingar sem renna stoðum undir fullyrðingu nautabóndans Þórarins Jónssonar á Hálsi um að nautahakk sé drýgt með öðru kjöti en nautakjöti og svo selt ómerkt í verslunum. 11.9.2009 17:36
Fimm Íslendingar yfirheyrðir vegna þjófnaðar á 17 sófasettum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er þessa stundina að yfirheyra fimm Íslendinga sem grunaðir eru um þjófnað á 17 sófasettum í Dugguvogi. Sófasettunum var rænt í fyrri nótt og nóttina þar áður. Þórarinn Hávarðsson sölustjóri hjá fyrirtækinu Patta í Dugguvogi, sagði í samtali við Vísi í gær að verðmæti sófasettanna væri um fjórar milljónir króna. 11.9.2009 16:07
Vildi Helga ekki um borð í þyrlu Gæslunnar „Þú ryðst ekki um borð í þyrlu Landhelgigæslunnar þegar þú ert ekki velkominn, það er bara þannig," segir Þórhallur Gunnarsson ritstjóri Kastljóssins. Til stóð að Helga Seljan fréttamaður færi um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag til þess að fylgjast með æfingu Landsbjargar. Þegar leggja átti í hann tjáði forstjóri Gæslunnar Helga og tökumanni hans að þeir væru ekki velkomnir um borð að sögn Þórhalls. Georg segist hinsvegar hafa sagt að það væri sér ekki sérstök ánægja að þeir færu um borð. 11.9.2009 15:31
Gísli tekur við umhverfis- og samgöngumálunum Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi hefur verið kjörinn formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Gísli tekur við af Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur og segist vera himinlifandi með að vera kominn aftur í stólinn sem hann hefur vermt tvívegis áður. „Enda er mesta gerjunin í umhverfis- og samgöngumálum í borgum heimsins þessi misseri," segir Gísli á heimasíðu borgarinnar. 11.9.2009 15:17
Átta í gæsluvarðhaldi vegna innbrota - 25 handteknir Átta karlar á þrítugsaldri sitja nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á innbrotum og þjófnuðum í umdæminu. Alls hafa 25 manns verið handteknir vegna rannsóknarinnar en fólkið er allt af erlendum uppruna. 11.9.2009 15:00
Heldur enn í vonina um að AGS svari fyrir mánaðamót Ekki liggur enn fyrir hvenær Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun taka fyrir endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Íslendingar fái þau gjaldeyrislán sem samið hefur verið um. 11.9.2009 14:25
Brotist inn í MS og FÁ í nótt Brotist var inn í húsnæði tveggja framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Um er að ræða Menntaskólann við Sund og Fjölbrautarskólann við Ármúla. 11.9.2009 13:58
Stjórn Meistarafélags kjötiðnaðarmanna kölluð saman Kristján Kristjánsson formaður Meistarafélags kjötiðnaðarmanna hefur boðað til fundar í stjórn félagsins í kjölfar frétta um að nautahakk hafi í einhverjum tilvikum verið blandað hrossakjöti og öðru. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að Neytendasamtökin kanna mál af þessu tagi. Þá hefur nautakjötsbóndi í Kjós lýst slíkum vinnubrögðum. 11.9.2009 13:37
Telur samdráttinn verða minni en spáð var Fjármálaráðherra vonast til þess að samdráttur í landsframleiðslu verði undir átta prósentum á þessu ári. Þess í stað gerir hann ráð fyrir áframhaldandi samdrætti á næsta ári. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í upphaflegum áætlunum stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var gert ráð fyrir að samdrátturinn yrði yfir tíu prósent á árinu, en á fyrri helmingi ársins mældist hann 5,5 prósent. 11.9.2009 13:27
Hátt í hundrað manns hringja daglega í Rauða krossinn Hátt í hundrað manns hringja daglega í Hjálparsíma Rauða krossins. Vaxandi örvænting er hjá þeim sem hringja þangað. Fólk kvíðir vetrinum og finnst það þurfa að velja á milli þess að gefa börnum sínum að borða eða greiða af lánum. 11.9.2009 12:20
Rúmlega þúsund Pólverjar atvinnulausir hér á landi Rúmlega eittþúsund Pólverjar eru atvinnulausir af þeim rúmlega tíu þúsund sem dvelja hér á landi. Langflestir þeirra voru starfandi í byggingariðnaði. 11.9.2009 12:14
Fótbrotinn karlmaður og ófrísk kona staðin að innbroti Fótbrotinn karlmaður og ófrísk kona, sem bæði voru undir áhrifum fíkniefna, voru staðin að verki við stórfelldan þjófnað í verslun N-1, við Hrísmýri á Selfossi í nótt, og kom til átaka við lögreglu á vettvangi. 11.9.2009 12:09
Mótmælendur hittu formann skipulagsráðs í dag Að minnsta kosti tvö þúsund manns hafa sent skipulagsyfirvöldum í Reykjavík athugasemdir vegna nýs deiliskipulags við Ingólfstorg, en frestur til að skila inn athugasemdum rennur út á miðnætti í kvöld. 11.9.2009 11:52
Fólk varað við vatnavöxtum Lögreglan á Hvolsvelli varar vegfarendur sem ætla að leggja á hálendisleiðir nú í dag og um helgina við færð á svæðinu. Hvetur lögreglan fólk til að kanna með færð á þessum leiðum áður en lagt er af stað í ferðir. Gríðarleg úrkoma er á svæðinu og hafa vötn og ár margfaldað rennsli sitt og eru því orðin hættuleg yfirferðar. 11.9.2009 11:15
Ramos úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald Brasilíski flóttamaðurinn Hosmany Ramos var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald um leið og hann lauk 30 daga afplánun. Fangelsisdóminn hlaut hann fyrir að ferðast til Íslands á vegabréfi bróður síns. Brasilísk stjórnvöld hafa farið fram á að Ramos verði framseldur til Brasilíu. 11.9.2009 09:41
Henrik Íslandsmeistari í skák Henrik Danielssen varð Íslandsmeistari í skák á Skákþingi Íslands í gærkvöldi, þegar hann gerði jafntefli við Guðmund Kjartansson í tíundu og næstsíðustu umferð. 11.9.2009 08:09
Hraðakstur eykst í nágrenni Hvolsvallar Fjöldi ökumanna, sem lögreglan á Hvolsvelli hefur stöðvað það sem af er árinu vegna hraðaksturs, nálgast nú 1.500, sem er meira en á sama tíma í fyrra. 11.9.2009 08:02
Fann flöskuskeyti frá norskum borpalli Flöskuskeyti fannst nýverið í fjörunni við Málmey á Skagafirði. Að sögn Feykis.is var það sent frá norskum borpalli í febrúar síðastliðnum. 11.9.2009 07:58
Fíkniefni fundust við húsleit Lögreglan í Borgarnesi, með aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lagði hald á nokkuð af svonefndum hörðum fíkniefnum við húsleit í tveimur íbúðum í Reykjavík í fyrrakvöld og handtók í leiðinni þrjú ungmenni. 11.9.2009 07:35
Velferðarsamfélagið byggir á samkeppni „Virk samkeppni er ein grunnforsenda þess að hægt sé að viðhalda norrænu velferðarkerfi,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins (SE). „Stefnumörkun okkar gengur út á að menn megi ekki leiðast út í að horfa á skammtímahagsmuni einstakra fyrirtækja heldur verði að horfa á langtímahagsmuni samfélagsins.“ 11.9.2009 06:00
Auðlindamál í endurskoðun virkjanir Framtíðarfyrirkomulag varðandi auðlindir í eigu hins opinbera eru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag. Fjölmargir ráðherrar hafa lýst vilja sínum til breytinga á reglum þar um eftir að kanadíska fyrirtækið Magma gerði tilboð í hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku. 11.9.2009 06:00
FME vildi fjölmiðlafólk fyrir dómstóla Eðlilegra hefði verið að dómstólar fengju að skera úr um hvort fjölmiðlafólk hefði bakað sér refsiábyrgð með því að birta gögn sem varða við bankaleynd, að mati Fjármálaeftirlitsins (FME). 11.9.2009 06:00
Sæsteinsuga föst á hausnum Lax sem veiddist við Ægissíðufoss í Ytri-Rangá á dögunum reyndist hafa fullorðna sæsteinsugu fasta á hausnum. Er þetta fyrsta þekkta tilfellið um að þetta sníkjudýr komi úr ferskvatni hér við land. 11.9.2009 05:45
Vissu ekki að samræði væri óeðlilegt Börn sem námu við Heyrnleysingjaskólann og sættu þar kynferðislegu ofbeldi höfðu á þeim tíma ekki skilning á því sem var að gerast og áttuðu sig ekki á hvort eðlilegt væri eða ekki að börn hefðu samræði eða önnur kynferðismök. 11.9.2009 05:00
Nokkrir búnir að játa innbrot Yfirheyrslur yfir þeim meintu þjófum sem sitja í gæsluvarðhaldi eru í fullum gangi. Í einhverjum tilvikum liggja játningar í innbrotsmálum fyrir. Meðal þess þýfis sem lögregla hefur fundið á síðastliðnum dögum var mikið magn af vönduðum íþróttafatnaði. Andvirði þess fatnaðar sem stolið var úr fyrirtæki í borginni er 1,8 milljón króna. 11.9.2009 05:00